PÁLSSON FASTEIGNASALA KYNNIR TIL SÖLU.
Falleg 4ra herbergja íbúð, 104,4 m², á efstu hæð, 6.hæð, fyrir 50 ára og eldri í fallegu og viðhaldsléttu fjölbýlishúsi með lyftu og stæði í bílageymslu.
Íbúðin skiptist í: Forstofu, alrými með eldhúsi og stofu, þrjú rúmgóð herbergi, baðherbergi og þvottahús. Suður svalir með svalalokun og sérgeymsla er á jarðhæð/kjallara.
Íbúar hússins þurfa að vera orðnir 50 ára á kaupsamningsdegi. Hjá hjónum eða sambúðarfólki nægir að annað uppfylli skilyrðið. Börnum eigenda er heimilt að búa í eigninni, teljist þau enn hluti af fjölskyldunni. Íbúðin er skráð 104,4 m² og þar af er 6,8m² sérgeymsla í kjallara.
* Efsta hæð - fallegt útsýni til suðurs og norðvesturs
* Lyfta - Myndavéladyrasími
* Stórar suður svalir - með svalalokun.
* Samstætt parket á gólfum utan votrýma.
* Öll svefnherbergin eru mjög rúmgóð og með fataskápum
* Rafmagnsopnun með "flögustýringu" á aðalhurðum
Nánari upplýsingar veitir:
Edwin Árnason, Lgf. í síma: 893-2121 eða edwin@palssonfasteignasala.isNánari lýsing:Forstofa: forstofa er með flísum á gólfi og fataskáp.
Alrými: alrými er með, eldhúsi, stofu og borðstofu. Úr stofunni er útgengt á rúmgóðar suður svalir með svalalokun.
Eldhús: eldhús er með eikarinnréttingu, skápar ná upp í loft og gott borðpláss, tengi er fyrir uppþvottavél og flísar á milli skápa.
Hjónaherbergi: hjónaherbergi er mjög rúmgott og með góðum fataskápum.
Herbergi 1: rúmgott herbergi og með góðum fataskáp.
Herbergi 2: rúmgott herbergi og með góðum fataskáp.
Baðherbergi: baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf og með eikarinnréttingu, sturtu og upphengdu salerni.
Þvottahús: þvottahúsið er með innréttingu með vaski, tengi er bæði fyrir þvottavél og barkalausan þurrkara.
Geymsla: sérgeymsla er í kjallara
Í sameign er rúmgott sameiginlegt rými, sem m.a. er notað fyrir fundi, hjól og vagna og er sameignin vel um gengin og snyrtileg.
Sér stæði er í bílageymslu með hleðslutæki fyrir rafmagnsbíla, stæðið er merkt íbúðinni.
Næg bílastæði eru utan við húsið.
Eignin er vel staðsett þar sem stutt er í alla helstu þjónustu og skóla, t.a.m. heilsugæslu, félagsstarf í Borgum, verslanir, bókasafn, golfvöll, kvikmyndahús, sundlaug og skemmtilegar gönguleiðir við sjávarsíðuna.
Ath. forsíðumynd er með tölvugerðum húsgögnum til að sýna möguleika á rýminu.******palssonfasteignasala.is**********verdmat.is*********www.eignavakt.is*****Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Pálsson Fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.700 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - mismunandi sjá heimasíðu viðkomandi lánastofnunar..
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 76.880 kr. m.vsk.