Fasteignasalan TORG og Margrét Rós, lgf kynna í sölu fallega og töluvert endurnýjaða 3 herbergja íbúð á 3. hæð með útgengi á suð-vestur svalir við Stigahlíð 8, 105 Reykjavík. Um er að ræða vel staðsetta eign í vel viðhöldnu og mikið standsettu fjölbýlishúsi á vinsælum stað í Hlíðunum. Eignin telur tvö svefnherbergi, forstofu, hol, eldhús, stofu og borðsstofu með útgengi á svalir og baðherbergi. Góð geymsla í kjallara ásamt sameiginlegt þvottahús og vagna- og hjólageymslu. Næg bílastæði á bílaplani tilheyra húsinu. Allar nánari upplýsingar veitir Margrét Rós Löggiltur fasteignasali, í s. 856-5858 eða margret@fstorg.is
*** SÆKJA SÖLUYFIRLIT HÉR ***Birt stærð eignar skv. fasteignaskrá HMS er 83,6 m² þar af er íbúð skráð 75,8 m² og sér geymsla í kjallara 7,8 m².Frábær staðsetning í rótgrónu og vinsælu hverfi í Hlíðunum þar sem öll helsta þjónusta og verslanir eru í göngufæri. Leikskóli, grunn,- og menntaskóli ásamt fjölbreyttu íþróttastarfi er í nágrenni. Stutt er í miðbæ Reykjavíkur ásamt góð útivistarsvæði og fallegar gönguleiðir til að njóta útiverunnar.
Lýsing eignar: Komið er inn í flísalagða
forstofu. þaðan er gengið í opið
hol sem tengir saman aðrar vistverur íbúðar.
Eldhús er opið við hol og borðstofu með góðum glugga sem snýr í norður, fallegri innrétting með innbyggðum ísskáp og gert ráð fyrir uppþvottavél sem fylgir einnig með. Frá holi er opið við inn í bjarta
borðstofu og
stofu með útgengi á suðvestur svalir. Inn af borðstofu á hægri hönd er gengið inn í gott
hjónaherbergi (barnaherbergi skv. teikningu) með góðum glugga og nýlegum fataskáp. Rúmgott
barnaherbergi (hjónaherbergi skv teikningu) er síðan inn af holi á vinstri hönd með góðum fataskáp.
Baðherbergi með nýlegum sturtuklefa, innrétting við vask og með glugga með opnanlegu fagi. Búið er að breyta innra skipulagi íbúðar með því að taka niður veggi á milli stofu og borðstofu og hin vegr vegg á milli hols og eldhús.
Nánari lýsing eignahluta eignar:Forstofa er flísalögð með fatahengi á vegg. Nýleg eldvarnarhurð við inngang í í
Hol er opið og með parket á gólfi og sameinar vistverur íbúðar.
Eldhús er opið við hol með nýlegri fallegri L-laga innréttingu og innbyggðum ískáp og gert ráð fyrir uppþvottavél í innréttingu sem fylgir með. Flísar á gólfi.
Borðstofa og stofa eru samliggjandi og opin við hol með parket á gólfi, góðum gluggum sem snúa ít í garð og útgengi suðursvalir.
Hjónaherbergi er með nýlegum skáp glugga sem snýr til norðurs og parket á gólfi (nýtt sem barnaherbergi í dag).
Svefnherbergi er rúmgott og bjart með glugga út að garði með nýlegum fataskáp og parket á gólfi.
Baðherbergi er bjart með opnanlegum glugga, hvítri innréttingu, upphengdu salerni, sturtu, handklæðaofni og flísar á gólfi og vegg að hluta til.
Geymsla er inn af sameignargangi í kjallara skráð 7,8 m
2 Sameign er snyrtileg með sameiginlegu þvottahús og vagna- og hjólageymsla.
Lóð er skjólgóð og gróinn á mót suðri og vestri, steypt stétt að húsi með snjóbræðslu og næg bílastæði á bílaplani.
ERTU Í SÖLUHUGLEIÐINGUM? SMELLTU HÉRFramkvæmdir og viðhald á íbúð og húsi undanfarin ár skv. fyrri söluskráningu og að sögn eigenda:Sameign og ytra byrði:- 2025 - Farið í framkvæmdir á suðurgafli hússins. Þær framkvæmdir eru að mestu búnar.
- 2024- Garður tekinn í gegn og aspir sem voru að brjóta malbik og skyggja á húsið felldar.
- 2022 - Drenað og snjóbræðsla sett undir stétt fyrir framan hús.
- 2022 - Frárennsli fyrir skólp endurnýjað og steypuviðgerðir á grunni hússins.
- 2022 - Allar tröppur við hús steyptar upp á nýtt og sett snjóbræðsla í þær.
- 2022 - Skipt um lagnagrind fyrir húsið og lagnageymsla tekin í gegn.
- 2021 - Dregið nýtt rafmagn í og sett ný rafmagnstafla fyrir stigaganginn.
- 2018 - Skipt um járn á þaki, settar nýjar rennur og niðurföll, skipt um alla glugga nema þá sem metnir voru í lagi.
- 2017 - Stigagangurinn tekinn í gegn, sett nýtt teppi og veggir málaðir, skipt um tengla og rofa í sameign.
Íbúðin sjálf: - 2023 - var sett eldvarnarhurð í inngang íbúðar.
- 2021 - íbúð nýmáluð, gólfefni endurnýjuð á allri íbúðinni, sturtuklefi og innrétting á bað endurnýjuð. Skipt um tengla og rofa í íbúð, eldhúsinnrétting og tæki endurnýjuð. Nýr fataskápur settur upp í hjónaherbergi og svefnherbergi.
Þjónusta sem stigagangur nýtir:- Þrifaþjónusta sér um þrif á stigaganginum, þar með talin gólf í þvottahúsi og þurrkherbergi.
- Garðaþjónusta sér um viðhald á grasi í garðinum.
- Sorptunnuþrif nokkrum sinnum á ári, 2-3 yfir sumartímann, sjaldan á veturnar.
Nánari upplýsingar veita:Margrét Rós Einarsdóttir - Löggiltur fasteignasali í Félagi fasteignasala / s.
856-5858 /
margret@fstorg.isAðalsteinn Bjarnason - Löggiltur fasteignasali í Félagi fasteignasala / s.773-3532 / adalsteinn@fstorg.is
KÍKTU Í HEIMSÓKN TIL MÍN Á FACEBOOKVILTU VITA HVAÐ VIÐSKIPTAVINIR OKKAR HAFA SEGJA? SMELLTU HÉRUm skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Væntanlegum kaupendum er bent á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Almennt getur kaupandi ekki borið fyrir sig að ástand eignar sé annað en það sem hann hefði mátt sjá við slíka skoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.