Tveggja herbergja íbúð á fyrstu hæð á frábærum stað í miðborginniJón Smári Einarsson lgf. s. 8606400 og Fasteignaland kynna í einkasölu eignina Klapparstígur 13, 101 Reykjavík, nánar tiltekið eign merkt 01-01, fastanúmer 200-3204 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi.
Um er að ræða bjarta og vel skipulagða íbúð í hjarta borgarinnar, þar sem stutt er í alla helstu þjónustu, kaffihús, verslanir og menningarlíf.Eignin Klapparstígur 13 er skráð sem hér segir hjá HMS: Eign 200-3204, birt stærð 66.0 m².Nánari lýsing:Gengið er inn um snyrtilega sameign inn í
forstofu með flísum á gólfi.
Stofan er rúmgóð með parket á gólfi og býður upp á gott rými fyrir setustofu og borðaðstöðu.
Eldhúsið er lítið en vel hannað, með flísum á gólfi og útgengi á litlar austursvalir sem snúa út í gróinn bakgarð.
Svefnherbergið er rúmgott, einnig með parketi og snýr að sameiginlegum bakgarði.
Baðherbergið er með sturtu og flísalögðu gólfi.
Sérgeymsla í kjallara fylgir íbúðinni.
Í
sameign er rúmgott
þvottahús þar sem hver íbúð hefur sérpláss fyrir þvottavél og þurrkara, auk
þurrkherbergis. Þá er einnig
reiðhjólageymsla með aðgengi beint út í garð.
Lóð hússins er eignarlóð, 300 m² að stærð, og er sameiginleg með Klapparstíg 13A (Lindargötu 18).
Þetta er einstaklega heppileg eign fyrir þá sem vilja búa í fallegu og lifandi umhverfi miðborgarinnar. Hentar vel bæði sem fyrstu eign eða sem fjárfesting.Skv. eignaskiptasamningi:Eignin er íbúð á 1. hæð, rými nr. 01-01 með birt flatarmál 59,9 m², geymsla í kjallara, rými nr. 00-03 með birt flatarmál 6,1 m², svalir, rými, nr. 01-04. Auk þess á eignin hlutdeild í sameign allra, þvottahús, þurrkrými og göngum, rými nr. 00-07, inntaksrými nr. 00-08 og stigahús, rými nr. 00-09, 01-03, 02-03 og 03-03. Eigninni fylgir ekki bílastæðaréttur á lóðinni. Birt stærð eignarinnar er 66,0 m² Hlutfallstölur eru: 1) í matshluta 14,54%. 2) í heildarlóð 7,27%. 3) í hitakostnaði 14,50%. 4) í sameiginlegum rafmagnskostnaði 1/7.
Helstu endurbætur:2025: Gluggar á framhlið húss málaðir. Gólf í þurrkherbergi og gangi í kjallara málað, þakrennur hreinsaðar.
2023: Allt parket endurnýjað í íbúðinni.
2020: Þakrennur háþrýstiþvegnar, múrviðgerðir við þakrennur og trefjaplast borið í þær. Veggskemmdir í kjallara lagaðar og sameign máluð.
2018: Dyrasímakerfi endurnýjað, aðal útidyrahurð pússuð og lökkuð. Skipt var um útidyrahurð í kjallara. Skipt um affallsrör fyrir þvottavélar í kjallara.
Klapparstígur 13 er steinsteypt og steinað fjöleignahús byggt árið 1936.
Staðsetning og nærumhverfi:Góð íbúð á besta stað í miðbæ Reykjavíkur. Stutt í verslun og þjónustu, ýmsa veitingastaði og aðra afþreyingu.
Nánari upplýsingar veitir:Jón Smári EinarssonLöggiltur fasteignasali, MPM og viðskiptafræðingur.
jonsmari@fasteignaland.is860-6400 Skoðunarskylda kaupanda:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignaland fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup á íbúðarhúsnæði) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 69.900 .
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.