Fasteignaleitin
Skráð 29. ágúst 2025
Deila eign
Deila

Sandskeið C-Gata 1

Nýbygging • SumarhúsSuðurland/Selfoss-806
31.5 m2
3 Herb.
2 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
24.900.000 kr.
Fermetraverð
790.476 kr./m2
Fasteignamat
16.750.000 kr.
Brunabótamat
16.450.000 kr.
Mynd af Jón Smári Einarsson
Jón Smári Einarsson
Löggiltur fasteignasali / MPM, viðskiptafræðingur
Byggt 2023
Garður
Fasteignanúmer
2346843
Húsgerð
Sumarhús
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Upphaflegar
Raflagnir
Upprunalegar
Frárennslislagnir
Upphaflegt
Gluggar / Gler
Upprunalegt
Þak
Upprunalegt
Lóðarréttindi
Eignarlóð
Lóð
100
Upphitun
Rafmagnskynding
Matsstig
8 - Í notkun
Gallar
Eignin er skráð hjá HMS á byggingarstig B2 (Fokhelt) og matsstig 8 (Tekið í notkun í byggingu).
Jón Smári Einarsson lgf. og Fasteignaland kynna eignina Sandskeið C-Gata 1, 806 Selfoss, í landi Miðfells, Bláskógarbyggð, nánar tiltekið eign merkt 01-01, fastanúmer 234-6843 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi.

Eignin Sandskeið C-Gata 1 er skráð sem hér segir hjá HMS: Eign 234-6843, birt stærð 31.5 fm.

Lýsing:
Um er að ræða áhugaverða lóð með gestahúsi (bjálkahús) á 5.000 fm eignarlóð þar sem má byggja allt að 100 fm sumarhús.
Bústaðurinn skiptist í opið rými í stofu og lítilli eldhúsaðstöðu, salerni með sturtu, handlaug og tengi fyrir þvottavél. Tvö jafnstór svefnherbergi eru inn af stofu. Inngengt er af verönd inní stofu. Plankagólf eru í öllu húsinu.
Kynding er með rafmagni, tengd köldu vatni og með gegnumstreymishitara fyrir neysluvatn. Kalt vatn er tekið úr einkaborholu á lóðinni.
Góð aðkoma er að húsinu með nægum bílastæðum.
Húsið liggur á steyptum súlum og er lóðin að mestu með náttúrulegum gróðri.
3-fasa rafmagn er til staðar.
Möguleiki er að fá hluta af innbúi með í kaupum á eigninni.

Lokað svæði með tveimur rafmagnshliðum (símahlið).
Árgjald í félag sumarhúsaeiganda er ca. kr. 30.000 á ári.

Staðsetning og nærumhverfi:
Aðgangur er að veiði í Þingvallavatni.
Stutt er til þekktra staða á Suðurlandi, Þingvalla þjóðgarðs, Laugarvatns, Geysis, Gullfoss og Kersins. Stutt er í veiði og fallegar gönguleiðir.
Selfoss er í aðeins um 30 km fjarlægð.  Frá Reykjavík eru um 60 mínútna akstur sé ekið um Mosfellsheiði eða um Nesjavallaleið. 

Nánari upplýsingar veitir:
Jón Smári Einarsson
Löggiltur fasteignasali / MPM, viðskiptafræðingur.
jonsmari@fasteignaland.is, sími 860-6400

Skoðunarskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignaland fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 69.900 . 
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.


 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Birkibraut 2
Skoða eignina Birkibraut 2
Birkibraut 2
806 Selfoss
14.4 m2
Sumarhús
1
1667 þ.kr./m2
24.000.000 kr.
Skoða eignina Sogsvegur 10F
Skoða eignina Sogsvegur 10F
Sogsvegur 10F
805 Selfoss
35.3 m2
Sumarhús
11
705 þ.kr./m2
24.900.000 kr.
Skoða eignina Öndverðarnes K23
Öndverðarnes K23
805 Selfoss
33.6 m2
Sumarhús
12
771 þ.kr./m2
25.900.000 kr.
Skoða eignina Ketilhúshagi 39
Skoða eignina Ketilhúshagi 39
Ketilhúshagi 39
851 Hella
36.2 m2
Sumarhús
311
718 þ.kr./m2
26.000.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin