Fasteignaleitin
Skráð 13. jan. 2025
Deila eign
Deila

Víðiholt 1 - 107

Nýbygging • FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Garðabær-225
107.5 m2
4 Herb.
3 Svefnh.
Verð
88.900.000 kr.
Fermetraverð
826.977 kr./m2
Fasteignamat
32.300.000 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Mynd af Hrafnkell P. H. Pálmason
Hrafnkell P. H. Pálmason
Löggiltur fasteignasali
Byggt 2024
Lyfta
Gæludýr leyfð
Aðgengi fatl.
Fasteignanúmer
2533135
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Númer íbúðar
7
Matsstig
4 - Fokheld bygging
Lind fasteignasala og Umbra kynna með stolti nýjar og vandaðar íbúðir á besta stað á Álftanesi.  
Víðiholti 1 er þriggja hæða fjölbýlishús með lyftu.
Í húsinu eru 25 vel skipulagðar þriggja til fjögurra herbergja íbúðir, leitast er við að nýta vel hvern einasta fermeter.

Allir kaupendur okkar fá Vildarkort Lindar. Með því að framvísa kortinu færð þú 30% afslátt hjá 9 samstarfsaðilum: Húsgagnahöllin, S. Helgason, Flugger litir, Húsasmiðjan, 
Z brautir og gluggatjöld, Vídd, Parki, Betra bak og Dorma. 

Íbúð 107 er 4 herbergja íbúð á jarðhæð með 9,3 fm. verönd og 5 fm geymslu.

Vefsíða verkefnis: vidiholt.is 


Allar íbúðir hafa sér innganga, íbúðir á 1.hæð inn frá lóð en íbúðir á 2 og 3.hæð um utanáliggjandi svalaganga. Lyftuhús er staðsett við miðju hússins, hvoru megin við lyftuhús er opinn stigi.
Allar íbúðir eru á einni hæð með anddyri, salerni, eldhúsi, stofu og íverurýmum ásamt svölum eða sérafnotareit.
Fjölbýlishúsin eru staðsteypt, einangruð að utan og klædd með veðurþolinni, viðhalds lítilli klæðningu.
Nýtt fjölbýlishús staðsett nærri gylltri fjörunni á Álftanesi sem er sannkölluð paradís fyrir náttúruunnendur.


Nánari upplýsingar:
Hrafnkell Pálmason / 690 8236 / hrafnkell@fastlind.is. 
Atli Karl Pálmason Aðstoðarmaður fasteignasala / atli@fastlind.is / 662 4252
Arinbjörn Marinósson  / 822 8574 / arinbjorn@fastlind.is
Guðmundur Hallgrímssson / 898 5115 / gudmundur@fastlind.is
Heimir F. Hallgrímsson / 849 5115 / heimir@fastlind.is
 

*Útdráttur úr skilalýsingu* *Hafðu samband fyrir nánari upplýsingar*

Almennt
Íbúðum er skilað fullbúnum með sérsmíðuðum innréttingum frá Voké-III samkvæmt skilalýsingu en án gólfefna að undanskildu anddyri og baðherbergi sem eru flísalögð. Íbúðir sem hafa þvottahús eru með flísalögðu gólfi. Hefðbundið ofnakerfi er í íbúðum samkvæmt teikningum lagnahönnuða.
Innihurðir: Hurðir eru hefðbundnar yfirfelldar hurðir. Innihurðir eru sprautulakkaðar hvítar frá Ebson eða sambærilegt.
Gólf á baðherbergi og anddyri eru flísalögð með gæðaflísum í ljósgráum lit (Limestone frá Ebson) í stærðinni 30x60cm. Öðrum rýmum íbúðar er skilað án gólfefna.

Eldhús: Innrétting í eldhúsi er sérsmíðuð frá innréttingarframleiðandanum Voké-III. Yfirborð hurða- og skúffuforstykkja er úr slitsterku harðplasti frá Kronospan/Egger sem er þægilegt í umgengni og viðhaldi. Borðplötur í eldhúsi eru úr HPL (high pressure laminate) með yfirborði samkvæmt þema að ofan. Gert er ráð fyrir innbyggðri uppþvottavél og innbyggðum ísskáp með frysti, framhliðar fylgja með en ekki tæki.
Eldhústæki: Eldhús skilast með eftirfarandi vönduðum innbyggðum eldhústækjum. Eldhús skilast með veggofni og span-helluborði. Tæki eru Electrolux eða sambærilegt. Íbúðum er skilað til kaupanda án gufugleypis, kæli-/frystiskáps og uppþvottavélar.Eldhústæki er vandað tæki, Hansgrohe Vernis. Eldhúsvaskur er vandaður vaskur frá Ukinox í stærð 50x50cm.

