Fasteignasala Vestfjarða s. 4563244 - eignir@fsv.is - www.fsv.is- kynnir til sölu - Miðstræti 17 Bolungarvík - Mjög fallegt einbýlishús á tveimur hæðum auk bílskúrs.
Auka stúdíóíbúð á neðri hæð sem getur gefið ágætar leigutekjur. Húsið hefur verið töluvert endurnýjað síðastliðin ár.
Gluggar og útihurðir endurnýjað 2021-22, baðherbergi á efri hæð endurnýjað 2022, stúdíóíbúð og baðherbergi á neðri hæð frá 2021.
Húsið var byggt úr steypu árið 1959 og er samtals 168,2 m² að stærð, bílskúr er byggður úr steypu árið 1961 og er skráður 26,7 m² að stærð.
Á efri hæð er forstofa, gangur, eldhús með búrgeymslu, herbergi, stofa og borðstofa, tvö svefnherbergi og baðherbergi.
Á neðri hæð er sér inngangur, stór forstofa, þvottaherbergi, falleg stúdíóíbúð með eldhúsaðstöðu og nýlegu baðherbergi.
Gott risloft yfir efri hæðinni. Nýir gluggar eru með þreföldu lítið skyggðu gleri.
Nánari lýsing:
Aðalinngangur á efri hæð.
Forstofa með flísum, hol/gangur með harðparketi.
Eldhús með hvítri innréttingu, harðparket á gólfi, helluborð og ofn, tengi fyrir uppþvottavél. Köld búrgeymsla inn af eldhúsi.
Inn af eldhúsi er einnig ágætt herbergi með harðparketi á gólfi
Rúmgóð stofa og borðstofa með harðparketi á gólfi.
Hjónaherbergi með harðparketi á gólfi, góður fataskápur með skúffum og fatahengi.
Annað svefnherbergi einnig með harðparketi á gólfi.
Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum, ágæt sturta, nýlegt upphengt salerni og nýleg hvít innrétting.
Í gangi/holi er hleri og stigi upp á rúmgott risloft sem er einangrað og teppalagt,
Stigi niður á neðri hæð.
Sér inngangur bakatil á neðri hæð.
Rúmgóð forstofa með flotuðu gólfi, útgengt út í bakgarð, ný útidyrahurð þar.
Stórt þvottahús með ágætu vinnu og geymsluplássi.
Falleg stúdíóíbúð í hluta kjallara, stórt svefnherbergi með eldhúsaðstöðu.
Baðherbergi er endurnýjað, góð sturta, upphengt salerni, flísar á gólfi og góð innrétting.
Bílskúr er skráður 26,7 m² að stærð og er með steyptu gólfi, einnig er gryfja í gólfinu. Inngönguhurð á norðurhlið er ónýt og bílskúrshurð gömul.
Ný bílskúrshurð og inngönguhurð sem eru til staðar í bílskúrnum fylgja með óuppsettar.
Framkvæmdir sl. ár :
Skipt var um glugga 2021.
Neðri hæð - frárennslislagnir endurnýjaðar, vatnaslagnir a neðri hæð og á baðherbergi á efri hæð voru endurnyjaðar 2017-18
Stigi og öll neðri hæð flotuð 2017-18. Húsið var drenað 2019. Skipt um þak og hluta timburs 2016.
Allt málað að innan og harðparket sett á gólf efri hæðar 2016. Auka bilastæði norðan megin við hús fyrir stúdióíbúð 2021.
Baðherbergi á efri hæð endurnýjað 2022. Múrviðgerðir að utan og húsið málað 2022.