Fasteignaleitin
Skráð 19. maí 2024
Deila eign
Deila

Norðurgata 1

EinbýlishúsNorðurland/Akureyri-600
248.8 m2
6 Herb.
5 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
52.900.000 kr.
Fermetraverð
212.621 kr./m2
Fasteignamat
65.750.000 kr.
Brunabótamat
75.150.000 kr.
BD
Björn Davíðsson
Löggiltur fasteignsali
Byggt 1899
Garður
Tveir Inng.
Fasteignanúmer
2149439
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
3
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Gamlar
Raflagnir
Gamlar
Frárennslislagnir
Gamlar
Gluggar / Gler
Gamlir. Brotið gler í nokkrum gluggum
Þak
Gamalt
Lóðarréttindi
Eignarlóð
Lóð
100
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Tveir inngangar
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gallar
Eignin þarfnast endurbóta bæði að innan sem utan. Ekki er vitað um ástand á heitum potti.
Engar grunnteikningar eru til.
Áhugasömum er bent á að skoða eignina mjög vel.
Norðurgata 1 -  6 herbergja einbýlishús, kjallari, hæð og ris á 328 m² eignarlóð á Eyrinni. 

Eignin er timburhús á steyptum kjallara og með timburgólfi á milli hæða. Byggingarár eignar er skráð árið 1899 og skráð heildar stærð 248,8 m²
Að utan er eignin klædd með bárustáli. 

Eignin skiptist með eftirtöldum hætti, 

Aðalhæð 90,2 m²: Forstofa, eldhús, stofa, hol, baðherbergi með þvottaaðstöðu og eitt svefnherbergi.
Ris 68,4 m²: Hol, geymsla, baðherbergi og fjögur herbergi.
Kjallari 90,2 m²: Geymslur 

Forstofa er með ljósu plast parketi á gólfi og stórum skáp með rennihurðum. 
Eldhús, dökk spónlögð innrétting og flísar á gólfi. Borðkrókur með gluggum til tveggja átta.
Stofa er með ljósu plast parketi á gólfi. Búið er að reisa létta veggi í stofu og skipta henni upp í tvö herbergi. 
Baðherbergin eru tvö. Aðal baðherbergið er á miðhæðinni og þar eru flísar á gólfi og veggjum hvít innrétting, wc, baðkar, innfelld lýsing í lofti og opnanlegur gluggi. Innrétting er fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð. Annað baðherbergi er á efri hæðinni með dúk á gólfi, ljósri innréttingu, wc og sturtuklefa. 
Svefnherbergin eru fimm, fjögur í risinu og eitt á miðhæðinni auk þess hafa verið útbúin tvö þar sem stofan er. 
Teppalagður timburstigi er af miðhæðinni og upp í risið. Komið er inn á hol á efri hæðinni með dökku plast parketi á gólfi.
Geymsla er í risinu en auk þess er mjög gott geymslupláss í kjallaranum.

Með vesturhliðinni er timbur verönd og er gengið út á hana um hurð á vesturhlið hússins. 

Eignin er laus til afhendingar við kaupsamning. 

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
26/04/202242.900.000 kr.38.000.000 kr.248.8 m2152.733 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Ásvegur 7
Bílskúr
Skoða eignina Ásvegur 7
Ásvegur 7
621 Dalvík
262.8 m2
Einbýlishús
615
209 þ.kr./m2
55.000.000 kr.
Skoða eignina Brekkugata 25 - 2 íbúðir
Brekkugata 25 - 2 íbúðir
625 Ólafsfjörður
211.4 m2
Hæð
725
241 þ.kr./m2
51.000.000 kr.
Skoða eignina Ásvegur 7
Bílskúr
Skoða eignina Ásvegur 7
Ásvegur 7
621 Dalvík
262.8 m2
Einbýlishús
515
209 þ.kr./m2
55.000.000 kr.
Skoða eignina Mararbraut 3
Skoða eignina Mararbraut 3
Mararbraut 3
640 Húsavík
188.9 m2
Einbýlishús
514
291 þ.kr./m2
55.000.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin