Fasteignaleitin
Skráð 22. ágúst 2025
Deila eign
Deila

Þórunnarstræti 129

HæðNorðurland/Akureyri-600
198.4 m2
5 Herb.
4 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
89.900.000 kr.
Fermetraverð
453.125 kr./m2
Fasteignamat
66.900.000 kr.
Brunabótamat
83.400.000 kr.
SS
Sigurður Sveinn Sigurðsson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1965
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Útsýni
Gæludýr leyfð
Sérinng.
Fasteignanúmer
2151986
Húsgerð
Hæð
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
2
Hæðir í húsi
3
Hæðir í íbúð
3
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
óþekkt
Raflagnir
óþekkt, rafmagnstafla endurnýjuð.
Frárennslislagnir
óþekkt
Gluggar / Gler
Gluggar gamlir, gler endurnýjað
Þak
Yfirfarið 2020 og járn endurnýjað.
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Tvennar, til vesturs og norðurs
Lóð
45,92
Upphitun
Hitaveita, gólfhiti
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fasteignasalan Hvammur 466 1600

Mikið uppgerð, rúmgóð og björt 5 - 6 herbergja hæð á 2. hæð (efstu) í þríbýli með bílskúr við Þórunnarstræti 129 á Akureyri - samtals 198,4 m² stærð.


Eignin skiptist með eftirfarandi hætti.  Íbúðin sjálf skiptist í forstofu, stigauppgöngu, stofu, hol, eldhús, baðherbergi, fjögur svefnherbergi, þvottahús og geymslu sem nýtist sem herbergi/skrifstofa.  Á jarðhæðinni er bílskúr, sér geymsla auk sameignarrýmis.  
Íbúðin hefur verið mikið tekin í gegn á undanförnum árum s.s. allar innréttingar og gólfefni.

Forstofan er með flísum á gólfi og þaðan er farið upp rúmgóða stigauppgöngu með tveimur stórum glugga til austurs.  Stiginn upp er járnstigi með timburþrepum.
Stofa og hol eru í mjög rúmgóðu rými og þar er harðparket á gólfi.  Stórir gluggar eru til suðurs og útgangur á rúmgóðar svalir til vesturs.
Eldhús er með nýlegri ljósri innréttingu og harðparketi á gólfi.
Svefnherbergin á hæðinni eru fjögur á þeim öllum er harðparket og ljósir fataskápar.
Baðherbergið er nýlaga uppgert, flísalagt í hólf og gólf, ný ljós innrétting og sturta með gleri.  Opnanlegur gluggi er á baðherberginu.
Þvottahús er flísalagt og þar er nýleg ljós innrétting með efri og neðri skápum, vaska og útgangi á rúmgóðar svalir til norðurs.
Geymsla er innaf þvottahúsi og þar er parket á gólfi og gluggi til austurs og skápur.  Rýmið nýtist sem skrifstofa í dag og auðvelt að nota sem fimmta svefnherbergið.

Bílskúrinn er flísalagður og þar er heitt og kalt vatn, ljós innrétting og slöngukefli sem fylgir með við sölu.  Innan við bílskúr er sameign og þar er farið inn í sérgeymslu, sameiginlega forstofu og salerni í sameign.
Lóðin er stór og gróin.  Bílastæði er framan við bílskúr og þar fylgja tvö stæði íbúðinni.

Annað
- Árið 2022 var settur gólfhiti í alla íbúðina og eldhús sem og þvottahús endurnýjað.  Auk þess var skipt um innihurðar og skápa.
- Árið 2025 var baðherbergið endurnýjað og nýtt parket lagt á alla íbúðina.
- Vel staðsett eign - göngufæri við miðbæinn, Glerártorg og sundlaugina.
- Gott útsýni er úr íbúðinni.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
 
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
30/03/202243.650.000 kr.80.900.000 kr.198.4 m2407.762 kr.
25/08/202046.450.000 kr.40.000.000 kr.198.4 m2201.612 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Byggt 1965
Fasteignanúmer
2151986
Byggingarefni
Steypt
Fasteignamat samtals
0 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Lækjargata 14
Skoða eignina Lækjargata 14
Lækjargata 14
600 Akureyri
186.4 m2
Einbýlishús
423
467 þ.kr./m2
87.000.000 kr.
Skoða eignina Þórunnarstræti 125
Bílskúr
Þórunnarstræti 125
600 Akureyri
177.1 m2
Fjölbýlishús
413
530 þ.kr./m2
93.800.000 kr.
Skoða eignina Hjallalundur 10
Skoða eignina Hjallalundur 10
Hjallalundur 10
600 Akureyri
170 m2
Raðhús
1313
529 þ.kr./m2
89.900.000 kr.
Skoða eignina Lækjargata 14
Skoða eignina Lækjargata 14
Lækjargata 14
600 Akureyri
186.4 m2
Einbýlishús
423
467 þ.kr./m2
87.000.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin