Atli á Lind fasteignasölu kynnir í einkasölu þetta fallega og bjarta 180,9 fm raðhús á tveimur hæðum með bílskúr. Í húsinu er virkilega fallegt útsýni af tvennum svölum sem snúa annars vegar í suður og hinsvegar í norður. Stór afgirtur garður með timburverönd sem snýr í suður ásamt notalegum sólskála með hita í gólfi. Bílskúr með hleðslustöð fyrir rafbíl.
Fyrirhugað fasteignamat 2026 er 128.000.000 kr.
Nánari upplýsingar veitir:
Atli Karl Pálmason - Löggiltur fasteignasali / atli@fastlind.is / 662-4252
Eignin skiptist í tvær hæðir, 4 svefnherbergi, baðherbergi, gestasnyrtingu, eldhús, stofu, sjónvarpshol, þvotthús, sólskála, geymslu, 2 svalir og bílskúr.
Nánari lýsing:
- Neðri hæð
Gengið er inn í lokaða forstofu með flísum á gólfi.
Svefnherbergi l er inn af forstofu með parketi á gólfi.
Gangur með fataskáp fyrir útifatnað og parketi á gólfi.
Gestasnyrting með flísum á gólfi og fallegri innréttingu.
Eldhús með ljósri innréttingu, ofn í vinnuhæð og parketi á gólfi.
Stofa í opnu alrými við eldhús með parketi á gólfi og útgengi í sólskála.
Sólskáli er bjartur með gólfita, flísum á gólfi og útgengi út í afgirtan suðurgarð.
Garður er rúmgóður, snýr í suður, gróin og timburverönd ásamt kaldri útigeymslu.
- Efri hæð
Gengið upp um teppalagðan stiga.
Sjónvarpshol á gangi með parketi á gólfi.
Svefnherbergi ll með parketi á gólfi.
Svefnherbergi lll með parketi á gólfi og fataskáp.
Svefnherbergi llll er rúmgott með góðu skápaplássi og parket á gólfi.
Geymsla er á hæðinni ásamt útgengi á tvennar svalir sem snúa í suður og norður.
Bílskúr með hleðslustöð fyrir rafbíl (25,6 fm).
Húsið er afar vel staðsett á Álftanesi í Garðabæ, í rólegum botnlanga þar sem er stutt í skóla, leikskóla, golfvöll og sundlaug, ásamt því að ósnortin náttúran er allt um kring.
Lind fasteignasala ehf kynnir eignina Birkiholt 11, 225 Garðabær, nánar tiltekið eign merkt 01-01, fastanúmer 227-0777 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi.
Eignin Birkiholt 11 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 227-0777, birt stærð 180.9 fm.
Nánari upplýsingar veitir Atli Karl Pálmason Löggiltur fasteignasali, í síma 6624252, tölvupóstur atli@fastlind.is.
-----------------------------------------------------------------------
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila
Fyrstu kaup - 0,4% af heildarfasteignamati
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.