**** Eignin er SELD með hefðbundnum fyrirvara ****Trausti fasteignasala kynnir: Björt og einstaklega vönduð efri sérhæð og ris með sérinngangi í glæsilegu flutningshúsi/nýbyggingu við Bergstaðastrætið með víðáttumiklu útsýni.
Húsið var upprunalega reist á lóðinni Bergstaðastræti 7 árið 1903. Það stóð í Hvassahrauni frá 1969 til 2023. Í dag hefur það verið endurbyggt í breyttri mynd – hækkað um eina hæð, lengt, byggt við suðurgafl og bíslag á vesturhlið stækkað. Húsið er ein steypt hæð og þrjár hæðir úr bárujárnsklæddu timbri.Smelltu hér til að sækja söluyfirlit.
Fáðu frítt söluverðmat fyrir þína eign
Eignin er skráð samkvæmt fasteignayfirliti 164,5 fm.
Nánari lýsing:Gengið er inn um
sérinngang að aftan við húsið.
Komið er inn á flísalagðan stigagang með
sérsmíðuðum fallegum stiga með renndum eikarhandlista og eikarþrepum.
Farið upp á 2. hæð þar sem er opið
eldhús og borðstofu með sérsmíðaðri vandaðri
innréttingu frá Devol kitchens, hvítri
Statua Rietto marmara-borðplötu, innbyggðum
raftækjum frá Eirvík, frístandandi
Smeg gaseldavél og eyju. Útgengt úr eldhúsi á skjólgóðar og sólríkar
suðursvalir. Úr eldhúsi og borðstofu er gengið inn í
skrifstofu, tvö svefnherbergi og flísalagt baðherbergi með walkin sturtu.
Gengið upp í
ris í bjarta
stofu með gluggum í allar áttir. Úr risi er
gríðarlegt útsýni, en sjá má út á Reykjanes sem og Skarðsheiðina og Ljósufjöll. Einnig sést Esjan.Úr stofunni er gengið inn í eitt
svefnherbergi og stórt
baðherbergi með innbyggðum skápum og pottbaðkari.Útgengt á
suðursvalir úr stofunni.
Mjög mikil lofthæð er í risinu en það er opið upp í mæni.
Myndir á vef eru dæmi um útlit eignar en gefur ekki endanlega mynd af eiginleikum og útliti.Lúxusíbúð þar sem vandað hefur verið til allra verka: sérinnfluttir breskir pottofnar, á neðri hæðinni eru gegnheil afrísk hnotugólfborð en á efri hæð eru uppgerð furugólfborð. Flísar eru handgerðar portúgalskar flísar frá Flísabúðinni. Sérsmíðaðar fulningahurðir eru á allri íbúðinni sem og sérsmíðaðar svala- og útihurðir.
Fallegt hús á frábærum stað í gamla miðbænum. Stutt i alla þjónustu og leik-, grunn-, og menntaskólar í göngufæri. Sjón er sögu ríkari.
Afhending í október 2025.
Nánari upplýsingar um eignina veita Aðalsteinn Jón Bergdal, löggiltur fasteignasali, í síma 767-0777 eða á netfanginu alli@trausti.is og Kristján Baldursson, löggiltur fasteignasali, í síma 867-3040 eða á netfanginu kristjan@trausti.is