Fasteignaleitin
Opið hús:02. des. kl 17:00-17:30
Skráð 28. nóv. 2025
Deila eign
Deila

Lundur 4

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Kópavogur-200
153.4 m2
4 Herb.
3 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
169.900.000 kr.
Fermetraverð
1.107.562 kr./m2
Fasteignamat
123.550.000 kr.
Brunabótamat
89.570.000 kr.
HH
Heimir Hallgrímsson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 2014
Þvottahús
Lyfta
Garður
Bílastæði
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2327179
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
9
Hæðir í húsi
12
Hæðir í íbúð
9
Númer íbúðar
2
Vatnslagnir
Frá því að húsið var byggt
Raflagnir
Frá því að húsið var byggt
Frárennslislagnir
Frá því að húsið var byggt
Gluggar / Gler
Frá því að húsið var byggt
Þak
Frá því að húsið var byggt
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Upphitun
Gólfhiti
Inngangur
Sameiginlegur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Nýtt á skrá! Lundur 4 Kópavogi - Glæsileg og mikið endurnýjuð 4ra herb. íbúð á 9. hæð!

Lind fasteignasala / Heimir Hallgrímsson lögg. fasteignasali kynna til sölu glæsilega íbúð í vönduðu húsi byggðu af BYGG við Lund 4 í Kópavogi. Um er að ræða 153,4 fermetra íbúð í lyftuhúsi á 9. hæð með 3 svefnherbergjum, rúmgóðri stofu með gólfsíðum gluggum, fallegu endurnýjuðu eldhúsi með stórri eyju sem er opið við stofu, sjónvarpsstofu, rúmgóðum yfirbyggðum svölum, 2 endurnýjuðum baðherbergjum með sturtu og góðu þvottaherbergi. Gólfhiti í allri íbúðinni. Sérgeymsla í kjallara sem er 10,9 fermetrar og sérmerkt stæði í bílakjallara með rafhleðslustöð. 

Árið 2023 var eldhúsið endurnýjað á afar smekklegan máta með vönduðum eldhúsinnréttingum og kvartssít steini á borðum. Eldhúseyja var stækkuð og komið fyrir afar vönduðum eldhústækjum frá Studio Line Siemens og Grohe blöndunartækjum. Sama ár voru bæði baðherbergi endurnýjuð með vönduðum flísum, blöndunartækjum og fallegri óbeinni lýsingu. Þá er búið að sérsmíða fallegar hillur við sjónvarpsstofu og umhverfis sjónvarps (sérsmíði var í höndum Við og við sf.). Auk þess var klæðaskápur í forstofu og innréttingar í þvottaherbergi endurnýjaðar.

Sameign hússins er afar snyrtileg með flísum á ytra anddyri og teppum á sameign. Tvær lyftur er í húsinu sem ganga niður í bílakjallara. Rafmagnshurðaropnun er á aðalhurðum í sameign. Myndavéladyrasími er í húsinu. Þvottastæði í bílakjallara. Lóðin er snyrtileg og frágengin með hellulagðri stétt fyrir framan hús með snjóbræðslu og sameiginlegum malbikuðum stæðum. 


Við hönnun hússins var haft að leiðarljósi að hafa íbúðirnar bjartar og rúmgóðar með stórum gluggum sem ná niður í gólf og hita í gólfum. Húsið eru álklædd og eru því viðhaldslítil. Stutt er í Fossvoginn með sinni einstöku fegurð, Öskjuhlíðin og rómaðar gönguleiðir tengja Lundinn saman á þann hátt að gott jafnvægi er á milli byggðar og náttúru. Hverfið er byggt upp með sex kjörnum og stórum grænum svæðum sem flæða á milli þeirra. Stutt er í margvíslega þjónustu og afþreyingu. Smáralindin, Kringlan svo ekki sé minnst á menningarlífið í Gjánni, s.s. Salinn og Gerðarsafn er steinsnar frá Lundi.

