HEIMA fasteignasala kynnir einbýlishús í 108, Reykjavíkurborg
Fallegt og vel skipulagt einbýlishús á eftirsóttum stað í nýrri hluta Fossvogsins í Reykjavík. Húsið, sem er samtals 359 fermetrar, samanstendur af hæð, risi, kjallara/auka íbúð
og viðbyggðum bílskúr. Einnig fylgja 3 bílastæði
og 1 í sameign í götunni.
Í kjallaranum er þriggja herbergja aukaíbúðaraðstaða (ca 115fm)
með sérinngangi, sem auðvelt væri að sameina við aðalíbúðina. Húsið er staðsett við göngu- og hjólastíg sem liggur að Nauthólsvík og áfram, sem og í átt að Fossvogi og Elliðárdalnum.
Stutt er í alla helstu verslun, þjónustu og skóla, enda staðsetningin vestast í Fossvogi mjög miðsvæðis á Höfuðborgarsvæðinu. Húsið var byggt árið 1982 og garðurinn var hannaður af Stanislas Bohic.
Nánari upplýsingar veitir Aron Már Smárason Löggiltur fasteignasali, í síma 8887282, tölvupóstur aron@heimaf.is.
Nánari lýsing eignar:
I hæð
Forstofa: Flísalögð , með pláss fyrir fatahengi.
Gangur/Hol: Flísalögð með miklum skápum.
Herbergi: Inn af holi er rúmgott herbergi, gott fataskápapláss. Nýtt sem ræktarherbergi í dag.
Herbergi II: Inn af holi er herbergi. Nýtt sem skrifstofa í dag.
Rúmgott eldhús
með borðkrók, ágæt beiki innrétting. Þaðan er gengið inn í þvottahús.
Stofa:
rúmgóð með sjónvarpsholi, borðstofu og stór arinn. Gengið er úr stofu út á rúmgóða verönd og í skjólgóðan garð.
Baðherbergi flísalagt með vegghengdu salerni og handklæðaofni.
Þvottaherbergi
innaf eldhúsi með sturtuklefa, útgengt þaðan útí garðinn á verönd með heitum pott.
Gengið úr þvottaherbergi í
bílskúrinn
sem er 32fm og með millilofti að hluta og sjálfvirkum opnara. 3ja fasa rafmagn.
Timburstigi
er í holi uppí rishæðina
II hæð:
Rúmgott hol með parketi
Baðherbergi
rúmgott sem er í endurnýjun en
selst í núverandi ástandi, komin ný loftklæðning þar og klósettkassi í vegg.
Hjónaherbergi
með
fataherbergi
innaf og einnig litlu
barna / skrifstofuherbergi. Báðir veggir eru léttveggir og hægt að breyta til.
Herbergi I er rúmgott
og er útgengt á vestur svalir sem í skjóli undir þaki með góðu útsýni.
Herbergi II
er rúmgott og er nýtt sem sjónvarpsherbergi í dag.
Háaloft
er yfir rishæðinni (geymsluloft) með niðurdraganlegum stiga. Mikið geymslupláss.
Stigi úr holinu á 1.hæð niður í kjallaran þar sem er stór bókahilla og geymslupláss. Hægt auðveldlega að opna þar yfir í íbúðina sem er í kjallaranum.
Kjallari / Aukaíbúð:
Sérinngangur að vestanverðu og sérbílastæði þar.
Forstofa með stórum fataskáp
Sofa er rúmgóð og tengir öll herbergi saman.
Herbergi I er rúmgott
Herbergi II er rúmgott
Baðherbergi nýuppgert með flísum á veggjum og gólfi, walk-in sturta með gleri. Mora blöndunartæki, IKEA innréttingar, sérlögn í þvottavél og geymslu
Eldhús
er með innréttingu, helluborði, bakaraofni og ískápaplássi.
Geymsla er rúmgóð innaf eldhúsi með góðu hilluplássi.
Verönd og Garður:
Falleg ræktuð lóð með stórum afgirtum sólpöllum til suðurs og fallegur fjölbreyttur gróður.
GÓLFEFNI:
Flísar eru á forstofu, holi á 1.hæð, þvottaherbergi, baðherbergjum og kjallaranum öllum.
Nýlegt parket er á öðrum gólfum.
Upplýsingar frá seljanda:
Hellulagt bílaplan og stétt við aðalhúsið með hitalögn, ásamt hellulögðu bílaplani við aukaíbúðina.
Garðurinn var hannaður af Stanislas Bohic og endurgerður um 2005, þar á meðal var sett drenlögn meðfram húsinu.
Aðalíbúðin hefur nýlega verið máluð að innan.
Nýtt gler og gluggar eru í austurhlið hússins, auk nýlegs glers í um 34 öðrum rúðum að sunnan verðu. Að örðu leyti
eru gluggar í góðu ástandi svo vitað sé.
Gervihnattadiskur sem er fastur við húsið fylgir með.
Skipt var um þakrennur og niðurföll á húsinu vorið 2021.
Hleðslustöð sett upp 2022
Heitapottur
settur upp 2021
Tengigrind hitaveitu endurnýjuð að miklum hluta 2023
Fasteignamat 2025: 201.000.000 kr.
Fyrirvarar:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill seljandi því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteignarinnar fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Dagsetning | Fasteignamat | Kaupverð | Stærð | Fermetraverð | Nothæfur samningur |
---|---|---|---|---|---|
09/11/2022 | 134.250.000 kr. | 67.500.000 kr. | 359 m2 | 188.022 kr. | Nei |
10/08/2021 | 114.350.000 kr. | 140.000.000 kr. | 359 m2 | 389.972 kr. | Já |
Götuheiti | Pnr. | Póstnr. | m2 | Verð |
---|---|---|---|---|
108 | 331 | 240 | ||
103 | 317.8 | 214,9 | ||
170 | 356.8 | 235,6 | ||
109 | 334.5 | 210 | ||
103 | 317.8 | 214,9 |