RE/MAX / Brynjar Ingólfsson kynnir: Glæsileg 151,6 m² íbúð við Tangabryggju 13. Íbúð nr. 501 sem er á tveimur hæðum. Margir möguleikar á nýtingu, eignin er upprunalega hönnuð sem 6 herbergja íbúð á 2 hæðum. Í dag er eigninni skipt upp í tvær sér íbúðir í dag með möguleika á góðum leigutekjum.
- Í dag er þetta 2ja herbergja íbúð og 3ja herbergja íbúð.
- Þrennar svalir.
- Íbúðinni fylgir stæði í bílageymslu.
- Mikil lofthæð.
SKOÐAÐU EIGNINA Í 3D HÉR (LINKUR KEMUR FLJÓTLEGA)
Neðri hæð skiptist í anddyri, alrými með stofu og eldhúsi, svefnherbergi (á upprunalegri teikningu eru 2 svefnherbergi á neðri hæð), þvottaherbergi og svalir.
Efri hæð skiptist í alrými, baðherbergi, tvö svefnherbergi og svalir.
Íbúðin er á tveimur hæðum með þremur svefnherbergjum, með möguleika á einu herbergi í viðbót, eldhús á hvorri hæð, baðherbergi er einnig á hvorri hæð auk þvottahúss á neðri hæð og tengi fyrir þvottavél inná baðherberbergi er á efri hæðinni. Sérinngangur er í inn í báðar íbúðirnar frá forstofu. Sérgeymsla fylgir í kjallara (10,6 m²).
Nánari lýsing - íbúð á neðri hæð:
Forsfofa: Gengið er inn forstofu, parket á gólfi, þaðan er hægt að ganga upp hringstiga upp í efri íbúð og inn á íbúð á aðalhæð.
Baðherbergi: Er rúmgott baðherbergi með sturtu, upphengdu salerni, góðri innréttingu og speglaskáp.
Eldhús: stofa og borðstofa eru í einu opnu rými með glugga í tvær átti og fallegu sjávarútsýni. Eldhúsið er með hvítri innréttingum með ofni í vinnuhæð. innbyggðum ísskáp með frysti, innbyggðri uppþvottavél og stórri eyju með helluborði og eyjuháfi. Góðar svalir til austurs eru út frá stofu.
Hjónaherbergi: Er rúmgott með góðu skápum á heilum vegg, parket á gólfi, möguleiki að hafa annað svefnherbergi. Útgengt út á suðursvalir.
Þvottaherbergi: tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Íbúð á efri hæð:
Eldhús/stofa: Fullbúið eldhús með innbyggðum ísskáp, uppvþvottavél, eyju, háf. Parket á gólfi. Útgengt á svalir.
Hjónaherbergi: Stórt herbergi með fataskáp, parket á gólfi.
Barnaherbergi: Lítið herbergi með parket á gólfi.
Baðherbergi: Með hvítri innréttingu, sturtu og tengi fyrir þvottavél inná baðherberbergi.
Um er að ræða mjög fallega íbúð í góðu nýlegu lyftuhúsi með stæði í bílageymslu og útsýni til sjávar sem vert er að skoða. Burðarkerfi hússins er steinsteypt og útveggir einangraðir að utan, klæddir með báru-álklæðningum, sem tryggir lágmarks viðhald hússins. Allir gluggar eru úr ál/tré kerfi og glerjaðir með K-gleri.
Húsið sjálft er miðsvæðis í borginni, í Bryggjuhverfi Grafarvogs í Reykjavík á sjávarlóð norð-vestan megin í hverfinu. Glæsilegt sjávarútsýni er úr íbúðinni. Stutt er í alla helstu verslanir og þjónustu. Falleg útivistarsvæði og góðar göngu og hjólaleiðir.
Allar frekari upplýsingar um eignina veitir:
Brynjar Ingólfsson MSc, löggiltur fasteignasali í síma 666 8 999 / brynjar@remax.is