Fasteignasala Vestfjarða s. 4563244 - eignir@fsv.is - www.fsv.is - kynnir til sölu - Holtabrún 3 Bolungarvík - Fallegt steinsteypt einbýlishús á tveimur hæðum. Á efri hæð er forstofa, fatageymsla, stofa, borðstofa, eldhús, þvottahús, geymsla, svefnálmugangur, baðherbergi og þrjú góð svefnherbergi. Á neðri hæð er svefnherbergi og rúmgóð geymsla/vinnuherbergi. Gott útsýni yfir víkina og út á djúp.
Nánari lýsing:
Komið inn í flísalagða forstofu með hita í gólfi, fatageymsla inn af forstofu.
Gangur með harðparketi á gólfi.
Stór L - laga stofa og borðstofa með harðparketi á gólfi.útgengt út á góðan sólpall að sunnanverðu, rafmagnshiti í gólfum.
Opið eldhús með fallegri innréttingu, spanhelluborð og ofn, tengi fyrir uppþvottavél, tvöfaldur ísskápur gæti fylgt með, harðparket á gólfi.
Þvottahús með hillum og vaskaborði, sér útgangur út í bakgarð.
Geymsla með hillum.
Svefnálmugangur með harðparketi á gólfi.
Baðherbergi með dúk á gólfi, upphengt salerni, hvít innrétting, baðkar með sturtu.
Þrjú svefnherbergi, hjónaherbergi með harðparketi, stór fataskápur.
Annað stórt herbergi með harðparketi á á gólfi, Áður voru þetta tvö herbergi en voru sameinuð í eitt stórt herbergi.
Þriðja svefnherbergið er minna, harðparket á gólfi.
Í gangi við eldhús er tréstigi niður á neðri hæð.
Rúmgott svefnhherbergi með harðparketi á gólfi.
Rúmgóð geymsla/vinnuherbergi með útgangi út í garð.
Stór garður. Hellulögð stétt við þvottahúsútgang bakatil.
Malarborið bílastæði.
Á grunnteikningum var gert ráð fyrir ca. 35 m² bílskúr norðaustan megin við hús og ætti því að vera hægt að fá byggingarleyfi.
Efri hæð er skráð 127,1 m² og rými á neðri hæð 32,8 m².
Endurbætur eigenda:
2021 - Skipt um gólfefni, settur hiti í gólf, skipt um innihurðir, opnað úr eldhúsi inn að borðstofu.
Nokkur vatnsbretti löguð og sprunguviðgerðir 2024 að utanverðu.
Endurbætur fyrri eiganda:
Þakjárn endurnýjað 2006
Eldhús endurnýjað 2007