Nýleg svansvottuð sérhæð í fallegu húsi við Drangsskarð 11.Þessar 111 m² sérhæðir eru einstaklega bjartar og vel hannaðar og mikið lagt í frágang bæði að innan sem utan. Íbúðirnar snúa allar í suður og eru með stóra glugga í þrjár áttir. Þær eru settar upp sem þriggja herbergja en gert er ráð fyrir að hægt sé með auðveldum hætti að bæta við fjórða herberginu.Gólfhiti, Quartz borðplötur (Dekton), svalarlokun/sérafnotareitir, Simens raftæki, niðurfelld spanhelluborð, undirlímdir vaskar, innfelldar led lýsingar o.f.l. Sérmerkt bílastæði ásamt fjölda auka bílastæða. Sjálfstætt loftræstikerfi í hverri íbúð sér um loftskiptin í öllum rýmum og endurnýtir hitann og skilar heimilinu góðum loftgæðum.Nánari upplýsingar gefur Halldór Freyr, Löggiltur fasteignasali, S:693-2916, halldor@fastgardur.is
Fáðu sendan kynningarbækling strax.Drangsskarð 11Skipting eignar:
Sérinngangur í hverri íbúð. Rúmgott
anddyri með góðum fataskáp. Inn af anddyri er
þvottahús/geymsla með stórum búrskáp, þvottahússkáp og innréttingu fyrir þvottavél og þurrkara. Frá anddyri er komið inn í stórt opið rými, stofu, borðstofu og eldhús.
Stofan er björt með stórum gluggum. Í efri íbúðum eru
stórar svalir með svalalokun. Neðri hæðir hafa
hellulagða sérverönd og sérafnotaflöt. Möguleiki er að útbúa
þriðja herbergið úr hluta stofunnar. Fallegt
eldhús með djúpri borðplötu þar sem er gert ráð fyrir tækjageymslu. Stór eldunareyja sem hægt er að sitja við. Tvö rúmgóð
svefnherbergi með góðum fataskápum.
Baðherbergi er flísalagt að hluta með vönduðum 60*60 flísum.
Í sameign er sorpgeymsla, hjóla- og vagnageymsla ásamt tæknirými
Nánari lýsing:SVANSVOTTUNÞað þýðir að húsin eru byggð eftir gæðakerfi þar sem tekið er á fjölmörgum þáttum sem byggingarreglugerð nær ekki yfir að sama marki. Má þar nefna: lágmarks rekstarkostnaður, valin byggingarefni með hollustu íbúa og umhverfisáhrif í huga.
LOFTRÆSTIKERFI Í hverri íbúð er sjálfstætt Komfovent loftræstikerfi sem að blæs inn í öll rými íbúðar fersku lofti sem að hitað er upp með lofti sem að sogað er út. Nýtnin á orkunni þar er um 87%. Þetta þýðir lægri rekstrarkostnað en umfram allt betri loftgæði. Kerfið heldur líka loftinu á hreyfingu og í því eru líka síur fyrir loftið sem blásið er inn.
GÓLFHITIUpphitun er með gólfhita en eini ofninn er handklæðaofn. Gólfhitagrindin er innfeld í veggnum og lokað með þjónustulúgu. Gólfhiti og loftræstikerfi vinna mjög vel saman og skila góðum loftgæðum.
BAÐHERBERGIStór og breið sturta. Sturtuglerið er ekki með slá heldur svörtum ramma og stöng upp í loft. Vandaðar flísar 60*60 flísar bæði á veggjum og gólfi. Spegill með baklýsingu. Innbyggður klósettkassi.
STÓRIR FATASKÁPARStórir skápar bæði í anddyri og báðum svefnherbergjum. Skáparnir sem eru frá ikea eru frekar vel búnir af innvolsi en með einni ferð í IKEA geta kaupendur mótað þá eftir sínum þörfum.
ELDHÚSEldhúsborðið vegg megin er með dýpri borðplötu þannig að rými er fyrir kaffivél, brauðrist og slíkt fyrir innan án þess að rýra vinnuplássið á borðinu. Tenglar eru undir yfirskápnum þannig að auðvelt er að þrífa veggplötuna á bak við sem að er hvít og slétt. Dekton borðplötur frá Cosentino úr quartz steini. Simens raftæki, spanhelluborð er fellt niður í steinborð þannig að það er slétt við borðplötuna. Undirfelldur eldhúsvaskur. Undir efriskápum er LED undirskápaljós. Bakhliðin á eldhúseyjunni er klætt með hljóðdempandi þiljum.
