Engjaland 4 íb 402, Selfossi.Lögmenn Suðurlandi fasteignasala kynna 14 nýjar og glæsilegar íbúðir fyrir 55 ára og eldri.
Almennt um húsið: Húsið er staðsteypt fjölbýlishús á fjórum hæðum með 14 íbúðum. Um er að ræða fjölbýlishús fyrir 55 ára og eldri. Á bílaplani fyrir utan bygginguna eru 19 bílastæði þar af tvö sérmerkt fyrir hreyfihamlaða.
Enda íbúðir og íbúðir á efstu hæð fylgir sérmerkt stæði í bílakjallara byggingarinnar en öðrum íbúðum fylgir upphitað sérmerkt bílastæði fyrir utan bygginguna. Allar íbúðir eru með einkageymslu í kjallara byggingarinnar. Öllum íbúðum er skilað fullbúnum með gólfefnum á öllum rýmum, innréttingum og tækjum. Húsið er byggt með nútímaþarfir að leiðarljósi. Húsið er álklætt með klæðningu frá Áltak. Allir gluggar og svalahurðir í húsinu eru frá Byko. Gluggarnir eru úr ál/tré. Svalir í húsinu eru staðsteyptar. Svalir á 1. - 3. hæð eru með svalalokanir sem ná fullri lengd og svalir á 4. hæð eru með gler að hluta á handriði. Gert er ráð fyrir tengingu fyrir heitum potti í íbúðum á 4. hæð en skilast ekki með uppsettum potti. Svalalokanir á 1.-3 hæð er frá fyrirtækinu Gluggar og Garðhús.
Íbúðin:Stærð: 156,2 fm. þar af geymsla 13,0 fm.
Svefnherbergi: 2
Staðsetning: fjórða hæð / 4 hæð (lyfta í húsinu)
Fylgir: sér stæði í bílageymslu (B07) og sér geymsla (nr. 0004).
Afhending: Fullbúin með gólfefnum.
Efsta hæðin: Flísalagðar svalir. Gert ráð fyrir tengingu fyrir heitum potti.
Nánari lýsing á íbúðum er í skilalýsingu. Smelltu hér til að sjá skilalýsingu
Innra skipulag:Forstofa: Fataskápur en vínylparket er á gólfi.
Hjónaherbergi: Fataskápur en vínylparket er á gólfi.
Baðherbergi: Innaf hjónaherbergi er baðherbergi með útgengi á svalir. Þar er innrétting frá HTH. Borðplata er úr stein frá S. Helgasyni. Blöndunartæki koma frá Byko. Innfelld blöndunar- og sturtutæki hússins er hitastýrt með sturtustöng og handsturtu. Þau eru af gerðinni Grohtherm frá framleiðandanum Grohe. Vaskur er undirlímdur. Veggir eru að mestu leyti flísalagðir. Spegill er uppsettur á baðherbergi.
Herbergi: Vínylparket er á gólfi.
Eldhús: Innrétting frá HTH. Lýsing er undir skápum. Borðplata er úr stein frá S. Helgasyni. Íbúðirnar skilast með vönduðum tækjum af gerðinni AEG frá Ormsson. Íbúðum er skilað með fjölvirkum 71L blástursofni, span helluborði með sniðbrún á köntum, útdraganlegri viftu sem er innfelld í efri skáp eða vírhengdum svörtum eyjuháfi þar sem við á, blöndunartækjum, innbyggðri uppþvottavél og innbyggðum kæliskáp með kæli og frysti.
Stofa: Vínylparket er á gólfi en útgengt er á yfirbyggðar svalir um rennihurð. Arinn er í stofu.
Sjónvarphol: Vinylparket er á gólfi.
Baðherbergi: Innrétting frá HTH. Borðplata er úr stein frá S. Helgasyni. Blöndunartæki koma frá Byko. Innfelld blöndunar- og sturtutæki hússins er hitastýrt með sturtustöng og handsturtu. Þau eru af gerðinni Grohtherm frá framleiðandanum Grohe. Vaskur er undirlímdur. Veggir eru að mestu leyti flísalagðir. Spegill er uppsettur á baðherbergjum.
Þvottahús: Flísalagt og þar er innrétting er fyrir þvottavél og þurrkara.
Annað:Mynddyrasími í öllum íbúðum
Lóð skilast fullfrágengin malbikuð og þökulögð.
Loftræsting er sérstæð í hverri íbúð, með lítilli loftræstisamstæðu með bæði útsog og innsog.