Fasteignaleitin
Skráð 22. jan. 2025
Deila eign
Deila

Hverafold 19

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Grafarvogur-112
93.4 m2
3 Herb.
2 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
65.900.000 kr.
Fermetraverð
705.567 kr./m2
Fasteignamat
60.350.000 kr.
Brunabótamat
41.900.000 kr.
Mynd af Sölvi Þór Sævarsson
Sölvi Þór Sævarsson
löggiltur fasteignasali
Byggt 1985
Þvottahús
Garður
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2042590
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
3
Hæðir í húsi
4
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
2
Vatnslagnir
Upphaflegar lagnir
Raflagnir
Upphaflegar raflagnir.
Frárennslislagnir
Upprunalegar
Gluggar / Gler
Upphaflegir, búið að endurnýja gler að hluta
Þak
Til stendur til að mála þakjárn í sumar og laga þakkant
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Supvestur svalir með svalalokun
Lóð
0,9
Upphitun
Ofnalagnir
Inngangur
Sameiginlegur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
*** SELD MEÐ FYRIRVARA ***
VILTU VITA HVERS VIRÐI FASTEIGNINN ÞÍN ER Í DAG ? 
Fáðu frítt fasteignaverðmat - fastverdmat.is  eða í síma 618-0064

Domusnova og Sölvi Sævarsson kynna:  VEL SKIPULAGÐA 3JA HERBERGJA ÚTSÝNISÍBÚÐ Á 3. HÆÐ (2 hæð frá götu) AÐ HVERAFOLD 19 Í GRAFARVOGI. Gott útsýni í suðvestur úr stofu og í austur í Bláfjöll. Stór stofa, björt herbergi og þvottahús innan íbúðar. Stutt í alla helstu þjónustu, örstutt í skóla og leikskóla, íþróttir og góðar gönguleiðir.

Eignin er í heild skráð 93,4 fm skv. Þjóðskrá Íslands, þar af er 5 fm geymsla.
Fasteignamat 2025 er 60.350.000.-    Byggingarár er 1985.

 
  • Gluggar endurnýjaðir 2022-2024.
  • Gott stofurými og útsýni í vestur.
  • Björt svefnherbergi og baðherbergi.
  • Þvottahús innan íbúðar.

Allar nánari uppl.  veitir Sölvi Sævarsson löggiltur fasteignasali í s. 618-0064 eða solvi@domusnova.is 

Nánari lýsing:
Anddyri/hol - Rúmgott hol, eikarparket á gólfi.
Þvottahús - Á vinstri hönd inn af anddyri með góðu hilluplássi. Gott rými fyrir þvottavél, þurkara og frystiskáp. Flísar á gólfi.
Eldhús - Á hægri hönd inn af anddyri. Eldhúsinnrétting er hvít u-laga með uppþvottavél og góðu skápaplássi. Góður borðkrókur í eldhúsi. Gott útsýni úr eldhúsi í vestur, parket á gólfi.
Stofa/borðstofa - Björt og rúmgóð með parketi á gólfi, góðum gluggum og útgengi á yfirbyggðar flísalagðar svalir sem eru opnanlegar á framan. Frábært útsýni er af svölum í suðvestur.
Hjónaherbergi - Bjart með góðum fataskápum og parketi á gólfi.
Herbergi - Bjart með hvítum fataskáp og parketi á gólfi.
Baðherbergi - Hvít innrétting með góðu geymslurými og speglaskápur ofan við vask. Sturta og baðkar á baðherbergi. Ljósar flísar á veggjum og ljósgráar á gólfi. Handklæðaofn og gluggi á baði.

Innréttingar og gólfefni: Eikarparket er á allri íbúðinni að undanskildum votrýmum þar eru flísar. Innihurðar og innréttingar eru hvítar sprautulakkaðar.

Geymsla: Sér geymsla í sameign.
Sameign: Snyrtileg sameign. Hjólageymsla/vagnageymsla og geymsla ásamt þurkherbergi í sameign.

Framkvæmdir síðustu ára í sameign:
- Búið er að skipta um glugga á bakhlið hússins í herbergjum og baðherbergi íbúðarinnar.
- Til stendur að mála þak og yfirfara þakkant og rennur sumarið 2025.

Samantekt og nánasta umhverfi:
Virkilega vel skipulögð eign með góðu stofurými og góðu útsýni.  Stutt er í flesta þjónustu, verslarnir, skóla og leikskóla. Eign sem vert er að skoða.  

Nánari upplýsingar veitir:
Sölvi Sævarsson löggiltur fasteignasali. í síma 618-0064 eða solvi@domusnova.is 
 – eða skrifstofa / s.527-1717 / eignir@domusnova.is


Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila, (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt kr. 50.000 - 75.000. Sjá nánar á heimsíðum lánastofnanna.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu kr. 79.900 kr.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða þá greiðir kaupandi skipulagsgjald þegar það verður lagt á. Skipulagsgjaldið er 0.3% af endanlegu brunabótamati.

 
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
20/11/200717.110.000 kr.22.000.000 kr.93.4 m2235.546 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Reyrengi 2
Opið hús:12. feb. kl 17:00-18:00
Skoða eignina Reyrengi 2
Reyrengi 2
112 Reykjavík
82.2 m2
Fjölbýlishús
312
797 þ.kr./m2
65.500.000 kr.
Skoða eignina Hamravík 16
Opið hús:15. feb. kl 15:00-15:30
Skoða eignina Hamravík 16
Hamravík 16
112 Reykjavík
88 m2
Fjölbýlishús
211
760 þ.kr./m2
66.900.000 kr.
Skoða eignina Vesturhús 9
Opið hús:13. feb. kl 17:30-18:00
Skoða eignina Vesturhús 9
Vesturhús 9
112 Reykjavík
87.4 m2
Fjölbýlishús
212
776 þ.kr./m2
67.800.000 kr.
Skoða eignina Frostafold 77
Opið hús:13. feb. kl 17:00-17:30
Skoða eignina Frostafold 77
Frostafold 77
112 Reykjavík
95.6 m2
Fjölbýlishús
413
721 þ.kr./m2
68.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin