BYR fasteignasala kynnir í einkasölu LANGAHRAUN 11 ÍBÚÐ 101, 810 Hveragerði. Fimm herbergja íbúð á jarðhæð í Kambalandi, nýlegu hverfi í Hveragerði, útsýni, suðurverönd, sérinngangur. Smellið hér fyrir staðsetningu.Húsið er byggt árið 2021. Eignin skiptist í íbúð 111.3 m² og geymslu 22.6 m², samtals 133.9 m² samkvæmt skráningu HMS.
Skipulag eignar: Anddyri, alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi, fjögur svefnherbergi og baðherbergi, geymsla.
Nánari lýsing: Anddyri með tvöföldum fataskáp.
Alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi. Útgengt er frá stofu á timburverönd, til suðurs, útsýni yfir Ölfusið.
Eldhús með eyju, AEG spanhelluborð og ofn í vinnuhæð, stálvaskur, gert er ráð fyrir uppþvottavél og tvöföldum ísskáp í innréttingu.
Fjögur svefnherbergiHjónaherbergi er inn af stofu/alrými, fjórfaldur fataskápur.
Barnaherbergin eru þrjú, tvöfaldur fataskápur í einu þeirra.
Baðherbergi, upphengt salerni, sturta, vaskinnrétting, speglaskápur og handklæðaofn. Tengi fyrir þvottavél og þurrkara er á baðherbergi, innrétting með hækkun fyrir tvær vélar.
Geymsla er á jarðhæð.
Gólfefni: Harðparket er á öllum rýmum íbúðar nema anddyri og baðherbergi, þar eru flísar. Gólfhiti er í íbúðinni, Danfoss stýringar eru á veggjum.
Langahraun 11 er tveggja hæða fjölbýli,í húsinu eru fimm íbúðir, tvær á neðri hæð og þrjár á efri hæð.
Húsið er byggt úr forsteyptum samlokueiningum, útveggir eru ljósgráir að lit. Burðarvirki þaks eru forsteyptar holplötur með þakdúk, þak er einhalla. Hurðir og gluggar eru timburgluggar frá BYKO, svartir að lit. Handrið og svalahandrið eru stálhandrið, álklædd, svört að lit að utanverðu. Framan við hús er hellulögð gönguleið. Lóð er þökulögð, 11 bílastæði eru í sameign á lóð, þar af eitt sér merkt stæði fyrir hreyfihamlaða. Gert er ráð fyrir möguleika á hleðslustöðvum fyrir rafbíla en hleðslustöðin sjálf er ekki uppsett. Húsfélag er starfrækt í eigninni.
Lóð er sameiginleg 1186.2 m² leigulóð frá Hveragerðisbæ.
Skráning eignar samkvæmt fasteignayfirliti HMS:
Fasteignanúmer 250-9029.Stærð: Íbúð 111.3 m². Geymsla 22.6 m² Samtals 133.9 m².
Brunabótamat: 71.650.000 kr.
Fasteignamat: 72.000.000 kr
Byggingarár: 2021.
Byggingarefni: Steypa.