FastVest kynnir:
Glæsileg tveggja herbergja íbúð á sjöttu hæð í nýlegu fjölbýlishúsi sem stendur á einstökum útsýnisstað við enda Langasands. Stórbrotið útsýni yfir hafið og upp til fjala. Eignin er fyrir 50 ára og eldri skv. þinglýstri kvöð. Rúmgóðar svalir. Eignin er einstaklega björt með góðum gluggum og er lofthæðin 2,7 m.
Nánari lýsing:
Á gólfum íbúðarinnar er parket nema á votrýmum sem eru flísalögð.
Íbúð 0602 er tveggja herbergja íbúð auk forstofu, eldhúss, gangs, stofu/borðstofu, baðherbergis, þvottaherbergis og geymslu innan íbúðar. Íbúðin er á sjöttu hæð. Rúmgóðar suðaustursvalir.
Anddyri góður fataskápur
Eldhús er U-laga eikarinnrétting, gott skápapláss. heimilistæki frá AEG
Stofa/Borðstofa er í framhaldi af eldhúsi sem mynda opið rými og er útgengt úr stofu á stórar suðaustur svalir með góðu og miklu útsýni.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, góðar eikarinnréttingar, glersturtuklefi, upphengt klósett og handklæðaofn.
Svefnherbergið er rúmgott, með góðum fataskápum og horngluggi með frábæru útsýni.
Þvottahús er flísalagt með vinnuborði og skolvaski
Geymsla er innan íbúðar við hlið þvottahúss.
Hjóla- og vagnageymsla eru á jarðhæð og er sameign er öll mjög snyrtileg og rúmgóð
Um er að ræða 31 íbúða fjölbýlishús að Sólmundarhöfða 7, Akranesi. Húsið er 8 hæðir auk jarðhæðar.
Við húsið er gert ráð fyrir 27 bílastæðum og 2 rafhleðslustöðvar. Húsið er staðsteypt, einangrað að utan og klætt með áli, timbri og steiningu.
tvær lyftur eru í húsinu.
Allar upplýsingar í söluyfirlitinu eru fengnar hjá seljendum og úr opinberum gögnum.
Nánari uppl. veitir:
Nánari upplýsingar veitir:
FastVest með þér alla leið.
Kirkjubraut 40
Löggiltir fasteigna- og skipasala
sími 431-4144 netfang fastvest@fastvest.is
Heimasíða www. fastvest.is