Fasteignasalan TORG kynnir: Falleg og björt 3ja herbergja endaíbúð á 2. hæð við Hallgerðargötu 19. Eignin er skráð 98,6fm þar af 9,1fm sér geymsla í sameign. Íbúðin skiptist í 2 svefnherbergi, eldhús, stofu og borðstofu í opnu og björtu rými ásamt baðherbergi með þvottaaðstöðu. Virkilega rúmgóð og vel skipulögð eign. Allar nánari upplýsingar veitir Skúli Sigurz löggiltur fasteignasali í síma 869-7014 eða skuli@fstorg.isNánari lýsing:Forstofa: harðparket á gólfi, fataskápar.
Stofa: mjög rúmgóð og björt, opin við borðstofu, harðparket á gólfi, gólfsíðir gluggar, útgengt á svalir sem snúa í suðvestur. Innfelld lýsing í loftum.
Borðstofa: opin við eldhús og stofu, gólfsíðir gluggar, harðparket á gólfi.
Eldhús: falleg eikarinnrétting, harðparket á gólfi, gott skápa og vinnupláss, vönduð Siemens eldhústæki (ísskápur og uppþvottavél) eru innfelld í innréttinguna. Innfelld lýsing í loftum.
Hjónaherbergi: rúmgott herbergi, harðparket á gólfi, góður fataskápur.
Barnaherbergi: einnig gott herbergi, harðparket á gólfi, fataskápur.
Baðherbergi: flísar á veggjum og gólfi, flíslaagður sturtuklefi með glerhlið sem gengið er slétt inní, hvít innrétting undir vaski, uppphengt salerni, handklæðaofn. Innrétting með tengi fyrir þvottavél og þurrkara er einnig á baðherbergi.
Geymsla: sér geymsla í sameign, skráð 9,1fm einnig er sameiginleg hjólageymsla í kjallara hússins.
Sameiginlegur bílakjallari er undir öllum reitnum, þar sem unnt er að leigja bílastæði. Einnig geta íbúar fengið aðgang að fleiri bílastæðum gegn hóflegu gjaldi. Bílastæði með hleðslustöðvum fyrir rafbíla eru einnig í bílakjallara.