RE/MAX & Bjarný Björg Arnórsdóttir Lgf kynnir:Sérlega vel skipulagða og bjarta 4ra herbergja hæð með sér stúdíóíbúð á einum eftirsóttasta stað Skerjafirði í Reykjavík. Eignin er samtals 209 fm og stendur í reisulegu húsi í hjarta Skerjafjarðar, stutt í skóla, leikskóla, þjónustu og falleg útivistarsvæði.
Eign með góðar leigutekjur sem vert er að skoða!Nánari upplýsingar gefur :
Bjarný Björg Arnórsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 694-2526 / bjarny@remax.is SMELLTU HÉR og skoðaðu Aðalíbúðina í 3 - D, Þrívíðu umhverfiSMELLTU HÉR og skoðaðu Stúdíóíbúðina í 3 - D, Þrívíðu umhverfiHelstu kostir eignarinnar:✅ Fallegt og rúmgott skipulag
✅ Tvær bjartar stofur með útgengi á svalir
✅ Þrjú svefnherbergi + stúdíóíbúð með sérinngangi
✅ Bjart eldhús með góðu útsýni
✅ Stórir gluggar sem hleypa inn náttúrulegri birtu
✅ Frábær staðsetning í grónu og vinsælu hverfi
Nánari lýsing á eigninni:Aðalíbúðin – 140,5 fm (samkvæmt HMS)Eignin er vel skipulögð og rúmgóð með björtum og fallegum rýmum.
Inngangur: Sameiginlegur, snyrtilegur inngangur með fallegum gluggum og teppi á gólfi.
Forstofu fataherbergi: Rúmgott geymslurými fyrir útiföt og skó, staðsett við stigapall framan við íbúðina.
Hol: Rúmgott og miðlæg rými sem tengir saman íbúðina.
Hjónaherbergi: Rúmgott svefnherbergi með ljósu teppi, fataskápum og útgengi á svalir.
Barnaherbergi (2): Tvö rúmgóð barnaherbergi með parketi á gólfi.
Stofur (2): Tvær samliggjandi og bjartar stofur með parketi á gólfi.
Eldhús: Bjart eldhús með fallegri, hvítri innréttingu, háglans borðplötu og stórum gluggum sem veita mikið náttúrulegt ljós og útsýni.
Baðherbergi: Flísalagt baðherbergi með baðkari, sturtu og innréttingu.
Þvottahús: Sér þvottahús með auka salerni og aðstöðu fyrir vask.
Geymslurými: Sérgeymsla í sameign ásamt sameiginlegri hjólageymslu.
Stúdíóíbúð með sérinngangi – 63,6 fm Íbúðin er skráð sem geymsla samkvæmt HMS en hefur verið innréttuð sem fullbúin stúdíóíbúð með lágt til lofts.
Eldhús: Nýlegt, stílhreint grátt eldhús með góðu skápaplássi.
Baðherbergi: Flísalagt baðherbergi með sturtuklefa.
Þessi eign býður upp á fjölbreytta nýtingarmöguleika og er tilvalin fyrir þá sem vilja leigutekjur samhliða eigin búsetu.
Endurbætur og viðhald á seinustu árum:
2024 # Þvottahús (minna baðherbergi) í íbúð gert upp ( nýtt klósett,innrétting,speglaskápur,flísar ) ekki klárað (eftir að setja vaskaborð, vask og blöndunartæki og klára frágang í kringum innréttingu)
# Nyjar hurðar og húnar í íbúð (5 stk) frá Birgisson
2023 # Þak málað og yfirfarið
2022 # íbúð máluð
2021 # ný eldhúsinnrétting í kjallaraíbúð og hún máluð
2019 # Drenað í kringum hús - allar hliðar nema hluti af norður hlið
# Garður tekinn í gegn
# Settur pottur (hitaveituskel) sameign hússins
# Girðing í kringum hús
# Hellulagt (innkeyrsla og f. framan hús)
# Smíðað hjólaskýli
# Sameign máluð
# nýr vaskaskápur, vaskur, skápur í baðherbergi í kjallaraíbúð
2012 # Nýir gluggar á suðurhlið
# settar svalir
# Nýtt gler í allt nema kjallara
# Allt rafmagn nýtt
# Nýjar lagnir í eldhús
# Sett eldvarnareinangrun á milli hæða,eldvarnarhurðar í íbúðir
# Parket (Birgisson) sett á alla íbúðina nema hjónaherbergi
Ekkert formlegt húsfélag er starfandi í húsinu.
Rafmagn á sameign sameiginlegt
Hiti í húsinu sameiginlegur - skipt eftir hlutfalli.
Húsið er byggt úr Holsteini.
Nánari upplýsingar gefur :
Bjarný Björg Arnórsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 694-2526 / bjarny@remax.is Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. (Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4%)
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl. 2.700 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - sjá heimasíður lánastofnanna.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900. kr. m.vsk.
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill RE/MAX því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.