Fasteignaleitin
Opið hús:21. ágúst kl 17:00-18:00
Skráð 17. ágúst 2025
Deila eign
Deila

Rauðhamrar 14

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Grafarvogur-112
144.8 m2
4 Herb.
3 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
89.900.000 kr.
Fermetraverð
620.856 kr./m2
Fasteignamat
81.400.000 kr.
Brunabótamat
68.690.000 kr.
Mynd af Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir
Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir
Löggiltur fasteignasali / Viðskiptafræðingur
Byggt 1992
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Útsýni
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2038683
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
2
Hæðir í húsi
4
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
2
Vatnslagnir
Upprunalegar 1992
Raflagnir
Upprunalegar 1992
Frárennslislagnir
Upprunarlegar 1992
Gluggar / Gler
Gler endurnýjuð sunnanmegin
Þak
2021/2 yfirfarið og málað
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Suðursvalir 12,9 fm
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sameiginlegur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Guðbjörg Helga og Gylfi Jens löggiltir fasteignasalar hjá RE/MAX kynna Rauðhamrar 14, 112 Grafarvogi:
Björt og einstaklega skemmtileg 4ra herbergja íbúð á 2. hæð með stórum 10,9 fm suðursvölum, bílskúr og fallegu útsýni/víðsýni yfir höfuðborgarsvæðið og fjallgarðsins umhverfis borgina með sjávarsýn til vesturs. Uppgefin heildarstærð er 146,8 fm, þar af er íbúðin 111 fm, endageymsla í kjallara 12,9 og endabílskúr í frístandandi byggingu 20,9 fm. Virk húsfélagsstarfsemi er í húsinu og hefur eigninni bæði séreign og sameign verið vel við haldið. Húsið eru 4 hæðir og kjallari, með 7 íbúðum í hvorum tveggja stiganga í húsinu sem er nr 12 og 14 með sameiginlegt ytra byrði. Gengið er upp 1,5 hæð (3 palla) í íbúðina. Eignin getur verið laus fljótlega. 

     **SÆKTU SÖLUYFIRLIT SJÁLFVIRKT HÉR**

    **SKOÐAÐU EIGNINA BETUR Í ÞRÍVÍDD MEÐ OG ÁN HÚSGAGNA MEÐ EINUM HNAPPI.**
    ef þú smellir á stólinn niðri til vinstri fjarlægir gervigreind öll húsgögn, einnig eru þar mælistikur. 

Núverandi skipulag:
Forstofa, hol, þvottahús með geymsluaðstöðu, 3 svefnherbergi, stofa/borðstofa, baðherbergi, eldhús, svalir, bílskúr, geymsla í séreign. 

Nánari lýsing:
Íbúðin er á 2. hæð til hægri.
Forstofa: Komið er inn í forstofu með flísum á gólfi.
Hol: Tengir saman öll rýmin í eigninni. Það er rúmgott og þar er innbyggður þrefaldur fataskápur hólf í gólf. Eikarparket á gólfi.
Eldhús: Endurnýjað eldhús. Svört L-laga innrétting með gylltum höldum og gylltu blöndunartæki. Borðplata er með viðarútliti. Endurnýjað gólfefni, harðparketflísar frá Bauhaus á gólfi, en veggflísar eru svartlakkaðar. Góður borðkrókur er í eldhúsinu sem er mjög rúmgott. Gluggi sem er tvískiptur og er annar opnanlegur, síðan er svalahurð með útgengi á 10,9 fm svalir sem einnig eru aðgengilegar frá stofu. Veggir og loft eru máluð.
Baðherbergi: Flísalagt hólf í gólf með vegghengdu salerni, baðkari, sturtuklefa með rennihurðum og innréttingu undir handlaug með eyk og er veggföst eining með spegli, hillu og skápum fyrir ofan hana. Baðherbergið virðist vera uppgert að hluta á einhverjum tímapunkti, s.s. salerniskassinn sem er með öðrum flísum og innrétting undir handlaug.
Stofa/borðstofa: Stórglæsilegt útsýni er til austurs, suðurs og vesturs úr stofunni og af svölunum sem er með útgengi bæði úr stofu og eldhúsi. Stofan er stór og rúmgóð og býður upp á gott pláss bæði fyrir borðstofu og stofu. Eikarparket á gólfi.
herbergi I: Rúmgott með fallegu útsýni til norðurs að Esjunni og Úlfarsfelli. Hvítir skápar á einum vegg. Parketdúkur á gólfi.
Herbergi II: Bjart og rúmgott með parketdúk á gólfi. Tvöfaldur skápur með beykiútliti. 120 eða 140 cm rúm er í herberginu og samt er gott pláss. Útsýni til Esju og Úlfarsfells.
Herbergi III: Það snýr í suður með útsýni í þá átt. Rúmgott og er pláss fyrir fataskáp bakvið hurð og því er herbergið mun drýgra en myndir sýna. Rúmið er líka extra plássmikið þó barnarúm sé, bæði á lengd og breidd. 
Þvottahús/geymsla: Mjög rúmgott með góðri vinnuaðstöðu. Tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Stálvaskur og borðplata. Hvítir veggskápar og hillur. Flísar á gólfi.
Sérgeymsla á geymslugangi í kjallara: Endageymsla innst til vinstri. Gluggi. Hvítar hillur á veggjum. Geymslan er mjög plássgóð og stór eða 12,9 fm.
Bílskúr: 20,9 fm, með bílskúrshurð sem er með rafdrifinni opnun. Manngeng hurð er á bílskúrsðhurðinni. Rafmagn, kalt og heitt vatn, hitaveita. Bílskúrinn er endabílskúr næst götu.
Sameign: Mjög snyrtileg, vítt til veggja í stigahúsi og er þar dökkt teppi og hvítir veggir. Geymslugangur er með máluðu gólfi og hvítum hurðum á geymslum, allt mjög hreint og snyrtilegt. Sameiginleg hjóla- og vagnageymsla. Búið er að loka rusalúgu í stigagangi og er farið út með ruslið. Einhver gæludýr eru í stigaganginum svo leyfi ætti að vera auðfengið. 
Lóð: 10 sameiginleg ómerkt stæði á lóð. 

