RE/MAX fasteignasala kynnir: Fallega og bjarta 71,1 fm 3ja herbergja íbúð á jarðhæð með sérinngangi og sérafnotarétti. Eignin er í litlu fjölbýlishúsi við Reykjamörk 6 í Hveragerði. Sérmerkt bílastæði fylgir íbúðinni.
Falleg eign sem hægt er að mæla með sem getur verið laus fljótlega.
Allar frekari upplýsingar veitir Guðrún Þórhalla, löggiltur fasteignasali í síma 820-0490 .0Lýsing eignar.Anddyri: Flísar á gólfi og með fatahengi.
Geymsla. Innangengt er í geymslu úr anddyri, rýmið er ca. 5 fm. með glugga. Hægt er að nýta rýmið á ýmsan hátt td. herbergi eða vinnurými.
Eldhús og stofa: Er í opnu björtu rými með útgengi út á 9,4 fm. verönd.
Eldhús er með góðri innréttingu, hvítir neðri skápar og viðarlitaðir efri skápar.
Baðherbergi: Er flísalagt í hólf og gólf með sturtu. Falleg innrétting fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð. Opnalegur gluggi.
Hjónaherbergið: Góðir fataskápar og herbergið er með parket á gólfi.
Barnaherbergi: Parket á gólfi og með fataskáp.
Hiti er í gólfum á öllum votrýmum þ.e. forstofu og baðherbergi.
Ýmsar upplýsingar um eignina og hverfið:- Hverfið er barnvænt og rólegt.
- Stutt í grunn- og leikskóla.
- Stutt er í ýmsa þjónustu svo sem sundlaug og verslun
- Lóðin er þökulögð og snyrtilega frágengin.
- Hellulagt er á milli húsa en tröppur að húsinu steyptar.
- Tröppur og gangstéttar eru upphitaðar.
- Hellulagðar gangstéttar eru frá bílastæði að eigninni.
- Húsið steinað að utan og því viðhaldslítið.
Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Guðrún Þórhalla Helgadóttir, löggiltur fasteignasali í síma 820-0490, gudrun@remax.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.