Fasteignaleitin
Skráð 9. maí 2024
Deila eign
Deila

Safamýri 81

HæðHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Háaleitis- og Bústaðahverfi-108
128.7 m2
5 Herb.
3 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
94.900.000 kr.
Fermetraverð
737.374 kr./m2
Fasteignamat
89.000.000 kr.
Brunabótamat
75.300.000 kr.
Mynd af Ingunn Björg Sigurjónsdóttir
Ingunn Björg Sigurjónsdóttir
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1966
Þvottahús
Garður
Sérinng.
Fasteignanúmer
2014582
Húsgerð
Hæð
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
1
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Endurnýjaðar að sögn seljenda
Raflagnir
Endurnýjaðar að sögn seljenda
Frárennslislagnir
Endurnýjaðar út í brunn að sögn seljenda
Gluggar / Gler
Allir gluggar endurnýjaðir nema í stofu og borðsstofu þar er nýlegt gler
Þak
Endurnýjaður dúkur og rennur skv uppl frá fyrri eigendum
Lóð
50
Upphitun
Gólfhiti
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gallar
Hurðakarmar í íbúðinni ná ekki niður í gólf þar sem að gólfið er flotað. Ekkert gerefti er við hurð að innanverðu í þvottahúsi. Í eignaskiptasamning sem er frá árinu 1962 kemur fram að bílskúrsréttur tilheyri eigninni. Skv. deiliskipulagi hverfisins er ekki hægt að sjá að rými sé til þess að byggja hann. 
Kvöð / kvaðir
Væntanlegum kaupendum er bent á eftirfarandi: Eigendur efri og neðri hæða hafa gert með sér munnlegt samkomulag varðandi gluggaskipti í stofu og borðstofu, þegar kemur að því að  þörf sé á að skipta um glugga. Eigendur efri hæðar sáu um allan kostnað þegar skipt var um glugga í eign þeirra og er því væntanlegum kaupendum bent á að samkomulag er á milli núverandi eigenda Safamýri 81 um að kostnaður vegna gluggaskipta á neðri hæð mun eingöngu verða greiddur af eigendum neðri hæðar.  Einnig hafa aðilar gert munnlegt samkomulag um að halda í upphaflegt útlit glugganna þegar kemur að endurbótum. 
Domusnova og Ingunn Björg lgf. kynna í sölu einstaklega fallega og sjarmerandi mikið endurnýjaða neðri sérhæð í fallegu tvíbýlishúsi innst í botnlanga á þessum eftirsótta stað við Safamýri í Reykjavík. Um er að ræða íbúð sem skráð er 128,7 m2 að stærð skv. fasteignaskrá HMS þar af er 7,4 m2 geymsla.
Íbúðin skiptist á eftirfarandi hátt : Forstofa með gestasnyrtingu inn af, borðstofa með útgengi út á verönd, stofa, eldhús. Svefnherbergisálma með hjónaherbergi, þaðan er útgengt út á verönd, fataherberbergi er inn af hjónaherbergi. Tvö barnaherbergi, baðherbergi og þvottahús. 

Nánari upplýsingar veitir:

Ingunn Björg Sigurjónsdóttir löggiltur fasteignasali / s.856 3566 / ingunn@domusnova.is

Framkvæmdir utanhúss af fyrri eigendum: 
 • Múrviðgerðir og hús málað árið 2019.
 • Skipt um dúk á þaki og rennur ca. árin 2016 - 2017.

Að sögn seljenda hafa eftirfarandi framkvæmdir farið fram á undanförnum árum: 
 • Skipt um allar innréttingar, öll tæki í eldhúsi ásamt öllum blöndunartækjum í íbúðinni. 
 • Neysluvatnslagnir endurnýjaðar, settur upp forhitari á neysluvatn. Klóaklagnir endurnýjaðar út í brunn.
 • Skipt um alla rofa og tengla ásamt rafmagnstöflu, nýtt rafmagn dregið í. 
 • Gólfhitakerfi sett í alla íbúðina. 
 • Skipt um alla glugga utan stofu og borðsstofu, þar er nýlegt gler sem fyrri eigendur endurnýjuðu.
 • Öll gólf flotuð með Micro sementi. 
 • Garður tekinn í gegn að mestu framan við hús 2022. Ný hellulögn og lagt nýtt gras. Bílastæði hellulagt og lagt 3 fasa rafmagnslögn sem eftir er að draga í. 

