LIND fasteignasala og Lára Þyri, löggiltur fasteignasali kynna fallegt og vel skipulagt raðhús með bílskúr og aukaíbúð við Löngumýri 8 í Garðabæ. Á jarðhæð er stór forstofa, tvöfaldur bílskúr og aukaíbúð með sérinngangi. Á miðhæð er stórt alrými með eldhúsi, stofu og borðstofu, gluggar í þrjár áttir, tvennar svalir. Á miðhæð er einnig gestasnyrting og þvottahús. Á efstu hæð er opið og bjart sjónvarpsrými með mikilli lofthæð, stórt baðherbergi, þrjú stór svefnherbergi ásamt fataherbergi sem hægt væri að nýta sem fjórða herbergið. Falleg eign á barnvænum og rólegum stað í Garðabæ þaðan sem öll helsta þjónusta, skólar og leikskólar eru í göngufæri. Nánari lýsing á jarðhæð: Forstofa: Flísar á gólfi, fataskápur. Innangengt er frá forstofu inn í tvöfaldan bílskúr. Auðvelt er að opna á milli forstofu og aukaíbúðar.
Bílskúr: Steypt gólf, heitt og kalt vatn, skolvaskur, léttar hillur. Tvær innkeyrsluhurðir, önnur með rafmagnsopnun.
Miðhæð: Eldhús: Flísar á gólfi, vönduð, hvít innrétting frá Alno með góðu skápaplássi og sér tækjaskáp. Quartzsteinborðplata með góðu vinnuplássi og borðkrók, undirlímdur vaskur. Opið er á milli eldhúss, stofu og borðstofu.
Stofa og borðstofa: Samliggjandi, mjög rúmgóðar og bjartar, parket á gólfi. Útgengi úr borðstofu á tvennar svalir, í austur og vestur.
Gestasnyrting: Flísar á gólfi og hluta veggja. Ljós innrétting með handlaug, upphengt salerni.
Þvottahús: Flísar á gólfi. Hvít innrétting með skolvaski og góðu borðplássi. Opnanlegur gluggi.
Efsta hæð: Sjónvarpsrými: Opið og bjart, mikil lofthæð, parket á gólfi. Fjórir þakgluggar gera rýmið sérstaklega bjart og skemmtilegt.
Hjónaherbergi: Mjög rúmgott og bjart. Parket á gólfi, fataskápur. Útgengi á austursvalir.
Tvö rúmgóð barnaherbergi eru á efri hæð, bæði parketlögð.
Fataherbergi er á milli barnaherbergjanna, korkur á gólfi og gott skápapláss. Hægt væri að nýta fataherbergið sem fjórða svefnherbergið.
Baðherbergi: Flísar á gólfi og hluta veggja, hvít innrétting með tveimur handlaugum og góðu skápaplássi, quartzsteinn á borðum. Sturta með sturtugleri, frístandandi baðkar, handklæðaofn, upphengt salerni, opnanlegur gluggi.
Aukaíbúð á jarðhæð: Sérinngangur frá garði. Möguleiki er á að opna á milli forstofu og aukaíbúðar.
Íbúðin var útbúin 2015.
Eldhús: Flísar á gólfi, dökk innrétting, gott skápapláss.
Alrýmið er bjart og rúmgott og nýtist sem svefnaðstaða og stofa, parket á gólfi.
Baðherbergi: Innrétting með handlaug, sturta, upphengt salerni.
Garðurinn er fallegur, skjólgóður og í góðri rækt. Stórt, hellulagt bílaplan og hellulögð stétt meðfram suður- og vesturhlið.
Framkvæmdir undanfarið að sögn seljenda:
2020 Gluggar málaðir að innan.
2019 Húsið múrviðgert og málað að utan.
2019 Þak yfirfarið, ryðvarið og málað.
2019 Þakkantur yfirfarinn, lagfærður eftir þörfum og málaður.
Búið er að endurnýja stærri ofn í stofu og ofn í einu barnaherbergi á efstu hæð.
Gler hafa verið endurnýjuð eftir þörfum í gegnum árin.
Góflhiti var lagður undir flísar í forstofu, baðherbergi efstu hæðar, gestasnyrtingu og þvottahúsi.
Allar nánari upplýsingar veitir:
Lára Þyri Eggertsdóttir, löggiltur fasteignasali/B.A. í lögfræði í síma 899-3335 eða lara@fastlind.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati, lögaðili greiðir 1,6%
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. gjaldskrá.