Fasteignaleitin
Skráð 23. jan. 2025
Deila eign
Deila

Norðurgata 11

FjölbýlishúsSuðurnes/Sandgerði-245
276.3 m2
5 Herb.
8 Svefnh.
5 Baðherb.
Verð
140.000.000 kr.
Fermetraverð
506.696 kr./m2
Fasteignamat
75.100.000 kr.
Brunabótamat
101.150.000 kr.
Mynd af M. Sævar Pétursson M.sc
M. Sævar Pétursson M.sc
Lögg. fasteignasali
Byggt 1964
Fasteignanúmer
2094920
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
gott
Frárennslislagnir
gott
Gluggar / Gler
nýlegt
Þak
gott
Lóð
100
Upphitun
hitaveita
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Eignamiðlun Suðurnesja kynnir Norðurgötu 11, 245 Sandgerði.
 
Um er að ræða einbýlishús sem búið er að skipta upp í 5 íbúðir sem allar eru með sérinngang.
**Miklir tekjumöguleikar**
**Leigutekjur um 1,5 milljón kr. á mánuði**
Samþykktar teikningar liggja fyrir af breytingunum, en húsið er enn skráð á einu fastanúmeri. Húsið er mikið endurnýjað að innan sem utan. Húsinu fylgir útihús með heitum potti.
Húsið er skráð 276,3m² skv. þjóðskrá, en þar vantar inn viðbyggingu sem er hluti af íb. 2, auk þess sem útihúsið er óskráð. 
 
***EIGNIN AFHENDIST VIÐ KAUPSAMNING MEÐ YFIRTÖKU Á LEIGUSAMNINGI ***

Nánari lýsig á íbúðunum:

ÍBÚÐ 1 - mhl. 0101 og 0201
Um er að ræða 81,3 fm, 3ja herbergja íbúð á tveimur hæðum með sérinngangi.
Íbúðin skiptist í forstofu, tvö svefnherbergi, baðherbergi og alrými sem skiptist í eldhús, stofu og borðstofu.
Komið er inn í Forstofu sem hefur flísar á gólfi og fatahengi
Stigahol er inn af forstofu sem liggur að svefnherbergi, baðherbergi og tröppum upp á aðra hæð. Flísar eru á gólfi og teppi á tröppum.
Svefnherbergi I er rúmgott með parketi á gólfi.
Svefnherbergi II hefur parket á gólfi og innfelld hillu og skápahirsla.
Baðherbergið hefur flísar á gólfum og veggjum, sturta, upphengt salerni, handklæðaofn, innrétting með handlaug, speglaskápur yfir innréttingu, tengi fyrir þvottavél og þurrkara, opnanlegur gluggi.
Eldhús, stofa og borðstofa eru í opnu og björtu rými með gluggum í þrjár áttir. Í eldhúsi er góð eldhúsinnrétting með miklu skápaplássi, helluborð, ofn, vask og rými fyrir uppþvottavél og ísskáp.
 
ÍBÚÐ 2 - mhl. 0102
Um er að ræða 64,9m², 2ja herbergja íbúð með sérinngangi, þar er geymsla með gluggum sem gæti nýst sem herbergi.

Íbúðin skiptist í forstofu, herbergi/geymslu, svefnherbergi, baðherbergi, eldhús, stofu og borðstofu.
Ekki er full lofthæð í íbúðinni.
Komið er inn í forstofu með flísum á gólfi, glugga og ofni.
Geymsla/herbergi, hefur flísar á gólfi, ofn og tveir gluggar.
Eldhús, stofa og borðstofa eru í opnu rými. Þar eru flísar á gólfi, eldhúsinnrétting með efri og neðri skápum, ofni, helluborð, og vaskur.
Svefnherbergi hefur flísar á gólfi, glugga og ofni undir glugganum.
Baðherbergi með flísum á gólfi. upphengt salerni og innrétting með handlaug, baðkar með sturtu. Tengi er fyrir þvottavél og þurrkara. Opnanlegur gluggi er á baðinu.
 
ÍBÚÐ 3 - mhl. 0204
Um er að ræða 26,4m² stúdíóíbúð með sérinngangi.

