Fasteignaleitin
Skráð 1. sept. 2025
Deila eign
Deila

Grundarhvarf 5

ParhúsHöfuðborgarsvæðið/Kópavogur-203
199.7 m2
5 Herb.
3 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
165.000.000 kr.
Fermetraverð
826.239 kr./m2
Fasteignamat
137.200.000 kr.
Brunabótamat
106.900.000 kr.
Mynd af Hrafnkell P. H. Pálmason
Hrafnkell P. H. Pálmason
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1999
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Gæludýr leyfð
Sérinng.
Fasteignanúmer
2235086
Húsgerð
Parhús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Upprunalegar
Raflagnir
Upprunalegar
Frárennslislagnir
Upprunalegar
Gluggar / Gler
Upprunalegt
Þak
Upprunalegt
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Verönd í suður
Upphitun
Gólfhiti
Inngangur
Sérinngangur
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Hrafnkell á Lind kynnir þetta glæsilega parhús með hjónasvítu á þessum eftirsóknaverða stað við Elliðavatn. 
Eignin er 199,7 fm. á einni hæð með aukinni lofthæð og er innangengt í snyrtilegan 35,2 fm bílskúr.
Húsið var stækkað árið 2012 og var þá bætt við bjartri stofu með eldstæði og stórri tvöfaldri rennihurð sem opnast út í garð.
  • Allar innréttingar eru sérsmíðaðar og hvergi var til sparað í efnisvali.
  • Auðvelt er að bæta við fjórða svefnherberginu.
  • Gólfhiti er í húsinu og þakgluggar sem hleypa góðri birtu inn.
  • Stór verönd til suðvesturs með heitum potti.
Fyrirhugað fasteignamat 2026 er kr. 154.500.000.-

Ekki verður haldið opið hús. Bóka þarf skoðun á: hrafnkell@fastlind.is
Nánari upplýsingar veitir:
Hrafnkell P. H. Pálmason Löggiltur fasteignasali / 690 8236 / hrafnkell@fastlind.is


Skipulag: komið er inn í anddyri þar sem svefnherbergin eru á hægri hönd, beint af augum er farið inn í bílskúrinn og eldhús og stofur á vinstri hönd eftir að komið er inn í hol sem tengir saman helstu rými hússins.

Nánari lýsing
Anddyrið er með parket á gólfi og góðum skápum sem eru að hluta til innbyggðir.
Eldhúsið er opið og bjart með parket á gólfi og fallegri innréttingu (sérsmíðuð) með miklu skápaplássi og góðu vinnurými. Góður borðkrókur með stórum fallegum hornglugga.
Borðstofan er opin og björt með parket á gólfi og aukinni lofthæð.
Stofan er með flísum á gólfi, eldstæði og stórum gólfsíðum gluggum  
Sjónvarpsholið er með parket á gólfi og gluggum til suðvesturs. (*möguleiki á svefnherbergi IV*)  
Hjónasvítan er með parket á gólfi, góðum fataskápum og sér baðherbergi með sturtu. Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf með upphengdu innbyggðu salerni og sturtu með innbyggðum blöndunartækjum.
Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf, með góðri walk-in sturtu og innbyggðum blöndunartækjum, falleg innrétting með steini á borðum. Þakgluggi sem hleypir góðri birtu inn.
Svefnherbergi II er með parket á gólfi, svefnlofti og innbyggðum skápum undir stiganum. Gluggi til norðausturs og þakgluggi.
Svefnherbergi III er með parket á gólfi, stórum fataskápum og glugga til norðausturs.
Bílskúrinn er 35,2 fm með Epoxy á gólfi og millilofti.
Þvottahúsið er inn af bílskúrnum með flísum á gólfi, innréttingu og útgengt í garðinn.
Geymsluskúr úti í garði með rafmagni og hita.

Lóðin er 817 fm. gróinn með stórri timburverönd með skjólvegg, heitum potti og geymsluskúr. Stórt hellulagt bílplan sem rúmar 3 bíla.

Staðsetningin er einstaklega góð þar sem stutt er í ósnorta náttúru, fallegar gönguleiðir, skóla, verslun og þjónustu.

*ATH* Meðfylgjandi teikningar endurspegla núverandi skipulag ekki að fullu. Þvottahúsið hefur verið fært út í bílskúr þar sem geymsla er skráð og þvottahúsinu breytt í baðherbergi í hjónasvítunni.

Grundarhvarf 5, 203 Kópavogur, nánar tiltekið eign merkt 01-01, fastanúmer 223-5086 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi.
Eignin Grundarhvarf 5 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 223-5086, birt stærð 199.7 fm.

Nánari upplýsingar veitir Hrafnkell P. H. Pálmason Löggiltur fasteignasali, í síma 690 8236, tölvupóstur hrafnkell@fastlind.is.

Vilt þú vita hvað þín fasteign kostar?
Hafðu samband fyrir frítt verðmat unnið af löggiltum fasteignasala.

VANTAR ALLAR GERÐIR EIGNA Á SKRÁ
ÞÍN FASTEIGN ER MITT FAG.


Hrafnkell P. H. Pálmason Löggiltur fasteignasali
Á Instagram  - SMELLTU HÉR 
Á facebook - SMELLTU HÉR 


-----------------------------------------------------------------------
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila 
    Fyrstu kaup - 0,4% af heildarfasteignamati
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Byggt 1999
35.2 m2
Fasteignanúmer
2235086
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
02
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
13.800.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Hamrakór 5
Bílskúr
Skoða eignina Hamrakór 5
Hamrakór 5
203 Kópavogur
254.4 m2
Raðhús
524
680 þ.kr./m2
173.000.000 kr.
Skoða eignina Austurkór 4A
Bílskúr
Skoða eignina Austurkór 4A
Austurkór 4A
203 Kópavogur
175.3 m2
Parhús
423
941 þ.kr./m2
164.900.000 kr.
Skoða eignina Grænatún 20b
3D Sýn
Bílskúr
Skoða eignina Grænatún 20b
Grænatún 20b
200 Kópavogur
176.3 m2
Parhús
423
907 þ.kr./m2
159.900.000 kr.
Skoða eignina Þinghólsbraut 8
Bílskúr
Þinghólsbraut 8
200 Kópavogur
190 m2
Einbýlishús
514
868 þ.kr./m2
164.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin