Fasteignasalan TORG kynnir bjarta og vel skipulagða 2ja herbergja íbúð á 3. hæð í snyrtilegu fjölbýli á vinsælum stað í Árbænum.
Eignin er skráð 59,6 fm og skiptist í forstofu/hol, eldhús, rúmgóða stofu og borðstofu, svefnherbergi, baðherbergi, svalir og sér geymslu í sameign. Sameiginlegt þvottahús ásamt hjóla- og vagnageymslu í sameign hússins.
Allar nánari upplýsingar veitir Elfa Björk lgf. í síma 692-0215 eða elfa@fstorg.isNánari lýsing:
Forstofa/hol: Tengir saman rými íbúðarinnar. Innbyggður fataskápur, parket á gólfi.
Eldhús: Innrétting og með góðu skápaplássi, flísum milli skápa og góðu vinnuplássi. Pláss fyrir borðkrók.
Stofa: Björt stofa og borðstofa, parket á gólfi. Útgengt út á rúmgóðar svalir til suðurs.
Svefnherbergi: Rúmgott svefnherbergi með innbyggðum fataskápum, korkur á gólfi.
Baðherbergi: Innrétting með handlaug, baðkar með sturtu og salerni. Flísar á veggjum. Tengi fyrir þvottavél.
Þvottahús: Sameiginlegt þvottaherbergi í sameign hússins.
Geymsla: Eigninni fylgir 4,1 fm geymsla, ásamt sameiginlegri vagna- og hjólageymslu í sameign.
Viðhald og endurbætur: Gluggaskipti árið 2023, bílaplanið malbikað og lagað árið 2024.
Vel skipulögð og falleg eign í snyrtilegu fjölbýli á vinsælum stað, miðsvæðis í 110 Reykjavík. Stutt í alla helstu þjónustu, skóla- og leikskóla, leiksvæði, verslanir, íþrótta- og útivistarsvæði.
Allar nánari upplýsingar veitir Elfa Björk lgf. í síma 692-0215 eða elfa@fstorg.isGjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald kr. 2.500.- kr. af hverju skjali.
3. Lántökukostnaður lánastofnunar - mismunandi eftir lánastofnunum.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. samningi.
Skoðunarskylda kaupanda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.