Eignamiðlun Suðurnesja kynnir í einkasölu Ásabraut 4, 245 Sandgerði.
Um er að ræða virkilega vel skipulagt og mikið endurnýjað 177 m2 einbýlishús þar af er 36 m2. bílgeymsla, á góðum stað í Sandgerði.
Fjögur svefnherbergi, baðherbergi, stórt hol og stofa, stórt eldhús, þvottahús og geymsla og góð verönd að aftan með heitum pott. gólfefni eru flísar og parket. Íbúðarhluti hússins er skráður 141 m2.
Nánari lýsing:
Íbúðin skiptist í tvö anddyri, bæði með flísum á gólfi. Innaf öðru anddyri er geymsla og þvottahús með flísum á gólfi, góð innrétting, Baðherbergi er með flísum á gólfi góð innrétting og tæki, Eldhús er með harðparketi á gólfi, stór ný innrétting og ný tæki, stofa og borðstofa eru með harðparketi á gólfi, hurð er út á stóra verönd með heitum pott, 4 góð svefnherbergi eru í húsinu með harðparketi á gólfum og fataskápar í tveim.
Bílgeymsla er um 36 m2 með máluðu gólfi, góð aksturshurð.
Húsið hefur verið mikið endurnýjað m.a. ný gólfefni, ný tæki, nýjar lagnir að hluta og innréttingar, allt húsið málað að innan og utan, nýlegt þakjárn ofl.
Stór afgirt verönd á suðurhliðinni, plan er með möl.
Frábær staðsetning, mjög nálægt leikskóla og grunnskóla.
Allar nánari upplýsingar á skrifstofu okkar að Hafnargötu 50, Reykjanesbæ, í síma 420-4050 og á netfangið es@es.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% ef um er að ræða fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar – mismunandi á milli lánastofnana. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, kr. 70.000 með vsk, sbr. kauptilboð.