Fáðu nánari upplýsingar og gerðu tilboð á sölusíðu eignarinnar.
Kaupstaður fasteignasala ehf. kynnir raðhús Grenidal 8A, 260 Reykjanesbæ.
Um er að ræða 98,9 fm. 3ja herbergja endaraðhús.
Húsið skiptist í anddyri, eldhús, stofu, borðstofu, 2 svefnherbergi með möguleika á þriðja herberginu, geymslu, baðherbergi með þvottaaðstöðu og geymsluskúr.
Nánari lýsing:
Komið er inn í forstofu með fataskáp upp í loft.
Svefnherbergin eru 2 talsins, bæði rúmgóð með parket á gólfi og fataskápum. Stór fataskápur er í hjónaherbergi eftir heilum vegg.
Baðherbergi hefur flísar á gólfi og veggjum, snyrtileg innrétting, walk in sturta með sturtuskilrúmi úr gleri á eina hlið og upphengt salerni. Á baðherberginu er góð aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara með innréttingu.
Geymslan er rúmgóð með parket á gólfi og tveimur hillueiningum.
Eldhús, stofa og borðstofa er í opnu björtu rými með parket á gólfi. Stórir gluggar eru í stofunni sem gerir rýmið bjart og fallegt. Úr stofunni er útgengt út á stóran afgirtan sólpall aðgangnur að rafmagni á pallinum.
Í eldhúsi er parket á gólfi, þar er góð hvít innrétting með innbyggðri uppþvottavél, dökkum borðplötum, ofni og örbylgjuofn. Helluborð er á eldunareyju sem hefur geymslupláss. Ísskápur getur fylgt með.
Bílaplan er steypt og fyrir þrjá bíla.
Gólfhiti er í eigninni.
Staðsetningin er góð, stutt í leik- og grunnskóla og uppá Reykjanesbraut.
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill seljandi því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteignarinnar fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Dagsetning | Fasteignamat | Kaupverð | Stærð | Fermetraverð | Nothæfur samningur |
---|---|---|---|---|---|
20/09/2019 | 38.050.000 kr. | 36.900.000 kr. | 98.9 m2 | 373.104 kr. | Já |
Götuheiti | Pnr. | Póstnr. | m2 | Verð |
---|---|---|---|---|
260 | 91.3 | 69,9 | ||
260 | 91.3 | 69,4 | ||
260 | 90.3 | 67,5 | ||
260 | 90.3 | 67,5 | ||
260 | 90.3 | 67,5 |