Fasteignaleitin
Opið hús:04. nóv. kl 17:00-17:30
Skráð 29. okt. 2025
Deila eign
Deila

Laugarnesvegur 78

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Austurbær-105
92.7 m2
6 Herb.
4 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
89.900.000 kr.
Fermetraverð
969.795 kr./m2
Fasteignamat
66.050.000 kr.
Brunabótamat
43.100.000 kr.
HH
Heimir Hallgrímsson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1959
Þvottahús
Garður
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2016547
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
3
Hæðir í húsi
3
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
2
Vatnslagnir
Endurnýjað að hluta
Raflagnir
Endurnýjað að hluta
Frárennslislagnir
Ekki vitað
Gluggar / Gler
Endurnýjað
Þak
Endurnýjað 2009
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sameiginlegur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Nýtt á skrá! Laugarnesvegur 78 Reykjavík

Falleg fjölskylduíbúð á efstu hæð með 4-5 svefnherbergjum og herbergi í kjallara með salerni og vaski.


Lind fasteignasala / Heimir Hallgrímsson lögg. fasteignasali kynna til sölu fallega og sjarmerandi 6 herbergja íbúð með svölum á 3. hæð (efstu) í afar fallegu og mikið endurnýjuðu húsi við Laugarnesveg 78 í Reykjavík. Íbúðin er skráð 92,7 fermetrar að stærð en er mun stærri að grunnfleti þar sem rishæð íbúðar er ekki með fullri lofthæð og kemur því ekki inn í birta fermetra. Í rishæð er m.a. þrjú svefnherbergi og geymsla. Íbúðin er með fjórum svefnherbergjum í dag og er möguleiki að bæta við fimmta svefnherberginu á kostnað rýmis sem er í dag nýtt sem borðstofa. Í kjallara er stórt 14,9 fermetra herbergi með glugga, salerni og vask.

Húsið hefur gengið í gegnum miklar viðhaldsframkvæmdir nýlega þar sem farið var í múrviðgerðir, skipt um alla þá glugga sem voru komnir á tíma, húsið endursteinað og skipt um ofnalagnir og ofna. Þá er búið að skipta um rafmagnstöflur innan íbúðar og í sameign. Malbikuð bílastæði eru fyrir framan hús og búið er að setja upp rafhleðslustaura við nokkur stæði.

Íbúðin skiptist í:

Neðri hæð: Forstofa, hol, rúmgóð stofa, svalir, eldhús, borðstofa (hægt að breyta í svefnherbergi), hjónaherbergi og baðherbergi. 
Efri hæð: Gangur, þrjú svefnherbergi og geymsla.
Kjallari: Rúmgott herbergi með salerni og vaski.

Stutt er í alla þjónustu (m.a. Laugalæk, Borgartún og Holtagarða) og afþreyingu. Laugardalurinn með allri sinni útivist, Laugardalslauginni, íþróttasvæðum og fallegum gönguleiðum í næsta nágrenni. Leikskóli og grunnskólar í göngufjarlægð.

Nánari lýsing:
Forstofa: Harðparket á gólfi og skápar.
Hol: Með harðparketi á gólfi.
Eldhús: Með harðparketi á gólfi og eldhúsinnrétitngu með góðu skápaplássi. Bakaraofn, keramik helluborð, vifta og tengi fyrir uppþvottavél. Borðkrókur, gluggar til austurs, flísar á milli skápa og útgengi á svalir.
Svalir: Snúa til austurs inn í bakgarð hússins. Svalahurð er bæði frá eldhúsi og stofu.
Stofa: Er rúmgóð með harðparketi á gólfi og gluggum til austurs og suðurs.
Borðstofa: Með harðparketi á gólfi, glugga til vesturs og fallegum sérsmíðuðum upprunalegum innréttingum. Möguleiki væri að breyta þessu rými í fimmta svefnherbergið.
Hjónaherbergi: Með harðparketi á gólfi, skápum og glugga til vesturs.
Baðherbergi: Með flísum á gólfi og veggjum. Baðkar með sturtutækjum, upphengt salerni og vaskur. Handklæðaofn og opnanlegur gluggi til austurs.
Gengið er upp viðarstiga í rishæð. Ekki er full lofthæð yfir rishæð og því teljast fermetrar rishæðar ekki inn í fermetratölu íbúðar.
Gangur: Með dúk á gólfi og skápum.
Svefnherbergi II: Með dúk á gólfi og glugga til suðurs með útsýni út á sundin.
Svefnherbergi III: Með dúk á gólfi og nýlegum Velux þakglugga.
Svefnherbergi IV: Með dúk á gólfi og nýlegum Velux þakglugga.
Geymsla: Er staðsett í norðurenda í risi.

Herbergi í kjallara: Með harðparketi á gólfi, opnanlegum glugga til austurs, salerni og vaski.

Sameign: Með teppi á stigagangi.
Þvottaherbergi: Er sameiginlegt í kjallara. Málað gólf og sér tenglar fyrir hverja íbúð. Vaskur og gluggi til vesturs.
Þurrkherbergi: Er sameinlegt í kjallara. Málað gólf, gluggar til austurs og suðurs, vinnuborð og þvottasnúrur.
Hjóla- og vagnageymsla: Er sameiginleg í kjallara hússins.

Allar nánari upplýsingar veitir:
Heimir Hallgrímsson lögg. fasteignasali í síma 849-0672 eða á netfanginu heimir@fastlind.is
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
10/10/201117.200.000 kr.24.700.000 kr.92.7 m2266.450 kr.
25/03/200818.730.000 kr.25.500.000 kr.92.7 m2275.080 kr.Nei
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Borgartún 24 - íbúð 207
Bílastæði
Borgartún 24 - íbúð 207
105 Reykjavík
80.2 m2
Fjölbýlishús
312
1071 þ.kr./m2
85.900.000 kr.
Skoða eignina Borgartún 24A (207)
Opið hús:04. nóv. kl 12:15-12:45
Diddi_vefur (7).png
Borgartún 24A (207)
105 Reykjavík
80.2 m2
Fjölbýlishús
312
1071 þ.kr./m2
85.900.000 kr.
Skoða eignina Laugavegur 168 íb510 Heklureitur
Bílastæði
Opið hús:02. nóv. kl 13:00-14:00
Laugavegur 168 íb510 Heklureitur
105 Reykjavík
77.6 m2
Fjölbýlishús
312
1197 þ.kr./m2
92.900.000 kr.
Skoða eignina Bolholt 9
Bílastæði
Skoða eignina Bolholt 9
Bolholt 9
105 Reykjavík
91.6 m2
Fjölbýlishús
312
1026 þ.kr./m2
94.000.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin