Fasteignamarkaðurinn ehf. s: 570-4500 kynnir til sölu virkilega fallega, bjarta og vel skipulagða 3ja herbergja 91,3 fermetra íbúð á 2. hæð með rúmgóðum svölum til suðurs við Efstahjalla í Kópavogi. Búið er að fara í algjöra endurnýjun á húseigninni síðastliðin ár, skipta um þakjárn og rennur, endurnýja glugga, vatnslangir og drena ásamt því að húsið var múrgert og málað. Ný gólfefni eru á allri íbúðinni að undanskyldu baðherbergi.
Fyrirhugað fasteignamat eignarinnar fyrir árið 2026 er kr. 64.050.000.-
Samkvæmt Fasteignaskrá Íslands er íbúðin 91,3 fermetrar og þar af er geymsla er 12,3 fermetrar. Íbúðin skiptist í hol, eldhús, baðherbergi, hjónaherbergi, barnaherbergi, borðstofu og stofu. Í sameign hússins eru sameiginlegt þvottaherbergi ásamt hjóla- og vagnageymslu.
Lýsing eignar:
Stigagangur, flísalagt andyri og teppalagt stigahús.
Forstofa/hol, rúmgóð og parketlögð.
Eldhús, er opið við stofu, flísalagt, ljós máluð innrétting með flísum á milli skápa og tengi fyrir uppþvottavél. Góð borðaðstaða er við glugga með fallegu útsýni.
Stofa / borðstofa, parketlagðar, rúmgóðar og bjartar. Frá stofu er útgengi á rúmgóðar suðursvalir.
Baðherbergi: með glugga, flísalagt gólf og veggir, baðkar með sturtuaðstöðu, uppengt wc, handklæðaofn og skápar.
Hjónaherbergi, parketlagt og rúmgott með opnum fataskáp.
Barnaherbergi, parketlagt.
Í kjallara hússins eru:
Sérgeymsla, með glugga, 12,3 fermetra að stærð, máluð gólf og hillur.
Sameiginlegt þvottaherbergi, með glugga, máluð gólf og sér tenging fyrir hverja íbúð.
Sameiginleg hjóla- og vagnageymsla, með útgengi á lóð og sameiginlegt geymslurými.
Staðsetning eignarinnar er mjög góð og stutt er í leikskóla, grunnskóla, verslanir og þjónustu. Einnig er göngufæri í Kópavogsdalinn.
Lóðin, er fullfrágengin með góðri aðkomu og fjölda bílastæða framan við húsið á lóð til norðurs. Sunnan við húsið er stór sameiginlegur garður.
Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Fasteignamarkaðarins ehf. í síma 570-4500 eða á netfanginu fastmark@fastmark.is
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Fasteignamarkaðurinn ehf. fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.