Baðherbergi er með sturtu og skilast með sturtugleri með slá. Innrétting er sérsmíðuð frá innréttingarframleiðandanum Voké-III.
Gert er ráð fyrir tengi fyrir þvottavél og barkalausan þurrkara á baðherbergi í íbúðum sem eru ekki með þvottahús.
Fataskápar eru sérsmíðaðir frá innréttingarframleiðandanum Voké-III og ná upp í loft. Litur er samkvæmt þema að ofan.
Anddyri: vandaður breiður fataskápur með hillu, slá og innri skúffum.
Hjónaherbergi: Vandaður þrefaldur breiður skápur með hillu, slá og opnu rými eða innri skúffum.
Barnaherbergi: Vandaður breiður skápur með hillu, slá, og innri skúffum.

Í íbúðum sem eru með þvottahús er lítil innrétting með tveimur skúffum og borðplötu með vask og blöndunartæki.
Útveggir eru staðsteyptir, einangraðir að utan með 125mm einangrun. Undirkerfi er úr áli og veggir klæddir með viðhaldslítilli báru-álklæðningu sem tryggir lágmarks viðhald hússins, litur klæðninga er samkvæmt arkitekt. Á völdum stöðum er hitameðhöndluð fura sem sameinar fallegt útlit, endingu og þol gagnvart íslenskri veðráttu.
Gluggar eru verksmiðjuframleiddir ál-timbur gluggar frá danska framleiðandanum Rationel með slitinni kuldabrú. Gler er tvöfalt k-einangrunargler. Útihurðir eru einnig frá Rationel.
Frágangur lóðar er í samræmi við lóðahönnun landslagsarkitekts. Engin leiktæki eru útveguð eða sett upp á lóð af verktaka. Hjólagrindum verður komið fyrir á lóð nálægt inngöngum húsa. Hellulagðir eru sérafnotareitir íbúða á jarðhæðum. Gengið er frá grasi á lóð, engin trjágróður eða beð fylgir lóð.
Snjóbræðsla er að og í bílastæðum hreyfihamlaðra, í aðal aðkomuleiðum að inngöngum á 1.h og í útistigum samkvæmt teikningum lagnahönnuða.
 
Hönnuðir og ràðgjafar
Arkitektar og aðalhönnuðir: Arkís arkitektar
Verkfræðihönnun: Verkfræðistofa Reykjavíkur
Landslagshönnun: Landslag
Verktaki: JÁVERK
 
Hönnun: Sveit í borg er réttnefni fyrir Álftanesið. Hönnunin tekur mið af því að gefa bæði íbúum og næstu nágrönnum í hesthúsahverfinu næði. Íbúðirnar eru staðsett steinsnar frá gylltri fjörunni og sannkölluð paradís fyrir náttúruunnendur.
 
Umhverfið - Íbúðarhús verða haganlega staðsett m.t.t. nærumhverfis, sólar og skjóls.
Umhverfið verður gönguvænt með góðum upplýstum stígum sem tengir byggðina við nærliggjandi byggð og útivistarsvæði. Hverfið einkennist af gróðri og grænum svæðum sem verða aðgengileg með góðum og öruggum göngutengingum að nálægum leiksvæðum fyrir fjölbreytta útiveru og notkun. Grænt belti verður meðfram lóð að hesthúsahverfi.
Við hönnun götu er hugað að aðgerðum til að draga úr ökuhraða, auka umferðaröryggi gangandi og hjólandi vegfarenda ásamt því að gera umhverfið vistlegt með gróðri.
Áhersla er á að byggðin myndi skjólgóð og falleg græn svæði til almennra nota.
Víðiholt er staðsett á eftirsóknarverðum stað, miðsvæðis á Álftanesi. Svæðið er nálægt grunnþjónustu, s.s skóla, leikskóla, almenningssamgöngum, íþrótta- og útivistarsvæði og má segja að hverfið sé sveit í borg.
Húsagatan Víðiholt verður vistgata þar sem bílastæði liggja þvert á akstursstefnu.
Gert er ráð fyrir upplýstum göngustígum sem tengjast við göngu- og hjólastígakerfi Garðabæjar sem tengir byggðina við grænt svæði.

 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Víðiholt 1 Íbúð 309
Opið hús:16. jan. kl 12:15-13:00
Víðiholt 1 Íbúð 309
225 Garðabær
108.4 m2
Fjölbýlishús
514
829 þ.kr./m2
89.900.000 kr.
Skoða eignina Víðiholt 1 Íbúð 209
Opið hús:16. jan. kl 12:15-13:00
Víðiholt 1 Íbúð 209
225 Garðabær
108.2 m2
Fjölbýlishús
513
803 þ.kr./m2
86.900.000 kr.
Skoða eignina Víðiholt 1 íbúð 201
Opið hús:16. jan. kl 12:15-13:00
Víðiholt 1 íbúð 201
225 Garðabær
108.2 m2
Fjölbýlishús
513
785 þ.kr./m2
84.900.000 kr.
Skoða eignina Víðiholt 1 Íbúð 107
Opið hús:16. jan. kl 12:15-13:00
Víðiholt 1 Íbúð 107
225 Garðabær
107.5 m2
Fjölbýlishús
514
827 þ.kr./m2
88.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin