Eignin er seld með fyrirvara.
Erling Proppé lgf. & RE/MAX kynnir: Fallegt og bjart einbýlishús á einni hæð á vinsælli staðsetningu að Bollasmára 2, Kópavogi.
Mjög bjart og vel skipulagt einbýlishús á einni hæð með fallegri aðkomu og garði, húsinu fylgir sérstæður bílskúr með geymslulofti og geymslu. Eignin skiptist í anddyri með fataherbergi og stórum þakglugga, eldhús, sólskála með borðstofu, stofu, gestasnyrtingu, þrjú svefnherbergi í svefnherbergisálmu, baðherbergi, þvottahús og hjónaherbergi.
Samkvæmt skráningu FMR er eignin 242,9 fm, þar af er bílskúrinn 40,4 fm.
Allar nánari upplýsingar veitir Erling Proppé .lgf // 690-1300 // erling@remax.is
Nánari lýsing á eign: Gólfefni hússins eru gegnheilt parket á herbergjum með fiskibeinamynstri, flísar á alrýmum og votrýmum.
Anddyri: Mjög rúmgott með fataherbergi og stórum þakglugga sem gefur mikla birtu.
Gestasnyrting: Flísalögð með salerni og innréttingu.
Stofa-og borðstofa: Er björt og opinn, í stofunni er innfelld lýsing og gólfsíður stór gluggi. Sólskáli sem gefur mikla birtu er í dag notaður sem borðstofa þar sem útgengt er út á góða verönd þar sem gott er að grilla.
Eldhús: Rúmgóð innrétting með góðu skápaplássi, efri og neðri skápum, tækjaskápur, eyja með skúffum, gas og keramikhelluborð, bakaraofn, háfur og góður borðkrókur.
Þrjú Svefnherbergi: Eru á svefnherbergisgangi, tvö þeirra eru með góðum fataskápum.
Baðherbergi: Stórt og mikið baðherbergi sem er flísalagt í hólf og gólf, salerni í einum endanum með innréttingu, stórir gluggar með hleðslugleri, niðurfellt baðkar og önnur innrétting, rúmgóður flísalagður sturtuklefi með þakglugga.
Hjónasvíta: Rúmgott hjónaherbergi, góðir fata skápar og rými sem hugsað er fyrir fataherbergi en er óinnréttað,
Þvottahús: Er með hvítri innréttingu og skolvaski, flísar á gólfi og útgengi út í garð.
Bílskúr: Snyrtilegur og rúmgóður sérstæður bílskúr með geymslulofti og þriggja fasa rafmagni, í enda skúrsins er geymsla sem gengið er inn í að utanverðu bakatil.
Lóðin: Falleg verönd umlykur aftari hluta húsins og vesturgaflinn, stórir hleðslusteinar á lóðarmörkum, rafmagnspottur, sannkallaður sælureitur. Að framan er innkeyrsla hellulögð og snyrtileg aðkoma að húsinu, pláss meðfram húsi fyrir td. hjólhýsi og amk. 3 bíla í innkeyrslu.
Nánasta umhverfi:
Fjölskylduvænt og gróið hverfi á vinsælum stað í Kópavogi. Í göngufjarlægð eru bæði grunn-og leikskóli, íþróttaaðstaða eins og Fífan og Smárinn eru í göngufæri. Góðir göngustígar og þarf t.d. ekki að fara yfir götu til að ganga í skólann. Smáralind og fleiri þjónustufyrirtæki og verslanir eru í nærumhverfi. Stutt er út á stofnæðar og eru almenningssamgöngur góðar. Stutt er í paradísina í Kópavogsdal sem er vinsælt útivistarsvæði.
Hér er um að ræða vandað og vel skipulagt einbýlishús á mjög góðum stað í Smárahverfinu með einstöku sjávarútsýni og fjallasýn til Norðurs (Esjunnar). Garðurinn er gróinn með stórum viðarpalli sem umlykur húsið að hluta og er sólin þar frá morgni til kvölds. Baklóðin er viðhaldslétt með sjávargrjóti. Bílaplanið er rúmgott með snjóbræðslu. Húsið hefur fengið jafnt og gott viðhald.
Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við:
Erling Proppé lgf. // 690-1300 // erling@remax.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.
Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Eignin er seld í því ástandi sem hún er og því bendum væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteignarinnar við skoðun, fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.