Skráð 15. júní 2022
Deila eign
Deila

Snorrastaðir 0

SumarhúsSuðurland/Laugarvatn-840
45 m2
2 Herb.
1 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
22.900.000 kr.
Fermetraverð
508.889 kr./m2
Fasteignamat
13.900.000 kr.
Brunabótamat
22.900.000 kr.
Byggt 1973
Garður
Útsýni
Sérinng.
Fasteignanúmer
F2206538
Húsgerð
Sumarhús
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Ástand ekki vitað
Raflagnir
Ástand ekki vitað
Frárennslislagnir
Ástand ekki vitað
Gluggar / Gler
Tvöfalt gler
Svalir
Sólpallur
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sérinngangur
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gallar
engin blöndunartæki í sturtu á baðherbergi

Valhöll fasteignasala, Síðumúla 27, sími: 588-4477 og Hrafnhildur Björk Baldursdóttir löggiltur fasteignasali, sími: 862-1110, kynna:

EIGNIN ER SELD!


Hlýlegt og skemmtilega skipulagt 45 fm sumarhús á skjólsælu landi Snorrastaða rétt utan við Laugarvatn. Lóðin er 3500 fm eignarlóð. Hitaveita og heitur pottur. Fallegt útsýni.

Sumarhúsið er umvafið gróðri og ekki sýnilegt frá veginum. Aðkoman er í gegnum trjágöng upp að húsinu. 
Gengið er inn í forstofu, sem er með fatahengi.

Stofa, borðstofa og eldhús eru í opnu rými og þaðan er útgengt á pall. Kamína í stofu. Lítið búrherbergi er við inngang hússins á vinstri hönd og þar fyrir innan er eitt svefnherbergi en áður var einnig annað lítil svefnherbergi í húsinu (við eldhúshlutann), sem auðvelt væri að stúka af að nýju. Baðherbergið er með sturtubotni.
Heitur pottur á pallinum við húsið ofanvert og skýli í kringum hann að hluta.
Lítill geymsluskúr er við pallinn við aftanvert húsið. 

Sumarhúsabyggðin er lokuð af með hliði, sem er opnað með síma eða fjarstýringu. 

Félag sumarhúsaeiganda heitir Giljareitir og er félagsgjald 40.000 kr. á ári og vatnsgjald 25.000 kr., samtals 65.000 kr. Félagið sér um rekstur s.s. snjómokstur, gatnaviðhald og rafmagnshlið.


Allar nánari upplýsingar og milligöngu um skoðun annast Hrafnhildur Björk Baldursdóttir löggiltur fasteignasali S: 862-1110 eða hrafnhildur@valholl.is  
Ertu í fasteignahugleiðingum, ertu að huga að sölu?  Ég veiti afburða þjónustu og eftirfylgni. Heyrumst, hringdu í 862-1110 og eigum létt spjall um fasteignamálin án allra skuldbindinga af þinni hálfu.
 

VALHÖLL FASTEIGNASALA  SÍÐAN 1995 - FARSÆL OG ÖRUGG FASTEIGNAVIÐSKIPTI - SÉRFRÆÐINGAR ANNAST ÞÍN SÖLUMÁL HJÁ OKKUR. VALHÖLL ER FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI SKV, GREININGU CREDITINFO 2015 til 2021, EN AÐEINS 2 % FYRIRTÆKJA Á ÍSLANDI NÁÐU ÞEIM GÆÐASKILYRÐUM  OG FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI Í REKSTRI SKV, GREININGU VIÐSKIPTABLAÐSINS OG KELDUNAR 2017-2021. 

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda:   
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valhöll fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á.    Forsendur söluyfirlits:   Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 
 

DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
11/09/201913.500.000 kr.13.000.000 kr.45 m2288.888 kr.
08/08/20129.170.000 kr.5.100.000 kr.45 m2113.333 kr.Nei
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2022
Mynd af Hrafnhildur Björk Baldursdóttir
Hrafnhildur Björk Baldursdóttir
Lögglitur Fasteignasali
http://valholl.isEignir í sölu
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2022 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache