Vernharð Þorleifsson lgf. og REMAX kynna smekklega 6 herbergja, 131,8 fm sérhæð með sér inngangi auk 25,9 fm. bílskúr. Samtals 157,7 fm.
Verið er að klára stórar framkvæmdir á húsinu sem seljendur greiða.
Yfirstandandi framkvæmdir felast í viðgerð á múr og málun. Viðgerð og snjóbræðsla í tröppur. Steypt stétt með snjóbræðsluslaufum, snjóbr.grind ekki innifalin. Verklok áætluð eftir nokkrar vikur.Íbúðin telur anddyri, fjögur svefnherbergi, stofu og borðstofu, eldhús, baðherbergi, litla geymslu undir kjallaratröppum, salerni í kjallara og bílskúr.Nánari lýsing:
Komið er inn í
anddyri sem er flísalagt.
Tvö barnaherbergi/ með parket á gólfum eru sitt hvorumegin og hurð að sameigninni.
Gott parketlagt
hol,
stofa og
borðstofa með útgengi á fínar
suðursvalir sem snúa að bakgarði. Í stofu er fallegur arinn sem er hlaðin með Drápuhlíðargrjóti.
Eldhús með ágætis innréttingu og góðum borðkrók / flísar á gólfi ( dúkaflísar ).
Á sér gangi er nýlega uppgert
baðherbergi með fallegri innréttingu og sturtu.
Í
hjónaherberginu er innangengur fataskápur og einnig útgangur út á svalirnar. Gólfið er flotað og lakkað.
Þriðja barnaherbergið er með parket á gólfum.
Í anddyri er stigi niður í sameign, þar er
sér geymsla undir stiga, þvottahús hver með sína vél.
Úr kjallaranum er innangengt í
bílskúrinn. Þar er gluggi og útgangshurð bakatil á bílskúr en að framan er bílskúrshurð.
Auk framkvæmdanna sem eru í gangi þá var
nýtt járn sett á þakið fyrir nokkrum árum,
rennur og niðurföll endurnýjuð svo og
gler og póstar í íbúð að mestu leiti.
Mjög góð vel skipulögð sérhæð á frábærum stað. Göngufæri í skóla, leikskóla, og alla þjónustu, svo og Elliðárdal.Frekari upplýsingar veitir Vernharð Þorleifsson löggiltur fasteignasali í síma 699-7372 eða venni@remax.isKíktu í heimsókn til mín á Facebook eða
á InstagramGjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.