Nánari lýsing eignar:
Forstofa: 
Rúmgóð forstofa. 
Gestasnyrting: Inn af forstofu. Bleikur fallegur vaskur setur svip sinn á rýmið, stór spegill er yfir allan vegginn. Upphengt salerni. Veggir flísalagðir. Gluggi með opnanlegu fagi. 
Eldhús: Nýleg falleg innrétting frá HTH með Quarts borðplötu. Stór eldhúsvaskur með Grohe blöndunartækjum. Innbyggður AEG ísskápur. Innbyggð uppþvottavél. Breið gaseldavél (gaskútur geymdur utan við hús). Tveir AEG bakaraofnar - annar ofninn er comby ofn með örbylgju. Vínkælir. Búrskápur. Tækjaskápur. 
Borðstofa / stofa: Rúmgóð og björt borðstofa með útgengi út á verönd og í garð. Gengið er niður eitt þrep í stofu. Glæsileg og björt. Mikil lofthæð, stórir gluggar yfir heilan vegg. 
Hjónaherbergi: Rúmgott og bjart með útgengi út á verönd. Innstunga á vegg fyrir sjónvarp. 
Fataherbergi:  Inn af hjónaherbergi er rúmgott fataherbergi. Falleg nýleg innrétting. 
Barnaherbergi 1: Rúmgott og bjart með gólfsíðum glugga. Góður fataskápur. 
Barnaherbergi 2: Bjart og fallegt. Snýr út að garði. 
Baðherbergi: Rúmgóð og falleg innrétting með innfelldum vaski og Quarts borðplötu. Efri speglaskápar með innfelldri lýsingu. Niðurgrafið baðkar með einstaklega hárri sturtu. Innbyggð Grohe blöndunartæki. Upphengt salerni. Hvítar flísar á einum vegg. 
Aðrir veggir eru með er sama efni og á gólfi: Micro sement. 
Þvottahús: Mjög rúmgóð innrétting með stórum vaski og Grohe blöndunartæki. Mjög rúmgóður línskápur. Rými fyrir þvottavél og þurrkara ásamt rými fyrir frystiskáp. 
Geymsla: Köld geymsla. 
Garður: Stór garður er bakatil við húsið sem hlaut á sínum tíma verðlaun frá Reykjavíkurborg. Lóðin er 998 fm á einum besta stað við Safamýri, stórt frístundarsvæði er bak við húsið.

ATH ! Íbúðin er breytt frá upprunalegum teikningum. Þvottahús er í rými sem á teikningu er barnaherbergi og barnaherbergi þar sem þvottahús er á teikningu. Ekki liggur fyrir samþykki né teikningar af breytingum. 

Nánari upplýsingar veita:
Ingunn Björg Sigurjónsdóttir löggiltur fasteignasali / s.856 3566 / ingunn@domusnova.is
Skrifstofa / s.527-1717 / eignir@domusnova.is

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Um ástand einstakra eignarhluta:
Efst í söluyfirlitli þessu er að finna dálka um ástand einstakra hluta eignarinnar. Eftirfarandi lykil er til skýringar á þeirri skráningu:

  Nýtt - Eignin er nýbygging.
  Upprunalegt - Seljandi veit ekki til þess að byggingarhluti hafi verið endurnýjaður.
  Endurnýjað - Byggingarhlutinn hefur verið endurnýjaður í heild sinni á einhverjum tímapunkti.
  Endurnýjað að hluta - Hluti byggingarhlutans hefur verið endurnýjaður á einhverjum tímapunkti.
  Ekki vitað - Seljandi þekkir ekki til ástands og ekki er hægt að leggja mat á það með sjónskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
 1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
 2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
 3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
 4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
 5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
17/01/201954.900.000 kr.55.000.000 kr.128.7 m2427.350 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024
Byggt 1966
7.4 m2
Fasteignanúmer
2014582
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
02
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
4.400.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Grensásvegur 1B íb507
Grensásvegur 1B íb507
108 Reykjavík
93.6 m2
Fjölbýlishús
312
998 þ.kr./m2
93.400.000 kr.
Skoða eignina Grensásvegur 1B íb504
Grensásvegur 1B íb504
108 Reykjavík
94.2 m2
Fjölbýlishús
312
997 þ.kr./m2
93.900.000 kr.
Skoða eignina Grensásvegur 1B - 0504
Grensásvegur 1B - 0504
108 Reykjavík
94.2 m2
Fjölbýlishús
312
997 þ.kr./m2
93.900.000 kr.
Skoða eignina Grensásvegur 1B - 0507
Grensásvegur 1B - 0507
108 Reykjavík
93.6 m2
Fjölbýlishús
312
998 þ.kr./m2
93.400.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache