Baldur fasteignasali – Sími 450-0000 kynnir: bjarta og smekklega endurnýjaða þriggja herbergja íbúð á efstu hæð við Eskihlíð 26 í Reykjavík. Um er að ræða eign með miklu næði, einstaklega fallegu útsýni yfir Esjuna, út á sjó og Perluna. Íbúðin er með stórum suðursvölum hefur verið töluvert endurnýjuð á síðustu árum og er í vel viðhöldnu húsi með aðeins einni íbúð á hverri hæð og snyrtilegri sameign. Samkvæmt Þjóðskrá Íslands er íbúðin 78,90 fermetrar, þar af geymsla 4,80 fermetrar í kjallara.
Nánari lýsing:Anddyri: Komið er inn í anddyri með fatahengi.
Eldhús: Snyrtileg hvít innrétting með góðu skápa- og vinnuplássi, ofn í vinnuhæð og innbyggð uppþvottavél og ísskápur. Stofa og eldhús mynda opið rými. Parket á gólfi.
Stofa/borðstofa: Bjart og rúmgott rými með parketi á gólfi. Útgengt er á stórar, sólríkar og skjólgóðar suðvestur svalir.
Hjónaherbergi: Parket á gólfi og góðir fataskápar.
Svefnherbergi: Parket á gólfi og fataskápur.
Baðherbergi: Baðherbergið er nýlega endurnýjað. Flísalagt í hólf og gólf, walk-in sturta, vegghengt salerni og handklæðaofn. Falleg viðarinnrétting með vaski og spegill með lýsingu og móðuvörn. Valin voru vönduð efni og tæki, m.a. Grohe blöndunartæki, Vento handklæðaofn og gler frá Íspan.
Geymsla og sameign: Sérgeymsla 4,8 fermetrar í sameign ásamt sameiginlegu þvottahúsi og hjólageymslu í kjallara.
Annað:Íbúðin er á efstu hæð með miklu næði og engar íbúðir eru beint á móti.
Skipt hefur verið um gler að hluta í íbúðinni og einnig í stigahúsi.
Húsið var nýlega málað að utan og þak endurnýjað.
Stigagangur var teppalagður og málaður.
Um er að ræða frábærlega staðsetta eign miðsvæðis í Reykjavík. Stutt í verslanir, þjónustu, leikskóla, grunnskóla, íþróttastarf, gönguleiðir, háskóla, menntaskóla, miðbæinn, stofnbrautir og samgönguleiðir.
Nánari upplýsingar veitir:
Baldur Jezorski – löggiltur fasteignasali
baldur@fastgardur.is / Beinn sími: 450-0000Netverðmat: Smelltu hér til að sjá hvers virði eignin þín er.
Baldur fasteignasali meðmæli
Lúxus fasteignir á Íslandi
Greidslumat.is - Getur þú keypt eignina?Lóðarmat: 8.420.000