Íbúðin skiptist í forstofu, eldhús, baðherbergi, stofu og svefnrými.
Komið er inn í forstofu með fatahengi og flísum á gólfi.
Alrýmið skiptist í eldhúsi, stofu og svefnrými, þar er parket á gólfi. Skilrúm er fyrir miðju alrýmis. Eldhúsinnrétting með efri og neðri skápum, vaski, eldavél og  viftu.
Baðherbergi hefur flísar á gólfi og á veggjum að hluta, sturta, handklæðaofn, salerni, innréttingu með handlaug og speglaskáp yfir innréttingu. Opnanlegur gluggi er yfir sturtu. Tengi er fyrir þvottavél og þurrkara.  
 
ÍBÚÐ 4 – mhl. 0203
Um er að ræða 28,8m² stúdíóíbúð með sérinngangi.

Íbúðin skiptist í forstofu, eldhús, baðherbergi, stofu/svefnrými.
Komið er inn í forstofu með fatahengi og flísum á gólfi.
Eldhúsinnrétting með ofn og vaski.
Baðherbergið hefur flísar á gólfi og veggjum að hluta, handklæðaofn, sturta, salerni, handlaug og skápur.
Svefnherbergi/stofa eru samliggjandi með parketi á gólfi, fataskáp, glugga og ofni undir glugga.
 
ÍBÚÐ 5 - mhl. 0202
Um er að ræða 69,6m², 4ra herbergja íbúð með sérinngangi og stórum svölum.

Íbúðin skiptist í forstofu, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og alrými sem skiptist í eldhús, stofu og borðstofu.
Komið er inn í Forstofu sem hefur flísar á gólfi, þar er fatahengi og fataskápur.
Alrými skiptist í eldhús, stofu og borðstofu sem eru í opnu og björtu rými. Flísar á gólfi. Góð hvít eldhúsinnréttingu með efri og neðri skápum, vaski, helluborði, ofni og viftu. Þar er útgengt er út á rúmgóðar suðursvalir sem eru skv. teikningu 20 fm.
Þvottahús hefur flísar á gólfi.
Svefnherbergin eru þrjú talsins með parketi á gólfi.  
Baðherbergi hefur flísar á gólfi, sturtu, salerni, innréttingu með handlaug og efri skáp. Opnanlegur gluggi og ofn undir glugga.
 
Útihús er á lóðinni með heitum potti og er hugsaður sem sameiginlegt afdrep fyrir íbúa hússins. Útihúsið er ekki inni í fermetratölu.
 
Viðhald og framkvæmdir undanfarin ár skv. seljanda:
Húsið hefur verið endurnýjað og endurbætt mikið, jafnt og þétt frá árinu 2008, og m.a. verið breytt úr einbýlishúsi í fimm íbúða hús með tilheyrandi endurbótum.
S.s. þak, skólp, múrviðgerðir og málun, lagnir að mestu, gólfefni innréttingar ofl.

Allar nánari upplýsingar á skrifstofu okkar að Hafnargötu 50, Reykjanesbæ, og í síma 420-4050 eða netfangi es@es.is

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1.    Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% ef um er að ræða fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2.    Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3.    Lántökugjald lánastofnunar – mismunandi á milli lánastofnana. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4.    Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. kauptilboð.
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
14/05/202469.200.000 kr.140.000.000 kr.276.3 m2506.695 kr.Nei
04/12/200823.420.000 kr.25.500.000 kr.276.3 m292.290 kr.Nei
09/04/200823.420.000 kr.14.100.000 kr.276.3 m251.031 kr.Nei
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Asparlaut 5
Bílastæði
Skoða eignina Asparlaut 5
Asparlaut 5
230 Reykjanesbær
240.6 m2
Fjölbýlishús
735
540 þ.kr./m2
129.900.000 kr.
Skoða eignina Asparlaut 5, 101
Bílastæði
Skoða eignina Asparlaut 5, 101
Asparlaut 5, 101
230 Reykjanesbær
240.6 m2
Fjölbýlishús
725
540 þ.kr./m2
129.900.000 kr.
Skoða eignina Asparlaut 5
Bílastæði
Skoða eignina Asparlaut 5
Asparlaut 5
230 Reykjanesbær
240.6 m2
Fjölbýlishús
75
540 þ.kr./m2
129.900.000 kr.
Skoða eignina Asparlaut 5 -0101
Bílastæði
Asparlaut 5 -0101
230 Reykjanesbær
240.6 m2
Fjölbýlishús
75
540 þ.kr./m2
129.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin