Trausti fasteignasala kynnir: Björt og einstaklega vönduð efri sérhæð og ris með sérinngangi í glæsilegu flutningshúsi/nýbyggingu við Bergstaðastrætið með víðáttumiklu útsýni.
Smelltu hér til að sækja söluyfirlit.
Fáðu frítt söluverðmat fyrir þína eign
Eignin er skráð samkvæmt fasteignayfirliti 164,5 fm.
Nánari lýsing:Gengið er inn um
sérinngang að aftan við húsið.
Komið er inn á flísalagðan stigagang með
sérsmíðuðum fallegum stiga með renndum eikarhandlista og eikarþrepum.
Farið upp á 2. hæð þar sem er opið
eldhús og borðstofu með sérsmíðaðri vandaðri
innréttingu frá Devol kitchens, hvítri
Statua Rietto marmara-borðplötu, innbyggðum
raftækjum frá Eirvík, frístandandi
Smeg gaseldavél og eyju. Útgengt úr eldhúsi á skjólgóðar og sólríkar
suðursvalir. Úr eldhúsi og borðstofu er gengið inn í
skrifstofu, tvö svefnherbergi og flísalagt baðherbergi með walkin sturtu.
Gengið upp í
ris í bjarta
stofu með gluggum í allar áttir. Úr risi er
gríðarlegt útsýni, en sjá má út á Reykjanes sem og Skarðsheiðina og Ljósufjöll. Einnig sést Esjan.Úr stofunni er gengið inn í eitt
svefnherbergi og stórt
baðherbergi með innbyggðum skápum og pottbaðkari.Útgengt á
suðursvalir úr stofunni.
Mjög mikil lofthæð er í risinu en það er opið upp í mæni.
Myndir á vef eru dæmi um útlit eignar en gefur ekki endanlega mynd af eiginleikum og útliti.Lúxusíbúð þar sem vandað hefur verið til allra verka: sérinnfluttir breskir pottofnar, á neðri hæðinni eru gegnheil afrísk hnotugólfborð en á efri hæð eru uppgerð furugólfborð. Flísar eru handgerðar portúgalskar flísar frá Flísabúðinni. Sérsmíðaðar fulningahurðir eru á allri íbúðinni sem og sérsmíðaðar svala- og útihurðir.
Fallegt hús á frábærum stað í gamla miðbænum. Stutt i alla þjónustu og leik-, grunn-, og menntaskólar í göngufæri. Sjón er sögu ríkari.
Nánari upplýsingar um eignina veita Aðalsteinn Jón Bergdal, löggiltur fasteignasali, í síma 767-0777 eða á netfanginu alli@trausti.is og Kristján Baldursson, löggiltur fasteignasali, í síma 867-3040 eða á netfanginu kristjan@trausti.is