CROISETTE - KNIGHT FRANK kynnir eignina Sóleyjargötu 13 í 101 Reykjavík.Glæsilega hæð í miðbæ Reykjavíkur með frábæru útsýni yfir Tjörnina og Hljómskálagarðinn.
Íbúðin er á annarri hæð (næst efsta) og er 128m
2.
SKOÐAÐU EIGNINA HÉR Í 3DHúsið er byggt árið 1926 og hannað af Þorkeli Ófeigssyni, fyir Jens B. Waage sem íbúðarhús.
Húsið stendur á horni Sóleyjargötu, Fjólugötu og Bragagötu. Eignin hefur verið endurnýjað að utan með múrsalla.
Þakið hefur verið endurnýjað og sett kopar klæðning á það. Girðingin í kringum húsið er mjög vegleg og er friðuð.
Húsið stendur á eignarlóð 953,5 m
2 að stærð.
Nánari lýsing:Þegar komið er inn í íbúðina er stórt hol sem tekur á móti með óbeinni lýsingu um stórum skápum. Virkilega skemmtilega innréttað í 60´s stíl.
Stofurnar eru samliggjandi mjög bjartar, rúmgóðar og opnast inn í rými með gluggum í tvær áttir (rennihurð á milli), sem áður var hjónaherbergi en það er nýtt í dag sem vinnustofa.
Út úr stofum er útgengi út á svalir með stórkostlegu útsýni yfir Hljómskálagarðinn.
Hjónaherbergið er með gluggum í tvær áttir mjög rúmgott og með skápum.
Baðherbergið nánast upprunalegt og með mikinn sjarma. Tengi fyrir þvottavél.
Eldhúsið er innréttað sitt hvoru megin við gönguflæðið í rýminu. Í eldhúsi er góð vinnuaðstaða.
Eldhúsið er með borðkrók við gluggann. Í eldhúsi er einnig skápur þar er aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara. Eigninni fylgir geymsla í kjallara.
Lítil geymsla í sameign sem er ekki inní skráðum fermetrum og er 4-5m
2.
Eintakt tækifæri að eignast hæð á þessum frábæra stað þar sem eignir koma nánast aldrei á sölu.
SÆKJA SÖLUYFIRLIT HÉRNánari upplýsingar veitir:Styrmir Bjartur Karlsson Framkvæmdastjóri og lfs., í síma 899 9090, tölvupóstur styrmir@croisette.is.Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Croisette - Knight Frank fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: - Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
- Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
- Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
- Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
- Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af væntanlegu brunabótamati, þegar það er lagt á.