EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA. MIKILL ÁHUGI VAR Á EIGNINNI OG MARGIR AÐ LEITA AÐ SAMBÆRILEGUM ENDURNÝJUÐUM EIGNUM Í HVERFINU MEÐ 2-3 SVEFNHERBERGJUM OG STÓRU BAÐHERBERGI.
Pantaðu verðmat fyrir þína eign.
Falleg, björt og mikið uppgerð íbúð við Ofanleiti. Íbúðin er á 3. hæð með tvennar svalir og þvottahús og geymslu innan íbúðar.
Nánari lýsing:
Íbúðin er með sér stigapall. Komið er inn í opið rými með parketi á gólfi og fatahengi.
Stofa: Björt stofa með parketi á gólfi. Úr stofunni er gengið út á austur svalir þar sem morgunsólin fær að njóta sín.
Eldhús: Hvít innrétting í U og góður borðkrókur.
Þvottahús og geymsla: Innaf eldhúsi er þvottahús og geymsla með góðu hilluplássi.
Baðherberg: Baðherbergið er alveg endurnýjað með fallegum flísum á gólfi og veggjum. Opinn sturtuklefi með gler skilrúmi. Upphengt salerni og innrétting, eftir endilöngu.
Hjónaherbergi: Rúmgott hjónaherbergi með upprunalegum fataskápum. Útgengi á vestur-svalir er úr hjónaherbergi.
Barnaherbergi: Svefnherbergi með parketi á gólfi og lausum skáp.
Á jarðhæð er hjólageymsla.
Skipt var um dyrasíma árið 2024
Húsið var málað að utan árið 2022-2023
Árið 2017 var þakkantur endurnýjaður og skipt um rennur.
Falleg íbúð á eftirsóttum stað þar sem stutt er í alla þjónustu, m.a. heilsugæslu, leikskóla, skóla, framhaldsskóla og verslunarmiðstöðvar, Kringluna og Austurver.
*** Allar nánari upplýsingar veitir Ásdís Rósa Ásgeirsdóttir, lögfræðingur og löggiltur fasteignasali og félagsmaður í félagi fasteignasala netfang: asdisrosa@husaskjol.is eða í síma: 895-7784 ***
Húsaskjól fasteignasala - af því að þín fasteign skiptir máli
Ertu í söluhugleiðingum? Smelltu hér til að fá frítt verðmat
Ertu að leita að sambærilegri íbúð? Smelltu hér til að skrá þig á kaupóskalistann okkar
Fylgdu okkur á Instagram
Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um okkur að segja
Hvað er í gangi á fasteignamarkaðnum? Skráðu þig á Fréttaskot Húsaskjóls
Húsaskjól advices potential buyers who do not speak or read icelandic to have a translator present when they view and sign an offer, sales agreement and other documents relating to the purchase of the property.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Húsaskjól fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - fast gjald. Sjá vefsíðu viðkomandi lánastofnanna
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði
Dagsetning | Fasteignamat | Kaupverð | Stærð | Fermetraverð | Nothæfur samningur |
---|---|---|---|---|---|
09/03/2021 | 43.250.000 kr. | 49.500.000 kr. | 80.3 m2 | 616.438 kr. | Já |
Götuheiti | Pnr. | Póstnr. | m2 | Verð |
---|---|---|---|---|
103 | 69 | 72,9 | ||
104 | 80.2 | 77,9 | ||
102 | 69.5 | 74,9 | ||
105 | 94.2 | 72,9 | ||
112 | 95.8 | 76,5 |