Fasteignasalan TORG kynnir: Virkilega falleg og vönduð fjögurra herbergja íbúð í lyftuhúsi við Urriðaholtsstræti 40 í Garðabæ. Eignin er skráð 100,3 fm og skiptist í þrjú svefnherbergi, baðherbergi með þvottaaðstöðu, alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi. Frá stofu er gengið út á 6,6 fm svalir til suðurs. Á fyrstu hæð er síðan 5,5 fm geymsla sem fylgir eigninni ásamt sameiginlegri hjóla- og vagnageymslu. Allar nánari upplýsingar veitir Darri Örn Hilmarsson, löggiltur fasteignasali, í síma: 767-0000 eða með tölvupósti: darri@fstorg.isNánari lýsing: Forstofa og gangur
er með parket á gólfi og fataskápum sem ná upp í loft. Á þeim gangi eru tvö svefnherbergi.
Hjónaherbergi er rúmgott með parket á gólfi og fataskápum sem ná upp í loft. Hitt
svefnherbergið er ekki með fataskápum en fataskápar eru fyrir framan svefnherbergið.
Stofa og borðstofa er í opnu alrými með eldhúsi. Þriðja
svefnherbergi er inn af stofu en það svefnherbergi er með tvöfallri hurð sem opnast vel og gæti því nýst sem stækkun á stofu, sjónvarpshol eða vinnustofa. Parket er á gólfi. Út frá stofu er svalarhurð út á 5,5 fm
svalir með glerhandrið sem snúa vel á móti sól í suður / suð-vestur. Timburklæðning í hliðum.
Eldhúsinnrétting er bæði með eyju og innréttingu á einum vegg, bæði efri og neðri skápar við vegg með lýsingu þar á milli. Innréttingar ná upp í loft. Inn í innréttingu er innbyggður ísskápur með frysti sem og uppþvottavél. Bökunar-ofn og combi-ofn í vinnuhæð. Borðplata er ljós kvartssteins plata frá Granítsmiðjunni. Undirlímdur vaskur og spanhelluborð. Eyjan er með kvartssteins plötu sem nær niður á gólf á sitthvorri hliðinni, skúffur þar á milli. Gert er ráð fyrir að hægt sé að sitja við eyjuna.
Baðherbergið er með flísalagt gólf ásamt flísalögðum veggi að hluta. Upphengt salerni og handklæðaofn. Sturta er með innfelldum blöndunartækjum og sturtugleri. Baðinnrétting er með skúffum og handlaug og speglaskáp þar fyrir ofan með borð lýsingu. Innrétting þar með aðstöðu og
tengingu fyrir þvottavél og þurrkara. Gólfhiti er á allri íbúðinni.
Sér 5,5 fm
geymsla er á fyrstu hæð. Einnig er sameiginleg hjóla- og vagnageymsla í sameign.
Innréttingar eru sérsmíðaðar frá VOKE3. Borðplötur í eldhúsi eru ljósar kvartssteinsplötur frá Granítsmiðjunni. Eldhústæki eru af gerðinni AEG frá Ormsson. Helluborð er AEG Spanhelluborð. Bakaraofn er AEG, sjálfhreinsandi með kjötmæli. Combi ofn er AEG.
Húsið er fjölbýlishús upp á fjórar hæðir byggt samkvæmt arkítektarteikningum Davíðs Kristjáns Pitt. Húsið er staðsteypt á hefðbundinn hátt úr járnbendri steypu. Húsið er einangrað að utan og klætt með ál, flísum og timburklæðningu. Þak er svokallað viðsnúið þak, ábræddur tjörupappi, með vatnsþolinni einangrun. Þakkantur frágengin samkvæmt teikningu hönnuðar. Gluggar eru danskir álklæddir trégluggar frá Rationel. Gólfhiti er samkvæmt teikningu hönnuðar. Gólfhitalagnir eru ísteyptar á neðstu hæð hússins, á efri hæðum eru lagnir á einangrun og andrít flotað yfir gólfið. Stígar hellulagðir með snjóbræðslu að hluta. Bílastæði eru á lóðinni.
Umhverfið: Betri staðsetning á höfuðborgarsvæðinu fyrir náttúruunnendur og útivistarfólk er vandfundin. Urriðaholt liggur við friðlandið í Heiðmörk sem er stærsta útivistarsvæði höfuðborgarsvæðisins og er tengt beint við það með göngu- og hjólastígum. Glæsilegir golfvellir, vötn og hæðir umlykja svæðið. Góðar samgönguæðar tengja svo hverfið við alla staði borgarinnar. Í göngufæri er svo Urriðaholtsskóli, kaffihús og fl.
Allar nánari upplýsingar veitir Darri Örn Hilmarsson, löggiltur fasteignasali, í síma: 767-0000 eða með tölvupósti: darri@fstorg.is