*** MIKIÐ ENDURNÝJUÐ EIGN ***
Hólmar Björn Sigþórsson löggiltur fasteignasali og Helgafell fasteignasala kynna í sölu Setberg 7, 815 Þorlákshöfn: Um er að ræða einstaklega fallegt og smekklega innréttað 6 herbergja einbýlishús á einni hæð með bílskúr á góðum stað í Þorlákshöfn. Búið er að endurnýja húsið mikið að innan sem utan.Birt stærð eignar er 206.5 fm. og þar af er íbúðarhluti 147,5 fm. og bílskúr 59 fm. Undir húsinu er ca. 60 fm. geymsla sem ekki er inn í heildarfermetrafjöld. Stór suðaustur sólpallur með heitum potti.
SMELLIÐ HÉR TIL AÐ FÁ SENT SÖLUYFIRLIT STRAXEignin skiptist í tvö anddyri, eldhús, stofu / borðstofu, sjónvarpshol, 3 - 4 svefnherbergi, svefnherbergisgang, baðherbergi, gestasalerni, þvottahús og bílskúr.
Lýsing eignar:Anddyri á austurhlið: Gengið er inn í bjart og rúmgott anddyri, fatahengi, steinflísar á gólfi.
Anddyri á vesturhlið: Fatahengi, steinflísar á gólfi.
Stofa / borðstofa: Rúmgóð og björt, eikar plankaparket og steinflísar á gólfi.
Eldhús: Rúmgott eldhús með fallegri hvítri innréttingu og eyju með góðu skápaplássi, steinn á borðplötu. Eldavél og vaskur á eyju, ofn í vinnuhæð og gufugleypir yfir eldavél, tvöfaldur ísskápur sem fylgir með. Pláss er fyrir tvöfaldan ísskáp. Eikar plankaparket á veggjum og steinflísar á gólfi. Innfelld lýsing í lofti. Gólfhiti. Úr eldhúsi er útgengt út á stóran suðaustur sólpall með heitum potti og fallegan gróinn garð.
Sjónvarpshol: Á milli stofu og eldhúss er rúmgott sjónvarpshol, gengið er eina og hálfa tröppu niður í eldhús, steinflísar á gólfi.
Hjónaherbergi: Einstaklega rúmgott með góðu skápaplássi, harðparket á gólfi. Var upphaflega tvö svefnherbergi og auðvelt er að breyta því aftur í tvö svefnherbergi.
Svefnherbergi 2: Gott svefnherbergi, fataskápur, harðparket á gólfi.
Svefnherbergi 3: Gott svefnherbergi, fataskápur, harðparket á gólfi.
Svefnherbergisgangur: Steinflísar á gólfi.
Baðherbergi: Einstaklega smekklega hannað baðherbergi með hvítri innréttingu og skápum, innbyggður salerniskassi, baðker og sturta. Steinflísar á gólfi og falleg sjónsteypuáferð á veggjum. Gólfhiti.
Gestasalerni: Gestasalerni með svartri innréttingu og innbyggðum salerniskassa, handklæðaofn, steinflísar á gólfi og flísar á veggjum að hluta.
Þvottahús: Rúmgott með koxgráum innréttingum, vaskur og vinnuborði, handklæðaofn. Pláss er í innréttingu fyrir þvottavél og þurrkara. Steinflísar á gólfi.
Bílskúr / geymsla: Byggður 1976, stærð 59 fm., innangengt er úr húsi, bílskúrshurðaopnari, gryfja og stigi niður í ca. 60 fm geymslurými undir húsinu, málað gólf.
Lóð: Skjólgóð og fallega 758,5 fm. lóð. Framan við húsið er lóðin hellulögð að mestu leit, hellur með fram húsinu og gras, á baklóð er stór suðaustur sólpallur með heitum potti.
Innréttingar: Allar innréttingar eru sérsmíðaðar frá Fagus að undanskildum fataskápum sem eru frá Ikea.
Að sögn seljenda hefur húsið fengið mikið viðhald í gegnum tíðina að innan sem utan m.a.:
Að utan: * Hús klætt að utan 2019.
* Skipt um þakjárn og rennur 2018.
* Skipt um hita- og neysluvatnslagnir 2018.
* Frárennslislagnir (klóak) myndað 2014.
* Gert við múr á ytra byrði hússins 2008.
* Skipt um alla glugga nema stofuglugga 2007. Plastgluggar í viðbyggingu og hurðar.
Að innan: * Eldhús endurnýjað. Nýr ofn og ísskápur 2022.
* Baðherbergi endurnýjað 2014 og gestasalerni endurnýjað 2021.
* Þvottahús endurnýjað 2021.
* Innihurðar í svefnherbergi og bílskúr endurnýjaðar 2022 og rennihurðar í hjónaherbergi og baðherbergi 2019.
* Nýir skápar í svefnherbergjum 2019.
* Nýjar plast útihurðar og plast gluggar í eldhúsi, gangi og herbergjum 2007.
Hér er um að ræða einstaklega fallegt og smekklega innréttað einbýlishús sem búið er að endurnýja mjög mikið. Húsið er vel staðsett í Þorlákshöfn og stutt er í leikskóla, grunnskóla, sundlaug og íþróttahús. Eign sem vert er að skoða.
Nánari upplýsingar og bókun á skoðun veitir Hólmar Björn Sigþórsson, löggiltur fasteignasali og félagsmaður í Félagi fasteignasala í síma 893 3276 eða holmar@helgafellfasteignasala.is.
Þorlákshöfn:Þorlákshöfn er frábær staður til að búa sér notalegt heimili og ala upp börn. Vinalegur og barnvænn bær í nálægð við aðra þéttbýliskjarna. Í dag er öll þjónusta við barnafólk og fjölskyldur í Þorlákshöfn til fyrirmyndar. Stuttar vegalengdir einfalda allar samgöngur og börnin geta gengið örugg í skóla og tómstundastarf. Skólarnir eru eitt af trompum bæjarins þar sem stutt er vel við bakið á þeim sem þess þurfa. Rúmgóður og vel búinn grunnskóli með persónulegum samskiptum á milli heimilis og skóla. Leikskólinn Bergheimar er fimm deilda leikskóli fyrir tveggja til sex ára börn. Öll íþróttaaðstaða í Þorlákshöfn er mjög góð og ákaflega vel nýtt af bæjarbúum. Margir nýir íbúar hafa nefnt að í stað þess að festa kaup á íbúð á höfuðborgarsvæðinu hafi verið hægt að fá íbúðarhús í Þorlákshöfn og búa fjölskyldunni stærra og rúmbetra heimili í barnvænu umhverfi.