RE/MAX og Dagbjartur Willardsson löggiltur fasteignasali kynna, Bakkabraut 7D, íbúð 0201 fnr. 224-6137Íbúðin er skráð hjá þjóðskrá 116,6 fm og er hæðin skráð 92,1 fm og risloft skráð 24,5 fm en gólfflötur þar er mun meiri. Tvö svefnherbergi eru í íbúðinni. Íbúðin er á efri hæð í húsi sem var upphaflega skráð sem atvinnuhúsnæði en skráningu þess var breytt árið 2020. Húsið er byggt árið 1999.
FÁÐU SENT SÖLUYIRLIT YFIR EIGNINA HÉR.Nánari lýsing:Aðkoma: Malbikuð bílastæði fyrir framan húsið og svo er stálstigi sem liggur upp að inngangi í íbúðina.
Forstofa: Parket/flísar á gólfi.
Stofa/borðstofa: Parket á gólfi. Stórir gluggar til vesturs. Leyfi er fyrir svölum og hurð til staðar út úr stofu en svalir hafa ekki verið settar upp.
Eldhús: Parket á gólfi. Hvít innrétting á þremur veggjum. Bakaraofn og helluborð með háfi yfir.
Svefnherbergi: Eru tvö og er parket á gólfi þeirra beggja.
Baðherbergi:Flísar á gólfi. Baðkar. Innrétting með handlaug. Þakgluggi er í rýminu.
Geymsla: Stór geymsla inn af forstofu og svo má nota hluta af risi undir geymslu.
Risloft: Fremri hluti risloftsins er með parketi en eftir er að mála og setja gólfefni á innra risloftið.
Lóð: Lóðin er skráð 214 fm og er sameiginleg með neðri hæð hússins.
Bakkabraut 7D er sjarmerandi íbúð á Kársnesinu. Hægt að setja svalir til vesturs. Tvö svefnherbergi en hægt að fjölga þeim. Allar nánari upplýsingar veitir:Dagbjartur Willardsson lgf hjá RE/MAX í s:
861-7507 eða á
daddi@remax.is- Ég býð upp á frítt söluverðmat á þinni eign og veiti góða og lipra þjónustu. -Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.700 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - breytilegt, sjá gjaldskrá á heimasíðum lánastofnana.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk.
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill RE/MAX því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.