Domusnova og Vilborg kynna nýtt Í einkasölu:
3JA HERBERGJA ÍBÚÐ Á JARÐHÆÐ MEÐ SÉRAFNOTAFLETI TIL SUÐURS.
MIÐBÆRINN Í GÖNGUFÆRI.
Íbúðin sem er 79,4 fm er skemmtilega hönnuð og björt með samliggjandi eldhúsi, borðstofu og stofu. Svefnherbergin eru tvö og baðherbergi með sturtu.
Útgengt er á sér-afnotaflöt til suðurs.
Gróin garður við húsið.
Aðalinngangur er upp tröppur framan á húsi um sameiginlegan inngang hússins.
Inngangur er einnig frá jarðhæð að íbúð í gegnum sameign.
Í húsinu eru þrjár íbúðir.
Eignin er mjög miðsvæðis þar sem stutt er í matvöruverslun og alla þjónustuLýsing eignar:Komið er inn í
hol sem tengir rými íbúðar.
Eldhús er nokkuð rúmgott með góðum glugga til vesturs. Eldhús og borðstofa liggja saman í opnu og björtu rými.
Stofa er rúmgóð og björt með gluggum til vesturs og suðurs. Opnað hefur verið inn í eldhúsrými frá stofu.
Hjónaherbergi með góðum skáp, það er nokkuð rúmgott með glugga til suðurs.
Barnaherbergi með glugga til suðurs og útgang á sérafnotaflöt íbúðar til suðurs.
Baðherbergi með nýlegum sturtubotni og blöndunartækjum í sturtu. Innrétting með vaskaskáp. Flísar á gólfi.
Sér geymsla íbúðar er í sameign.
Í sameign er
þvottahús þar sem hver íbúð er með sinn tengil fyrir eigin tæki.
Hjólageymsla er í rými framan við geymslur.
Sérafnotaflötur íbúðar er sunnan megin húss.
Endurbætur í íbúð að sögn seljanda:Skipt var um sturtubotn og klæðningu í sturtu. Veggur sem aðskilur baðherbergi frá gangi fjarlægður og nýr veggur gerður.
Skipt um blöndurnartæki í sturtu.
Skipt um blöndunartæki í eldhúsi.
Nýtt harðparket lagt á gang.
Endurbætur utanhúss að sögn seljanda:Skipt var um þak á húsinu 2025 þar sem þakpappi og járn var endurnýjað.
Þakrennur endurnýjaðar 2025.
Íbúðin er lítillega niðurgrafin.
Þvottahús er á sömu hæð og íbúð.
Hægt er að ganga inn í hús í gegnum þvottahús frá gafli og þaðan inn á stigagang framan við íbúð.
Skemmtileg eign sem vert er að skoða!Nánari upplýsingar veitir:Vilborg Gunnarsdóttir löggiltur fasteignasali / s.8918660 / vilborg@domusnova.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:- Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
- Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
- Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
- Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
- Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.