INNFELLD LED LÝSINGYfir eyju og framan við svefnherbergi eru innfelld 2ja metra LED ljós sem gefa nútímalegan tón og birtu.
SVALALOKUNÍbúðir efri hæða eru með vandaðar Lumon ( frá Ál og gler) svalalokanir og gluggum til suðurs þar af tvennar svalir með síðum gluggum.
SVALAINNSKOT OG SÉRAFNOTAFLETIRÍbúðir neðri hæða hafa allar svalainnskot og sérafnotareiti þar sem möguleiki er að smíða pall. Skjólgott og snýr til Vesturs eða Vesturs og Suðurs
RAFLAGNIRTenglar og rofar eru svart efni úr Q-línunni frá Berker.
GÓLFEFNIParketið er Buckingham eik og er 12 mm harðparket frá Byko og er með hörkustuðulinn AC5/33. Undir öllum gólfefnum, parketi jafnt sem flísum er hljóðdempandi undirlag bæði á efri og neðri hæðum.
YTRA BIRGÐIKLÆÐNINGLárétt svart klassískt bárujárn. Sementsplötur frá Viroc. Standandi 22 mm opin timbur klæðning í anddyrum, svölum og svalainnskotum.
TORFÞAKBara eins og í gamla daga þá er torfþak á húsinu með úthagatorfi sem aldrei þarf að slá. Friðað svæði fyrir fugla og fallegt útsýni úr sumum íbúðanna.
VIÐHALDSLÉTT LÓÐGöngustígar eru hellulagðir og með snjóbræðslu [ASI2] sem og allar tröppur. Þrír hvíldarpallar eru án snjóbræðslu. Lóðin er tyrfð með tvenns konar torfi sem að hvorugt þarfnast mikillar umhirðu. Við lóðarmörk bæði austan og vestan megin er úthagatorf sem þarf aldrei að slá en á sérafnotaflötum og innar í lóðinni er hvítsmáratorf. Lesa má um þessar torftegundir inni á torf.is. Bílastæðin eru með nautsterkum Ecoraster grindum fylltum af möl.
ÚTILÝSINGÚtilýsingin sem er við öll anddyri og svalir er 2ja metra innfelld óbein LED lýsing. Tröppur í lóð eru með handriðum með lýsingu undir handlistanum. Útilýsingin gefur einstaklega fallegt yfirbragð yfir eignirnar þegar dimma tekur.
HLEÐSLA RAFBÍLALagnaleiðir eru að hleðslu rafbíla á 10 stöðum á lóðinni. Í aðaltöflu er gert ráð fyrir að hægt sé að tengja hleðslu rafbíls inn á rafmagnsmælir á hverri íbúð fyrir sig. Fallegir hleðslustaurar eru uppsettir fyrir þær hleðslustöðvar sem ekki koma á vegg.
Svansvottaðar eignirAllar eignirnar eru svansvottaðar af umhverfisstofnun íslands. Til þess að eignir fái svansvottun þurfa byggingaraðilar að standast mjög strangar kröfur á ýmsum sviðum. En það eru gerðar mun meiri kröfur á svansvottaðar eignir heldur en gert er kvöð um í byggingarreglugerð.
·
Eignirnar þurfa að standast strangari kröfur um hagkvæmni í orkunotkun með áherslu á orkusparnað
· Eignirnar eru hannaðar með sérstöku loftskiptikerfi til að tryggja loftgæði innan íbúðar sem skilar sér í betri líftíma eignanna.
· Meiri krafa er gerð á gæðastjórnun á byggingarferlinu en ítarleg handbók er gerð í lok framkvæmdanna
· Strangar kröfur eru um innihald þeirra byggingarefna sem notuð eru
· Gera þarf ljósa-útreikningar fyrir hverja og eina íbúð
· Ýmsar strangar kröfur eru gerða til þess að lágmarka umhverfisspor bygginganna þegar þær eru reistar
Hagstæðari græn íbúðarlánGræn íbúðarlán eru veitt hjá nokkrum lánastofnunum fyrir þá sem kaupa svansvottaðar eignir. Fyrir slík lán eru ýmis lántökugjöld felld niður og boðið upp á betri lánakjör en á hefðbundnum eignum.