Keilusíða 11h - Rúmgóð og björt 4ra herbergja íbúð á 2. hæð í norður enda í fjölbýlishúsi í Síðuhverfi - heildarstærð 102,9 m²
Eignin skiptist í forstofu, þvottahús, eldhús, stofu, þrjú svefnherbergi, baðherberbergi og geymsla/búr. Eigninni fylgir sér geymsla í kjallara.
Nánari lýsing: Forstofa er með flísum á gólfi og opnu fatahengi. Þvottahús er inn af forstofu. Þar eru einnig flísar á gólfi og nýleg hvít innrétting fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð. Í eldhúsi er hvít innrétting með flísum á milli skápa og nýlegt harðparket á gólfi. Stæði fyrir uppþvottavél og ísskáp eru í innréttingu. Góður borðkrókur með glugga til norðurs. Stofa er rúmgóð með góðu útsýni og gluggum til tveggja átta. Harðparketi er á gólfi. Úr stofu er gengið út á stórar svalir sem snúa til vesturs. Hjónaherbergi er með harðparketi á gólfi og þreföldum lökkuðum fataskáp. Barnaherbergin eru tvö, bæði með einföldum lökkuðum fataskápum og harðparketi á gólfi. Baðherbergi er flísalagt, bæði gólf og veggir að mestu. Þar er viðarlituð innrétting, baðkar með sturtutækjum og opnanlegur gluggi. Innan íbúðar er búr eða lítil geymsla, sem er með harðparketi á gólfi og hillum á veggjum. Eigninni fylgir einnig sér geymsla í sameign hússins. Þar er lakkað gólf og hillur.
Annað: - Frábær staðsetning - leik- og grunnskóli í göngufæri. - Gott útsýni er úr íbúðinni - gluggar til þriggja átta. - Harðparket var lagt á íbúðina árið 2022 - Innihurðar eru upprunalegar og voru lakkaðar árið 2024. - Stigagangur var málaður og skipt um gólfefni í lok árs 2024. - Ný útidyrahurð í sameign og nýjir póstkassar 2024. - Sameiginleg hjóla- og vagnageymsla í sameign.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Rætt hefur verið um að fara í framkvæmdir á sameign í kjallara
Gallar
Útfelling í lofti í öðru barnaherberginu Útfellingar sjáanlega eftir leka í kjallara hússins en búið er að komast að mestu, en þó ekki að öllu leyti, fyrir það vandamál.
Keilusíða 11h - Rúmgóð og björt 4ra herbergja íbúð á 2. hæð í norður enda í fjölbýlishúsi í Síðuhverfi - heildarstærð 102,9 m²
Eignin skiptist í forstofu, þvottahús, eldhús, stofu, þrjú svefnherbergi, baðherberbergi og geymsla/búr. Eigninni fylgir sér geymsla í kjallara.
Nánari lýsing: Forstofa er með flísum á gólfi og opnu fatahengi. Þvottahús er inn af forstofu. Þar eru einnig flísar á gólfi og nýleg hvít innrétting fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð. Í eldhúsi er hvít innrétting með flísum á milli skápa og nýlegt harðparket á gólfi. Stæði fyrir uppþvottavél og ísskáp eru í innréttingu. Góður borðkrókur með glugga til norðurs. Stofa er rúmgóð með góðu útsýni og gluggum til tveggja átta. Harðparketi er á gólfi. Úr stofu er gengið út á stórar svalir sem snúa til vesturs. Hjónaherbergi er með harðparketi á gólfi og þreföldum lökkuðum fataskáp. Barnaherbergin eru tvö, bæði með einföldum lökkuðum fataskápum og harðparketi á gólfi. Baðherbergi er flísalagt, bæði gólf og veggir að mestu. Þar er viðarlituð innrétting, baðkar með sturtutækjum og opnanlegur gluggi. Innan íbúðar er búr eða lítil geymsla, sem er með harðparketi á gólfi og hillum á veggjum. Eigninni fylgir einnig sér geymsla í sameign hússins. Þar er lakkað gólf og hillur.
Annað: - Frábær staðsetning - leik- og grunnskóli í göngufæri. - Gott útsýni er úr íbúðinni - gluggar til þriggja átta. - Harðparket var lagt á íbúðina árið 2022 - Innihurðar eru upprunalegar og voru lakkaðar árið 2024. - Stigagangur var málaður og skipt um gólfefni í lok árs 2024. - Ný útidyrahurð í sameign og nýjir póstkassar 2024. - Sameiginleg hjóla- og vagnageymsla í sameign.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Dagsetning
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
Nothæfur samningur
26/09/2007
13.620.000 kr.
16.500.000 kr.
102.9 m2
160.349 kr.
Já
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.