Fasteignaleitin
Skráð 28. ágúst 2025
Deila eign
Deila

Smáratún 32

HæðSuðurnes/Reykjanesbær-230
68.6 m2
4 Herb.
2 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
49.600.000 kr.
Fermetraverð
723.032 kr./m2
Fasteignamat
36.500.000 kr.
Brunabótamat
40.450.000 kr.
Mynd af Elín Frímannsdóttir
Elín Frímannsdóttir
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1957
Þvottahús
Garður
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2090410
Húsgerð
Hæð
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
skipt um að hluta
Raflagnir
skipt um að hluta
Frárennslislagnir
ástand ekki vitað
Gluggar / Gler
skipt um að hluta, nokkrir þarfnast skoðunnar.
Þak
ástand ekki vitað
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
suðursvalir (ekkert handrið)
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sameiginlegur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Kvöð / kvaðir
skv lóðarleigusamning hefur leigusali (Reykjanesbær) forkaupsrétt að eigninni verði hún seld en hefur fallið frá honum þar til 1.janúar 2035 skv yfirlýsingu. 
ALLT fasteignasala kynnir í einkasölu fallega 3. herbergja vel skipulagða íbúð á efri hæð í tvíbýlishúsi við Smáratún 32 í Keflavík. Birt stærð er 68,6 m2. Stigagangur og þvottahús er ekki skráð í birtri stærð. 
Búið að breyta innra skipulagi og opna alrými, sem hefur heppnast gríðarlega vel. Íbúðin er snotur og tilvalin fyrstu kaup. 

*Sprunguviðgert og málað að utan 2020
*Endurnýjuð gólfefni í alrými.
*Endurnýjuð eldhúsinnrétting og tæki.
*Skápur, vaskur og blöndunartæki á baði endurnýjað.
*Skipt um glugga að hluta og svalahurð.


Nánari upplýsingar og skoðunarbókanir veitir:
Elín Frímanns löggiltur fasteignasali  
elin@allt.is
560-5521 / 867-4885


Nánari lýsing. 
Komið er inn á neðrihæð í sameiginlega forstofu sem er flísalögð, teppalagður stigi upp á stigapallinn, þar er fatahengi og ágætis pláss fyrir yfirhafnir og skó.  
Stofa er í björtu og opnu rými með eldhúsi með nýlegu parketi. Eldhúsinnrétting er nýleg, hvít með svartri borðplötu.
Baðherbergi með flotuðu gólfi og flísum upp á miðja veggi. Opnanlegur gluggi. Nýlegur vaskaskápur, baðkar með sturtu og handklæðaskápur.
Herbergið er stórt, sameinað úr tveimur og ekkert mál að loka á milli og breyta aftur í tvö herbergi, þá væri annað herbergið með útgengt út á stigapall. Herbergið er með parketi á gólfi og fatahengi.
Geymsla undir viðbyggingu. 
Þvottarhús er sameiginlegt með neðrihæð og er staðsett við inngang. Þaðan er er útgengt út á bílaplan. 

Eignin hefur leyfi samkvæmt eignaskiptasamningi bílskúrsrétt og einnig er leyfi til að byggja ofan á útstæða stofu neðrihæðar. Þetta samkomulag er háð samþykki byggingarfulltrúa fyrir framkvæmdum samkvæmt byggingarreglugerð.

Vertu tilbúin(n) þegar rétta eignin birtist – skráðu eignina þín í dag og tryggðu þér forskotið.

ALLT fasteignasala er staðsett á eftirfarandi stöðum:
Hafnargötu 91, 230 Reykjanesbæ - Reykjavíkurveg 66, 220 Hafnarfirði
 
Kostnaður kaupanda:
1. Af gjaldskyldum skjölum skal greiða 0,8% af fasteignamati ef kaupandi er einstaklingur, fyrstukaupendur 0,4% og 1,6% af fasteignamati ef kaupandi er lögaðili.
2. Þinglýsingargjald á hvert skjal er kr. 2.700.
3. Lántökugjald fer eftir verðskrá lánastofnunar hverju sinni.
4. Umsýslugjald til ALLT fasteignasölu er kr. 69.440 m/vsk.
5. Sé um nýbyggingu um að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.

Skoðunar- og aðgæsluskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. ALLT fasteignasala vill beina því til væntanlegs kaupanda að kynna sér ástand fasteignar vel við skoðun og fyrir tilboðsgerð. Ef þurfa þykir er ráðlagt að leita til sérfræðifróðra aðila. Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit þetta er samið af fasteignasala til samræmis við lög um sölu fasteigna og skipa nr. 70/2015. Upplýsingar þær sem koma fram í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, frá seljanda og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eignina til samræmis við upplýsingaskyldu sína sbr. lög um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteignar sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki með berum augum, eins og t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
 
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
15/03/202330.100.000 kr.37.800.000 kr.68.6 m2551.020 kr.
20/06/201611.500.000 kr.13.800.000 kr.68.6 m2201.166 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Heiðarholt 16
Skoða eignina Heiðarholt 16
Heiðarholt 16
230 Reykjanesbær
84.2 m2
Fjölbýlishús
312
569 þ.kr./m2
47.900.000 kr.
Skoða eignina Heiðarholt 36
Skoða eignina Heiðarholt 36
Heiðarholt 36
230 Reykjanesbær
84.2 m2
Fjölbýlishús
312
576 þ.kr./m2
48.500.000 kr.
Skoða eignina Heiðarholt 8
Skoða eignina Heiðarholt 8
Heiðarholt 8
230 Reykjanesbær
84.2 m2
Fjölbýlishús
312
618 þ.kr./m2
52.000.000 kr.
Skoða eignina Heiðarholt 24
Skoða eignina Heiðarholt 24
Heiðarholt 24
230 Reykjanesbær
84.2 m2
Fjölbýlishús
31
581 þ.kr./m2
48.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin