Domusnova fasteignasala og Sverrir Sigurjónsso, lögmaður og löggiltur fasteignasali kynna:
Í einkasölu:Vel skipulagt parhús í nýju hverfi á Selfossi. Húsið er timburhús klætt að utan með lituðu járni, litað járn er á þaki. Heildarstærð hússins er 175,7m2 og er sambyggður bílskúr 36,1m2 þar af. Samkvæmt teikningu skiptist húsið í forstofu, hol, þvottahús, baðherbergi, 4 svefnherbergi, stofu og eldhús auk bílskúrs.
Staðsetning er mjög góð en eignin stendur við Stekkjaskóla.
Að innan telur eignin:
Forstofu með flísum á gólfi og fataskáp.
Hol/miðrými með harðparketi á gólfi
Baðherbergi, með flísum á gólfi og veggjum, upphengdu WC, "walk in" sturtu, innréttingu með handlaug, handklæðaofni og hurð út í bakgarð, þar sem gert er ráð fyrir heitum potti.
Svefnherbergi eru 3, öll með harðparekti á gólfum, skv. teikningu eiga þau að vera fjögur, en í dag er sjónvarsprými þar sem fjórða herbergið á að vera, en auðvelt er að setja upp einn vegg til aðfá fjórða herbegið.
Stofa og eldhús erí sameiginlegu rými, haðrparket er á gólfi, hurð er úr tofu í bakgarð og renihurð úr borðstofu út í garð.
Eldhús er með fallegri hvítri innréttingu og viðar borðplötu.
Þvottahús er með flísum á gólfi og lítilli innréttingu, úr þvottahúsi er gengið í bílskúr.
Bílskúr nær alveg í gegnum húsið og skilja bílskúrarnir því íbúðirnar alveg að. Inngönguhurð er í innkeyrsluhurð að framan og að aftan er hurð út í bakgarð. Geymsla er innst í bílskúrnum og væri auðvelt að útbúa þar auka herbergi.
Verönd með háum skjólveggjum er í suðurgarði, mulningur er í innkeyrslu.
Heilt yfir er um virkilega vel skipulagða og vel staðsetta eign að ræða, sem hentar einstakleg vel fyrir fjölskyldufólk.
Nánari upplýsingar veitir:Sverrir Sigurjónsson, lögmaður og löggiltur fasteignasali / s.662 4422 / sverrir@domusnova.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:- Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
- Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
- Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
- Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
- Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.