Nánari lýsing:
Forstofa: Með parketi á gólfi, góðum skápum og fallegum spegli með baklýsingu.
Sjónvarpsstofa: Er rúmgóð, með parketi á gólfi með fallegum sérsmíðuðum hillum og ramma utan um sjónvarp (frá Við og við sf.) ásamt sérsmíðuðum flísalögðum skenk frá Handverk. 
Stofa: Er rúmgóð, með parketi á gólfi og stórum gólfsíðum gluggum til suðurs og vesturs sem gerir hana virkilega bjarta. Stofa rúmar vel setustofu og borðstofu. Útgengi á svalir frá stofu.
Svalir: Er rúmgóðar með viðarkubbum á svalagólfi. Yfirbyggðar með opnanlegri svalalokun.
Eldhús: Var endurnýjað á afar fallegan máta árið 2023. Gott skápa- og vinnupláss með tækjaskáp og vönduðum Siemens Studio Line eldhústækjum. Fallegur kvartssít steinn á borðum. Eldhús er með stórri eldhúseyju og opið við stofu. Tveir Siemens bakaraofnar (annar einnig gufuofn), Siemens spansuðu helluborð með innbyggðri viftu, innb. kæliskápur og innb. uppþvottavél. Undirfelldur vaskur og Grohe blöndunartæki. Gólfsíður gluggi til suðurs og annar gluggi til austurs sem hleypir inn góðri vinnubirtu.
Þvottaherbergi: Er staðsett inn af eldhúsi. Flísar á gólfi og endurnýjaðar innréttingar með vinnuborði og vaski. Tengi fyrir þvottavél og þurrkara ásamt stæði fyrir auka kæliskáp/frysti. Gluggi til austurs og gott skápapláss.
Baðherbergi I: Var endurnýjað árið 2023. Flísar á gólfi og veggjum. Flísalögð sturta með innb. Grohe blöndunartækjum. Niðurtekið loft að hluta með fallegri óbeinni lýsingu. Handklæðaofn, upphengt salerni, og innrétting við vask með marmara og Grohe blöndunartækjum. 
Hjónaherbergi: Með parketi á gólfi og glugga til vesturs. Gengið inn í fataherbergi frá hjónaherbergi.
Fataherbergi: Er staðsett inn af hjónaherbergi. Parket á gólfi og góðir klæðaskápar.
Svefnherbergi II: Með parketi á gólfi, skápum og glugga til austurs.
Svefnherbergi III: Með parketi á gólfi, skápum og glugga til austurs.
Baðherbergi II: Var endurnýjað árið 2023. Flísar á gólfi og á veggjum og flísalögð sturta með glerþili. Falleg innrétting við vask, upphengt salerni, handklæðaofn og útloftun.

Sérmerkt bílastæði: Er vel staðsett í bílakjallara (númer 52).
Sérgeymsla: Í kjallara er 10,9 fermetrar að stærð. Epoxy máluð og með útloftun.
Hjóla- og vagnageymsla: Eru tvær og eru staðsettar í kjallara.

Nánari upplýsingar hjá:
Heimi Hallgrímssyni lögg. fasteignasala í síma 849-0672 eða á netfanginu heimir@fastlind.is
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
27/12/202296.350.000 kr.124.000.000 kr.153.4 m2808.344 kr.
23/09/202296.350.000 kr.64.500.000 kr.153.4 m2420.469 kr.Nei
16/07/201552.950.000 kr.65.000.000 kr.153.4 m2423.728 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Byggt 2014
Fasteignanúmer
2327179
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
B5
Númer eignar
2
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
7.570.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Álftröð 5
Bílastæði
Skoða eignina Álftröð 5
Álftröð 5
200 Kópavogur
140 m2
Fjölbýlishús
423
1236 þ.kr./m2
173.000.000 kr.
Skoða eignina Álftröð 5
Bílastæði
Skoða eignina Álftröð 5
Álftröð 5
200 Kópavogur
139.6 m2
Fjölbýlishús
423
1232 þ.kr./m2
172.000.000 kr.
Skoða eignina Álftröð 7
Bílastæði
Skoða eignina Álftröð 7
Álftröð 7
200 Kópavogur
141.6 m2
Fjölbýlishús
423
1236 þ.kr./m2
175.000.000 kr.
Skoða eignina Naustavör 62
Bílastæði
Skoða eignina Naustavör 62
Naustavör 62
200 Kópavogur
159.4 m2
Fjölbýlishús
413
1097 þ.kr./m2
174.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin