Hólmar Björn Sigþórsson löggiltur fasteignasali og Helgafell fasteignasala kynna í einkasölu Hverafold 21 íbúð 302, 112 Grafarvogi:Mjög falleg og björt 3ja herbergja íbúð ásamt stæði í lokaðri bílageymslu á eftirsóttum stað í Foldahverfinu. Um er að ræða íbúð á 3. hæð í góðu fjölbýlishúsi.
Samkvæmt HMS er eignin skráð 93,4 fm, þar af íbúðarrými 88,4 fm og geymsla 5 fm og að auki er stæði í bílageymslu sem er ekki inn í heildarfermetrafjöld íbúðar. Íbúðin hefur verið mikið endurnýjuð að innan m.a. baðherbergi og eldhús endurnýjað og nýtt parket. Húsið er frábærlega staðsett og bæði skóli og leikskóli í göngufæri. Fallegt útsýni er úr íbúðinni.
SMELLIÐ HÉR TIL AÐ FÁ SENT SÖLUYFIRLIT STRAXÍbúðin skiptist í forstofu, eldhús, stofu / borðstofu, 2 svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús / geymslu og geymslu í sameign.
Nánari lýsing:Forstofa: Komið er inn í parketlagða forstofu.
Stofa / borðstofa: Björt og rúmgóð, útgengi út á vestur svalir með fallegu útsýni, parket á gólfi. Sjónvarpsskápur í stofu og skenkur í borðstofu fylgja ekki með.
Eldhús: Endurnýjað 2021. Með fallegri innréttingum, spanhelluborð, innbyggð uppþvottavél og ísskápur, bakaraofn, parket á gólfi.
Hjónaherbergi: Rúmgott með hvítum fataskápum, parket á gólfi.
Svefnherbergi 2: Rúmgott, parket á gólfi.
Baðherbergi: Endurnýjað 2021. Góð innrétting og speglaskápur, sturta og baðker, upphent salerni, handklæðaofn, flísalagt í hólf og gólf.
Þvottahús / geymsla: Er innan íbúðar sem einnig er teiknuð sem geymsla, flísar á gólfi.
Geymsla: Sérgeymsla 5 fm (merkt 0104) sem staðsett er í sameign á fyrstu hæð.
Stæði í bílageymsluhúsi: Sér bílastæði B01 (0101) í bílageymsluhúsi.
Sameign: Mjög snyrtilega sameign. Á fyrstu hæð er
sameiginleg hjóla og vagnageymsla og þurrkherbergi.
Lóð: Sameiginleg gróin lóð. Bílastæði úti eru í sameign.
Húsið: Hverafold 19,21 og 23 er byggt 1985 og bílageymsluhúsið 1988. Húsið telur fjórar hæðir og í hverjum stigagang eru 8 íbúðir.
Nýlegar framkvæmdir innan íbúðar og að utan:2021 Eldhús endurnýjað.
2021. Baðherbergi endurnýjað.
2021 Parket endurnýjað.
2021 Innhurðar endurnýjaðar.
2023 Nýjar flísar á þvottahúsi.
2023 Nýr dyrasími.
2020 - 2024 Búið er að yfirfara alla glugga í blokkinni og skipta um þar sem þurfti og eru nýjir gluggar og gler í öllum gluggum á austurhlið íbúðarinnar.
Sameign er með nýlegu teppi og er nýlega máluð.
Tréverk í húsinu yfirfarið og endurnýjað það sem þurfti.
Nýlega voru settar upp eldvarnarhurðir í stiganginum.
Frábær staðsetning niður við Voginn í Hverafold Grafarvogi þar sem er sérstaklega skjólgott og veðursælt. Stutt er skóla, leikskóla, verslanir og aðra þjónustu. Góðar gönguleiðir og stutt í íþróttaaðstöðu og sundlaug.
Nánari upplýsingar og sýningu á eigninni annast Hólmar Björn Sigþórsson löggiltur fasteignasali og félagsmaður í Félagi fasteignasala s. 893-3276 eða með tölvupósti: holmar@helgafellfasteignasala.is.