Fasteignaleitin
Skráð 14. feb. 2025
Deila eign
Deila

Smáratún 1

EinbýlishúsNorðurland/Akureyri-606
311.2 m2
12 Herb.
8 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
104.500.000 kr.
Fermetraverð
335.797 kr./m2
Fasteignamat
76.500.000 kr.
Brunabótamat
125.510.000 kr.
Mynd af Sigurður Hjörtur Þrastarson
Sigurður Hjörtur Þrastarson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1973
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Margir Inng.
Fasteignanúmer
2160506
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Endurnýjað, sjá lýsingu
Raflagnir
Endurnýjað, sjá lýsingu
Frárennslislagnir
Endurnýjað, sjá lýsingu
Gluggar / Gler
Endurnýjað, sjá lýsingu
Þak
Gott
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Vestur svalir, útgengt úr borðstofu
Lóð
100
Upphitun
Hitaveita, gólfhiti og ofnakerfi
Inngangur
Margir inngangar
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Smáratún 1 - Stórt og mikið endurnýjað einbýlishús á tveimur hæðum með bílskúr - Stærð 311,2 m².
Mikið og gott útsýni er frá húsinu og útbúin hefur verið leiguíbúð á neðri hæð.


Eignin skiptist með eftirfarandi hætti:
Efri hæð: Forstofa, eldhús, borðstofa, stofa, fjögur svefnherbergi og baðherbergi.
Neðri hæð: Forstofa, eldhús, stofa, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og geymsla.

Efri hæð:
Forstofa er með opnu fatahengi og flísar á gólfi.
Eldhús er með nýlegri mjög rúmgóðri innréttingu, með uppþvottavél í vinnuhæð, spanhelluborði og stæði fyrir tvo ísskápa. Flísar eru á gólfi.
Borðstofa/stofa er í opnu rými með eldhúsi, þar eru flísar á gólfi og góðir gluggar til tveggja átta. Gengið er út á steyptar svalir er snúa til vesturs. 
Svefnherbergin eru fjögur, góður fataskápur er í hjónaherbergi. Parket er á gólfi þriggja og flísar á einu. 
Baðherbergi er afar snyrtilega uppgert, þar er ljós innrétting, walk in sturta, upphengt klósett, handklæðaofn og opnanlegur gluggi. Flísar eru á gólfi en Fibo plötur á veggjum. Tengi er fyrir þvottavél og þurrkara á baðherbergi. 
Snyrting er við forstofu, þar er innrétting og klósett. Flísar eru á gólfum. 

Neðri hæð:
Íbúð skiptist upp með eftirfarandi hætti:
Forstofa er með opnu fatahengi og harðparketi á gólfi.
Eldhús er með eldri en snyrtilegri innréttingu og flísum á milli skápa. Ágætur borðkrókur er í eldhúsi. Dúkur er á gólfi
Stofa er með harðparketi á gólfi og gluggum til tveggja átta. Útengt er úr stofu á timburverönd sem snýr til suðurs. 
Svefnherbergin eru þrjú, og eru þau öll með harðparketi á gólfi. Fataskápur er í einu herbergjanna.
Baðherbergi er með ljósri innréttingu, walk-in sturtu, upphengdu klósetti, handklæðaofni og glugga. Tengi er fyrir þvottavél og þurrkara. Flísar á gólfi og veggjum.
-
Snyrting, þar er vaskur og klósett, gólf er lakkað. 
Þvottahús er með lökkuðu gólfi. Sér inngangur er í þvottahús. 
Geymsla er í dag nýtt sem nuddherbergi en hún er afar rúmgóð og snyrtileg. 

Bílskúr er með lökkuðu gólfi og rafdrifinni hurð, undir bílskúr er óútgrafið rými sem býður uppá möguleika, sér inngangur er í það rými af jarðhæð. 

Annað:
- Hellulagt vestan og austan við hús, snjóbræðsla.
- Rúmgóður sólpallur sunnan við húsið.
- Gólfhiti undir flísum á efri hæð og á baðherbergi neðri hæðar.
- 2023 Eldhúsinnrétting endurnýjuð.
- 2020 Baðherbergið á efri hæð endurnýjað
- 2018 Baðherbergi á neðri hæð endurnýjað. 
- 2015 Ljósleiðari tekinn inn og kaldavatnstenging endurnýjuð frá götu og inní hús. 
- 2011 Húsið klætt að utan.
- 2010 Gluggar endurnýjaðir.
- Rafmagn og aðrar lagnir hafa verið endurnýjaðar að all mestu leyti.
- Eigendur skoða skipti á minni eign inn á Akureyri.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Byggt 1973
31.2 m2
Fasteignanúmer
2160506
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
7.560.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
GötuheitiPóstnr.m2Verð
600
315.3
109,9
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin