Fasteignaleitin
Skráð 10. sept. 2024
Deila eign
Deila

Hamrahlíð 7

HæðHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Austurbær-105
106.7 m2
4 Herb.
2 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
89.900.000 kr.
Fermetraverð
842.549 kr./m2
Fasteignamat
79.100.000 kr.
Brunabótamat
55.800.000 kr.
Eggert Ólafsson
Löggiltur fasteignasali og löggiltur leigumiðlari
Byggt 1948
Þvottahús
Garður
Sérinng.
Fasteignanúmer
2031286
Húsgerð
Hæð
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
2
Hæðir í húsi
3
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Upphaflegar
Raflagnir
Ekki vitað
Frárennslislagnir
Myndaðar fyrir nokkrum árum og þá í lagi
Gluggar / Gler
Tvöfalt gler
Þak
Endurnýjað járn árið 2011
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Suðursvalir
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fyrirhugaðar framkvæmdir
Stefnt er á að laga lóð, m.a. endurnýja tröppur og stétt, en hefur ekki verið samþykkt á húsfundi.
Gallar
Rakabólur eru í vegg, a.m.k. neðst við svalahurð í hjónaherbergi og hefur parket orðið fyrir rakaskemmdum. Parket er víða skemmt. Móða er a.m.k. milli glerja í hjónaherbergi. Rakaskemmd er í límtrésborðplötu í eldhúsi. Skv. mælingum eins aðila sem skoðaði eignina, mælist raki í vegg undir blöndunartæki baðkars og sama vegg á móti í stigagangi, neðri hluta útveggja að sunnanverðu, undir gólfflísum að tvöfaldri svalahurð í stofu og undir skemmd í parketi í hjónaherbergi. Los á gólfflísum í eldhúsi. Skoða þarf frágang á öndunartúðum í þakjárni. Gluggi/opnanlegt fag í stigahúsi er mögulega orðinn eitthvað fúinn.  A.m.k. pappi blotnaði í rými þaks og þornaði fljótt aftur, en skv. uppl. leigjanda gleymdi hún að loka þakglugganum sem hafði þá verið opinn frá kvöldinu áður, fyrir afhendingu leigjandans 1. ágúst s.l., en hún sagðist hafa opnað gluggann til að lofta vegna fúkkalyktar.
*EFRI SÉRHÆÐ  Á MÓTI HLÍÐASKÓLA*
*SÉR INNGANGUR*
*LAUS STRAX*

Lögheimili eignamiðlun kynnir 4ra herbergja, efstu sérhæð í þríbýlishúsi, staðsett á móti Hlíðaskóla.  Eignin er samtals 106,7 fm.  Laus strax.  Sérinngangur.  Stórar suðursvalir eru með útgengt frá stofu og hjónaherbergi.  Sameiginleg bílastæði á lóð.  Frábær staðsetning miðsvæðis, þar sem stutt er í Kringluna, verslunarkjarna Suðurvers, leikskóla, grunnskóla, menntaskóla, háskóla, og í göngufæri við Öskjuhlíðina, Klambratún o.fl.

Hæðin er skráð sem hér segir í fasteignayfirliti:  Eign 203-1286, Hamrahlíð 7, Reykjavík, nánar tiltekið íbúð á hæð merkt 01 0201, birt stærð 106.7 fm.  Sérgeymsla í rými þaks er ekki skráð í fasteignayfirliti, en kemur fram í eignaskiptasamning.

Eignin skiptist í tvær stofur, tvö rúmgóð herbergi, hol, eldhús og baðherbergi, ásamt geymslu í rými þaks.
 
Endurnýjað skv. uppl. seljanda:
Húsið hefur fengið gott viðhald að utan og er var m.a. sprunguviðgert og endursteinað árið 2019.  Járn á þaki var endurnýjað árið 2011.  Sameiginleg rafmagnstafla var endurnýjuð árið 2019/2020.
 
Nánari upplýsingar veitir: Eggert Ólafsson, löggiltur fasteignasali, í síma 893 1819, eggert@logheimili.is

Nánari lýsing:
  Í anddyri er teppalagður stigi sem liggur upp á stigapallHol er með innangengt í aðrar vistarverur.  Tvær samliggjandi stofur og er útgengt á suðursvalir frá annarri stofunni.  Í eldhúsi er eldri innrétting með límtré í borðplötu, frístandandi eldavél með bakarofni, vifta yfir eldavél og borðkrókur.  Í baðherbergi er innrétting, baðkar með sturtustöng, opnanlegur gluggi og flísar upp veggi. Tvö rúmgóð herbergi, annað með fataskáp og með útgengt á stórar suðursvalir.  Gamalt gegnheilt parket er á gólfum í íbúð, nema á eldhúsi og baðherbergi þar sem eru flísar.  Geymsla er í rými þaks.  Sameiginlegt þvottahús er í kjallara.
 
Annað:  Íbúðin er upprunaleg að innan.  Eignin hefur verið í útleigu undanfarin ár og hefur seljandi ekki búið þar sjálfur.  Hurðar hafa verið teknar af í stofum og eldhúsi.  Sameiginlegur rafmagnsmælir er fyrir allt húsið.

Skoðunarskylda:  Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Lögheimili eignamiðlun því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
 

Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4 til 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá.  Nánari   upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. kauptilboð.
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
17/10/201740.550.000 kr.51.500.000 kr.106.7 m2482.661 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Barmahlíð 32
Skoða eignina Barmahlíð 32
Barmahlíð 32
105 Reykjavík
117.7 m2
Hæð
514
782 þ.kr./m2
92.000.000 kr.
Skoða eignina Mávahlíð 20
Bílskúr
Opið hús:17. sept. kl 17:30-18:00
Skoða eignina Mávahlíð 20
Mávahlíð 20
105 Reykjavík
115.7 m2
Fjölbýlishús
413
812 þ.kr./m2
93.900.000 kr.
Skoða eignina Stangarholt 30
Bílskúr
Skoða eignina Stangarholt 30
Stangarholt 30
105 Reykjavík
131.6 m2
Tví/Þrí/Fjórbýli
5
703 þ.kr./m2
92.500.000 kr.
Skoða eignina Borgartún 24 - íbúð 501
Bílastæði
Borgartún 24 - íbúð 501
105 Reykjavík
82.7 m2
Fjölbýlishús
312
1087 þ.kr./m2
89.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin