Sveinn Gíslason og RE/MAX kynna 4-5 herbergja efri sérhæð með útleigueiningu í bílskúr að Digranesheiði 31 200 Kópavogi. Fallegt útsýni er til suðurs, björt og skemmtileg eign á þessum vinsæla stað í Kópavoginum. Stutt er í alla helstu þjónustu eins og leikskóla og grunnskóla ásamt íþróttasvæði HK í Digranesi.
Allar upplýsingar veitir Sveinn Gíslason lögmaður/löggiltur fasteignasali sveinn@remax.is sími 859-5559.Eignin er laus við kaupsamning.
Eignin skiptist í íbúð skráða 86 fm, viðbyggingu ofan á bílskúr 69,2 fm og bílskúr skráðan 65,8 fm. Einnig fylgir eigninni óskráður geymsluskúr tæplega 10 fm á baklóð. Gengið er inn í
forstofu með flísum á gólfi í eldri hluta hússins. Stórir forstofuskápar og hleri í lofti þar sem hægt er að fara upp í þakrými eignarinnar. Frá forstofu er gengið inn til hægri inn í millirými sem er á milli eldri hluta og viðbyggingar. Þaðan er gengið áfram inn í eldhús og síðan til vinstri inn í herbergi/stofu allt eftir hvernig eignin er nýtt. Gólfefni í eldri hlutanum eru nýlegt harðparket á gangi og herbergjum en eldra parket á eldhúsi og flísar á baðherbergi.
Eldhúsið er með hvítri innréttingu og viðarbekkjum. Tengi er fyrir uppþvottavél og borðkrókur. Gengið er niður á neðri hæð eignarinnar þar sem er sameiginlegt þvottahús og geymsla. Útgengt er jafnframt úr eldhúsi og í
bakgarð þar sem er hellulögð mjög skjólgóð verönd.
Herbergin/stofur eru með nýlegu harðparketi á gólfi. Hægt er að breyta rýmum í tvö herbergi eða borðstofu og herbergi, allt eftir hvað hentar hverjum og einum.
Baðherbergið er með ljósum flísum á veggjum og brúnum flísum á gólfi, sturtuklefa og nettri hvítri innréttingu. Gengið er upp hálfa hæð í viðbyggingu ofan á bílskúr en í rýminu á undan væri upplagt að koma upp t.d. skrifstofu eða öðru álíka. Í viðbyggingunni er stórt opið rými sem hugsað er sem
borðstofa og stofa. Magnað útsýni er til suðurs úr rýminu. Harðparket á gólfi og viðarpanill á veggjum. Inn af opna rýminu er svo gengið inn í rúmgott
hjónaherbergi með sér baðherbergi inn af.
Baðherbergið er með ljósum flísum á gólfi og veggjum, góðu skápaplássi, "walk in" sturtu og handklæðaofni, upphengdu salerni og snyrtilegri svartri innréttingu með innbyggðum vaski.
Bílskúrinn er í dag innréttaður sem útleiguíbúð og hefur verið nýtt sem slík. Íbúðin skiptist í alrými með borðstofu og eldhúsi, tvö svefnherbergi, baðherbergi og þvottahúsi. Eignin er öll hin snyrtilegasta og býður upp á frábæra möguleika til tekna.
Þetta er eign á vinsælum stað á stórri lóð sem býður upp á mikla möguleika. T.d. væri hægt að breyta skipulagi eldri hlutans á hvaða hátt sem er þar sem hæðin er úr timbri.
Allar upplýsingar veitir Sveinn Gíslason lögmaður/löggiltur fasteignasali sveinn@remax.is sími 859-5559.Kostnaður kaupanda:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - skv. gjaldskrá lánastofnunar
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.