Ragnar Guðmundsson löggiltur fasteignasali hjá TORG fasteignasölu kynnir: Nýleg og rúmgóð 3ja herbergja íbúð með
sérinngangi, palli og svölum í nýlegu fjölbýlishúsi að Holtsvegi 17 í Urriðaholti, Garðabæ. Íbúðin er skráð 88,0 fm. og skiptist í forstofu, 2 svefnherbergi, baðherbergi, þvottaherbergi og rúmgott alrými sem rúmar stofu, borðstofu og eldhús. Frá stofu er útgengt á suð- vestursvalir og frá hjónaherbergi er útgengt á sérpall með skjólveggjum. Búið er að setja upp tengi og hleðslustöðvar á sameiginlegum bílastæðum.
Allar nánari upplýsingar og bókun skoðunar veitir Ragnar fasteignasali í s: 844-6516 eða ragnar@fstorg.isUmhverfið: Húsið er vel staðsett í Urriðarholtinu í grennd við Urriðaholtsskóla sem er bæði leik- og grunnskóli. Í hverfinu er veitingahús, kaffihús og matvöruverslun. Í næsta nágrenni eru fleiri verslanir og þjónusta, golfvöllur, útivistarsvæði í Heiðmörk og Vífilsstaðavatn. Betri staðsetning á höfuðborgarsvæðinu fyrir náttúruunnendur og útivistarfólk er vandfundin. Urriðaholt liggur við friðlandið í Heiðmörk sem er stærsta útivistarsvæði höfuðborgarsvæðisins og er tengt beint við það með göngu- og hjólastígum. Glæsilegir golfvellir, vötn og hæðir umlykja svæðið. Góðar samgönguæðar tengja svo hverfið við alla staði. borgarinnar. Í göngufæri er Urriðaholtsskóli sem starfar á tveimur skólastigum, bæði á leik- og grunnskólastigi.
Samkvæmt vef Garðabæjar: Skipulag Urriðaholts er fyrsta hverfið hér á landi til að hljóta vistvottun samkvæmt vottunarkerfi BREEAM Communities. Urriðaholt er þéttbýli í náinni tengingu við nokkur helstu útivistarsvæði höfuðborgarsvæðisins, ósnortna náttúru og góðar samgönguæðar sem stytta leiðir í allar áttir.
Nánari lýsing:Forstofa/anddyri: Komið er inn í anddyri með flæðandi harðparketi á gólfi og loftháum þreföldum fataskáp. Aukin lofthæð.
Gangur/hol: Gangur með harðparketi á gólfi og góðri lofthæð.
Eldhús: Falleg innrétting með efri- og neðri skápum með góðu skápaplássi af vandaðri gerð frá GKS. Búin innbyggðri lýsingu í efri skápum, Bakaraofn, spanhelluborð, gufugleypir og innbyggður ísskápur og uppþvottavél. Eyja með góðu skúffu-, vinnu- og barstólaplássi. Harðparket á gólfi.
Stofa og borðstofa: Stofurnar eru í opnu og björtu alrými með stórum gluggum, góðri lofthæð með innbyggðri lýsingu og harðparketi á gólfi. Frá stofunni er útgengt á rúmgóðar svalir.
Hjónaherbergi: Lofthá skápalengja með sexföldum fataskáp nær þvert yfir vegg hjónaherbergis. Innbyggð lýsing í lofti og harðparket á gólfi. Frá hjónaherbergi er útgengt á rúmgóðan pall með skjólvegg.
Svefnherbergi: Að undanskildu hjónaherbergi er rúmgott svefnherbergi með harðparketi á gólfi, góðri lofthæð og hvítum tvöföldum loftháum fataskáp.
Baðherbergi: Falleg innrétting með handlaug og tvöföldum speglaskáp með lýsingu. Upphengt salerni, handklæðaofn og sturta með hertu gleri. Flísar á gólfi og hluta veggja.
Þvottaherbergi: Frá baðherbergi er innangengt í sér þvottaherbergi með flísum á gólfi, innréttingu með tengi fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð.
Geymsla: Eigninni fylgir sérgeymsla á jarðhæð sameignar.
Sameign: Góð aðkoma er að húsinu. Gengið er inn í yfirbyggða en opna sameign að inngangi íbúðar. Búið er að setja upp hleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla á sameiginlegt bílastæði.
Um er að ræða fallega og vel skipulagða íbúð á góðum stað í Urriðaholti Garðabæ. Stutt er í alla helstu þjónustu, svo sem verslanir og skóla.
Allar nánari upplýsingar og bókun skoðunar veitir Ragnar fasteignasali í s: 844-6516 eða ragnar@fstorg.isFáðu frítt söluverðmat fyrir eignina þína hér.Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.800 af hverju skjali.
3. Lántökukostnaður samkvæmt verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ath. gjaldskrá er birt með fyrirvara. Aðeins er um að ræða áætlaða gjaldskrá sýslumanns.
Skoðunarskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma
í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags.
Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir
og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.