 Framkvæmdasaga á eignatíma seljenda. 
2024
Endurnýjað gler í herbergi III.
2021/2022: Tréverk yfirfarið, húsið múrviðgert, málað. Þakviðgerðir og þak málað. Skipt var um gler Skipt var um gler í gluggum þar sem talið var komið á tíma er framkvæmdir áttu sér stað.
2025: Eldhús uppgert og innréttingar og tæki endurnýjað af núverandi eiganda. 

Samandregið er um að ræða bjarta og rúmgóða 4 herbergja íbúð á 2. hæð með uppgerðu eldhúsi og allt hið snyrtilegast þar. Hamrahverfið stendur næst Gullinbrú og er afar vinsælt. Gott útsýni er frá íbúðinni sem gefur henni mikinn sjarma og stofuglugginn er málverk útaf fyrir sig.  Öll rými eru rúmgóð og þægileg. Fjölskylduíbúð þar sem allir hafa sitt pláss, engin 2 svefnherbergi liggja saman og því gott næði fyrir hvern íbúa. Göngufæri í leik-og grunnskóla ásamt því að vera stutt frá Borgarholtsskóla. 

Allar nánari upplýsingar og umsjón með sölu eignar:
Guðbjörg Helga, löggiltur fasteignasali og viðskiptafræðingur í s. 897 7712 og gudbjorg@remax.is
Gylfi Jens löggiltur fasteignasali og lögmaður í s. 822 5124 og gylfi@remax.is

 
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
25/06/202079.900.000 kr.51.900.000 kr.144.8 m2358.425 kr.
17/10/200723.980.000 kr.30.500.000 kr.145.4 m2209.766 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Byggt 1993
20.9 m2
Fasteignanúmer
2038683
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
04
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
6.490.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Vallarhús 18
Skoða eignina Vallarhús 18
Vallarhús 18
112 Reykjavík
120.2 m2
Fjölbýlishús
514
723 þ.kr./m2
86.900.000 kr.
Skoða eignina Jöfursbás 5B - íb. 101
Bílastæði
Jöfursbás 5B - íb. 101
112 Reykjavík
106.8 m2
Fjölbýlishús
31
842 þ.kr./m2
89.900.000 kr.
Skoða eignina Veghús 11
Bílskúr
Opið hús:19. ágúst kl 18:00-18:30
Skoða eignina Veghús 11
Veghús 11
112 Reykjavík
147.8 m2
Fjölbýlishús
514
601 þ.kr./m2
88.900.000 kr.
Skoða eignina Veghús 23
Bílskúr
Skoða eignina Veghús 23
Veghús 23
112 Reykjavík
140.4 m2
Fjölbýlishús
513
640 þ.kr./m2
89.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin